Vikan


Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 18

Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 18
Matthew Perry leikur Chandler í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Friends. flllt frá því að persónan Chandler varð óvænt ástfanginn af hinni pottþéttu Monicu varð hann mun sýnilegri i þáttun- um en áður og fyrir þær sakir hefur hlutverk hans fengið mun meira vægi en áður. Matthew er með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Auk þess sem hann leikur vikulega í Friends þá lék hann einnig nýlega í kvik- myndinni Three to Tango í fé- lagi við Neve Campell og hef- ur gert samning við ABC sjón- varpsstöðina um að skrifa handrit að nýjum sjónvarps- þætti sem spáð er miklum vinsældum þar vestra. Þátt- urinn heitir The Shrink og fjallar um ungan geðlækni sem er mun taugaveiklaðri en sjúklingar hans. s Barátta við 'O verkjalyfjafíkn « Á árunum 1996-97 var Matt- 3 hew Perry háður verkjalyfinu x Vicodan en það gerðist þannig að ■g hann slasaðist á snjósleða og var E líka haldinn slæmri tannpínu á * sama tíma. Skömmu eftir að S hann fór að nota verkjalyfin var *! hann orðinn háður þeim og fór n fljótlega að misnota þau. Honum jj þóttu róandi áhrif verkjalyfjanna w verða til þess að stressið, sem óneitanlega fylgir leikaraþransan- um, minnkaði til muna og honum fannst hann ná betri tökum á starfsframa sínum. Hann grennt- ist mjög mikið á stuttum tíma og leit illa út. Upp frá því kvisuðust út sögur um að Matthew ætti við fíkniefnavanda að stríða og bandarísk slúðurblöð voru ekki lengi að slá því upp sem stórfrétt. Matthew sá sig tilneyddan til að viðurkenna opinberlega að hann Matthew sá hefði ánetjast fíkniefnum og í kjölfarið af þeirri yfirlýsingu fór hann í meðferð. Hann var sáttur við að fara í meðferðina því hann var ákveðinn í að ráða niðurlög- um vandans en hann var hins vegar ósáttur við að þurfa að heyja baráttuna við fíknina undir miskunnarlausri smásjá fjölmiðla. Það fannst honum erfiðast af öllu. Hann sagði sjálfur í nýlegu viðtali að hann hafi fylgst með umræðunni og slúðrinu um sjálf- an sig í sjónvarpinu, meira að segja inni á meðferðarstofnuninni og kveið því ævinlega að það yrði gertgrín að honum. Hann er mjög viðkvæmur gagnvart nei- kvæðri umfjöllun um sig og hvers konar gagnrýni. Matthew Perry var í þrjá mán- uði í endurhæfingu á meðferðar- stofnuninni og mætti afturtil leiks sterkari en nokkru sinni fyrr. Vill konu sem er sannur vinur Matthew Perry er 29 ára gam- all og margir aðdáenda hans velta vöngum yfir ástarmálum hjartaknúsarans. Hann var kær- asti Juliu Roberts um tíma og var einnig í föstu sambandi með Ya- smine Bleeth. Honum finnst þó þvingandi að slá sér upp með stórstjörnum því ef hann hittir konu sem honum líkar vel við er það orðin frétt og nær samdæg- urs komnar myndir af honum og nýju vinkonunni í blöðin. „Það virkar eins og skrúfstykki," sagði Matthew í viðtali við Cosmopolit- an í vor. ,,Um leið og maður kynnist dömu og býður henni út að borða þá er það orðin frétt næsta dag og búið að negla mann inn í samband! Þótt maður sé kannski alls ekki búinn að átta sig á tilfinningum sínum sjálfur sig tilneyúdan til að viðurk j og sé bara rétt að kynnast við- komandi stúlku. Ég er kannski ekki einu sinni búinn að komast að því hvort hún drekki kaffi en samt er búið að gera okkur að pari eða jafnvel trúlofa okkur. Svo er þessi bransi einu sinni þannig gerður að maður kynnist bara frægu fólki í þessum þrönga hópi stjarna, því þetta eru jú vinnufé- lagar og keppinautar og það virð- ist vera eina fólkið sem ég kynn- ist." Matthew Perry er á lausu um þessar mundir og er að vonast til að hitta konu sem hann gæti ver- ið með til frambúðar. Hann telur það vera mikinn kost ef sú kona hefði sama tónlistarsmekk og hann sjálfur en Matthew er sér- lega hrifinn af Tori Amos og Söruh McLachlan þótt hann seg- ist reyna að viðra ekki tónlist- arsmekk sinn við félaga sína í Friends. Hann segir að þau þoli alls ekki tónlistarsmekk hans og séu sífellt að fá hann til að skipta yfir í fjörugari tónlist þegar þau eru að vinna. ,,Þau stríða mér stanslaust á þessu," segir Matt- hew hiæjandi „því búningsher- bergin okkar eru þétt saman og ég spila þessa upþáhaldstónlist mína alveg stanslaust. Þau grát- biðja mig stundum um að slökkva á geislaspilaranum því þau segjast verða döpur og þunglynd af svona tónlist og hóta stundum að skjóta sig!" Matthew heillast ekki bara af söngkonum; hann er almennt mjög hrifin af konum og segist bíða eftir þeim degi sem hann muni hitta konu sem verði sannur vinur hans. Haldin stefnumótafælni En hvernig stendur á því að svona myndarlegur, hæfileikarík- ur og tilfinninganæmur strákur með frábæra kímnigáfu er ekki löngu genginn út? Matthew seg- ist vera haldinn stefnumótafælni sem lýsi sér í því að á fyrsta stefnumótinu hagi hann sér af- skaþlega vel og sýni sínar bestu hliðar. Þá sé hann fyndinn og skemmtilegur og engin vandamál til staðar en honum takist ekki að halda þessu viðmóti lengur en í hæsta lagi þrjá mánuði og þá sé hann orðinn uppgefinn. Það er því greinilegt að Matthew Perry hefur ekki þorað að vera afslapp- aður og hann sjálfur á stefnumót- um heldur keyrir á einhvers kon- ar leikaraútgáfu af sjálfum sér. Hann segir þó að þetta standi til bóta:,, Ég ætla að læra af mis- tökunum sem ég geri í lífinu, rétt eins og ég gerði þegar ég fór í meðferð vegna fíkniefnavandans. Fram að þessu hefur mér alltaf fundist ég verða að vera fyndinn á stefnumótum og legg því alla orku mína í það hlutverk. En nú er ég að læra að hlusta á fólkið sem ég umgengst og reyni að komast að því hvern mann það hefur að geyma. Ég legg mig fram við að kynnast því. Það er svakalega þreytandi að vera stöðugt undir þeirri pressu að finnast ég þurfa að vera sjarmer- andi og fyndinn. Stundum upp- götva ég að ég er búinn að fara út með sömu konunni fimm sinn- um og ég veit ekkert um hana því ég er svo upptekinn í því hlut- verki að vera skemmtikraftur. Það er náttúrulega fáránlegt. Ég stóð alltaf í þeirri trú að þegar ég væri orðinn þrítugur þá væri ég harðgiftur maður með böm en ég veit að ég er enn ung- ur og hef nægan tíma til stefnu hvað þau mál varðar. Ég er í rauninni dauðfeginn að ég skyldi ekki gifta mig alltof ungur því ég á greinilega enn margt ólært."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.