Vikan


Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 57

Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 57
 með hann í vagninum um hin bröttu stræti San Francisco. Lífið gekk áfram sinn vanagang og næstu fjögur ár liðu tiltölulega hratt og voru frekar við- burðaiítil. Ég hélt áfram að vinna mína listmuni og þeir seldust vel. Mamma og systir mín komu tvisvar í heimsókn til okkar. I seinni heimsókn þeirra, sem var á fjögurra ára afmæii stráksins okkar, höfðu þær á orði að þeim fyndist Robert svo breyttur. Þeim fannst hann vera skapstyggur, æstur og líta illa út. Innst inni var ég meðvituð um þessar breytingar en vildi ekki viðurkenna þær eða fást við málið. Ég vissi að hann svaf enn mjög Iítið og hann hafði líka grennst heil ósköp. Fram- koma hans gagnvart mér hafði líka breyst. Hann sýndi mér lítinn áhuga, var pirraður í nærveru minni og sinnti drengnum mjög tak- markað. Ég var farin að vera eins og á nálum þegar hann var nærri. Ég var farin að þjást af kvíða en ýtti alltaf tilfinningum mínum til hliðar og gerði alit sem í mínu valdi stóð til að reita hann ekki til reiði. Ég hélt þó ótrauð áfram að sinna versl- uninni, listmunagerð minni og litla drengnum okkar. Það hafði smám saman komið í ljós að Robert var mjög dóminerandi persónuleiki. En vegna þess hve töfrandi framkomu hann hafði og einstakt lag á að heilla alla í kringum sig, var erfitt fyr- ir mig að greina hina neikvæðu þætti í fari hans. Hann grenntist mikið á skömmum tíma og mér fannst ég varla þekkja manninn minn lengur. Ég barðist við að halda lífinu í skorðum. Ég var í af- neitun því ég vildi láta líta út fyrir að allt væri eðlilegt; ekk- ert mátti eyðileggja fallega drauminn minn. Kókaín í koddanum Dag einn fann ég fyrir tilvilj- un umtalsvert magn af kókaíni inni í litlum, útsaumuðum kodda sem var til skrauts í versluninni. Ég varð í fyrstu mjög undrandi því ég hafði ekki haft nokkra hugmynd um að maðurinn minn kæmi nálægt hrundi heimur minn þenn- an dag og í kjölfar þessa fundar míns kom í ljós að Robert var háður kókaíni og hafði verið það síðastliðin átta ár. Það var því engin furða að peningarnir okkar hyrfu eins og dögg fyrir sólu. Einnig varð mér nú ljóst hver væri orsök skapbresta hans og þyngdartaps. Ég gekk á hann og fékk hann til þess að ræða málin ítarlega við mig en án nokkurs sýnilegs ár- Lesandi segir Hrund Hauksdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þinu? Þér er velkomiö aö skrifa eöa hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. angurs. Ég reyndi að fá hann til að fara í meðferð en hann þvertók fyrir það og varð mjög æstur þegar þau mál bar á góma. Hann taldi sig hafa fulla stjórn á neyslu sinni. Það var auð- vitað fjarri lagi. Skapofsi hans færðist sí- fellt í aukana og ég var í öngum mínurn. Ég hafði miklar áhyggjur af syni okkar sem að sjálfsögðu skynjaði bræðiköst föður síns og var alltaf í þeirri stöðu að reyna að verja mig. Eitt sinn iok- aði hann dyrunum þegar pabbi hans var koma inn um gættina og sagði í mjög ákveðnum tón: „Þú átt ekki heima hér lengur." Sá atburður varð einmitt dropinn sem fyllti mælinn hjá mér. Ég vissi að ég yrði að forða mér og litla, hug- rakka drengnum mínum í burtu frá Robert, sem ég þekkti ekki lengur sem sama mann. Ég pakkaði helstu eigum okkar niður á einum eftirmiðdegi og við flugum heim til Islands án hans vitundar. Robert hefur sem betur fer aldrei reynt að ná sambandi við okkur en ég sendi honum stutt bréf með heimilisfangi mínu á íslandi I dag erum við sonur minn hamingjusöm og sátt við örugga lífið okkar hér heima á íslandi. Sjálfsásakanir heyra sögunni til og ég blómstra sem móðir og listakona. Ég vildi óska að allar konur sem lenda í samböndum sem einkennast af eiturlyfja- neyslu og andlegri kúgun gætu öðlast styrk til þess að rífa sig út úr þeim. í dag er ég ástfangin af manni sem ég álít sálufélaga minn og maður á ekki að sætta sig við neitt minna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.