Vikan


Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 60

Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 60
14/U TEXTI: S/EVAR HREIÐARSSON ÞlWJfe FL<ftf!IRSÆTA hefur veriö fastagestur á sjónvarpsskjám íslendinga undanfarin ár. Fyrst var hún þekkt sem alkóhólistinn Alison í Melrose Place og síðan sem lögfræðingurinn Georgia í Ally McBeal. Nú er Courtney að verða 32 ára og hún er orðin áberandi sem fyrirsæta eftir að hún var fengin til að auglýsa Almay snyrtivörur. "Ég er komin yfir þrítugt og það er tímabært að byrja fyrirsætuferilinn," segir leikkonan, sem er mikið heilsufrík og stundar jóga og hugleiðslu til að losna við stressið sem fylgir stjörnulífinu. Courtney hefur líka fundið hamingjuna og er trúlofuð erfðafræðingnum Andrew Conrad en þau ætla að láta pússa sig saman næsta sumar. Þau eru barnlaus en það er aldrei lognmolla á heimilinu, enda eiga þau hvort um sig tvo hunda. Söngkonan Bonnie Raitt heldur upp á fimmtugsafmælið sitt hinn 8. nóvember. Á sínum yngri árum var Raitt nokkuð sjúskuð en hún hefur verið edrú síðan 1987 og sækir reglulega fundi hjá AA-samtökunum. Hún hefur verið gift leikaranum Michael O'Keefe síðan 1991 og segir að lífstílsbreytingin hafi haft góð áhrif átónlistina. "Ég hugsaði ekki mikið þegar ég hékk á næturklúbbum og skemmti mér," segir Raitt. Hún segir að lífið sé þó engin dans á rósum í dag. "Reglusemin, hjónabandið og velgengnin hefur ekki færí mér þann sálarfrið sem ég hélt að það myndi gera." Þrátt fyrir að vera hamingjusarnlega gift þá segir hún það vera erfitt aö skuldbinda sig. "Það er ekkert auðvelt að vera með sömu manneskjunni í öll þessi ár án þess að halda framhjá!" STIARNA í ITRIDSHAM Nýjasta stjörnustríðsmyndin gerði stormandi lukku í kvik- myndahúsum í surpar og nú bíða Star Wars fíklar spenntir eftir næstu mynd. George Lukas, leikstjóri og framleiðandi mynd- anna er að reyna að fá kvennagullið onardo DiCai i til að leika Anakin Skywalker í næstu mynd. Natalie Portman og Ewan McGregor hafa þegar gert samning um að leika í næstu Stjörnu- stríðsmynd, sem er væntanleg í kvikmyndahús sumariö 2002. DiCaprio hefur verið í fríi frá leik- listinni frá því í vor en þá lauk tökum á mynd- inni The Beach, sem frumsýnd verður í upp- hafi nýrrar aldar. Næst ætlar hann að leika sérvitringinn Howard Hughes í mynd sem Michael Mann ætlar að leikstýra. Einnig stóð til að þeir myndu vinna saman að mynd um kvikmyndastjörnuna James Dean en þeir eru hættir við það. Calista Flockharférsvo mjó að fólk er hætt að taka eftir henni. Flockhart fór á tónleika sem Bruce Springsteen hélt í Los Angeles fyrir skömmu. Rokkarinn gamalkunni er þekktur fyrir að velja einhvern úr áhorfendaskaranum til að koma upp á sviðið. Einn af aðstoðarmönn- um Springsteens náði í Flockhart og fékk hana til að koma upp að sviðinu þar sem Springsteen var í fullu fjöri. En rokkarinn tók ekki eftir henni og valdi aðra stúlku til að dilla sér með. Leikkonan stóð eftir frekar vand- ræðaleg og læddist aftur í sætið sitt. RítSTÝRA Kynbomban hefur haldið sig frá sviðs- Ijósinu síðan brestir komu í hjónaband hennar og Bruce Willis. Hún heldur til í smábænum Hailey í Idaho með ástmanni sínum, Olivier Whitcomb, og hefur ekkert sést á hvíta tjaldinu undanfarin tvö ár, eða síðan hún lék hörkutól í hernum í myndinni G.l. Jane. Demi hefur ekki alveg setið auðum höndum og nú er ný mynd tilbúin fyrir kvikmyndahús. Sú heitir Passion of Mind og er rómantískur spennu- tryllir um einmana ekkju sem skapar sér drauma- veröld. Demi hefur líka verið að reyna fyrir sér á nýj- um vettvangi. Hún tók að sér að ritstýra nýjasta tölublaði tískuritsins Marie Claire þar sem hún kom með hugmyndir að efni og valdi bestu sögurnar. "Demi er vel með á nótunum í tískunni og er með góðan húmor. Hún er bæði falleg og gáfuð," segir Glenda Baily, yfirritstýra blaðsins. LEIST VEL Á BOSSANN er alltaf jafn fjörug. Hún er nú að vinna með Brendan Fraser (George of the Jungle, The Mummy) að teiknimynd sem kallast Monkeybo- ne. Þau Ijá söguhetjunum rödd sína og það er alltaf stuð þar sem Whoopi er nálægt. Hún er alltaf að hrósa Fraser fyrir að hafa fallegan rass og á það til að klípa stjörnuna í afturendann þegar hann á síst von á því. Fraser er frekar feiminn og hlédrægur og vék sér oftast undan þegar Whoopi lét til skarar skríða. Hún var hissa á þessum viðbrögðum og bað aðstoðarkonu sína að komast að því hvort strákur- inn væri samkynhneigður. Það er þó ekki ástæðan fyrir því að hann sýnir Whoopi ekki áhuga. Fraser er nýgiftur og ástfanginn upp fyrir haus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.