Vikan


Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 52

Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 52
™(tm Kæri póstur Ég er alveg í flækju út af svolitlu sem gerðist fyrir stuttu. Ég er nýorðinn sautján ára og fór með vin- um mínum í partí til stráks sem ég þekki ekkert. Ég var sá eini sem var edrú í partí- inu en þar hitti ég stelpu sem bað mig keyra hana heim en hún sagði að hún yrði að fara. Mér leist vel á hana og ég held að hún hafi líka verið hrifin af mér þótt hún hafi verið drukkin. Ég veit hvar hún á heima en hef ekki hringt til hennar, ég veit ekkihvað ég sig heim til sín. Ég hef aldrei hitt hana fyrr en fannst hún rosalega sæt og fannst alveg sjálfsagt að keyra hana. Á leiðinni fór hún að segja mér að hún þyrði alls ekki fara heim til sín því pabbi hennar væri svo vondur við hana, hann lemdi hana og sérstaklega ef hún kæmi drukkin heim. Ég keyrði því um með hana heillengi og hún fór að segja mér alls kyns sögur frá heimili sínu. Mér fannst erfitt að þurfa að á að gera. Mér finnst ég verða að hjálpa henni en hvað get ég gert? Ég reyndi að tala um þetta við vini mína en þeir sögðu mér að gleyma þessu, það væri til nóg af öðrum stelpum. Ég hugsa stöðugt urn hana og gleymi aldrei hræðslunni í augunum á henni þegar hún fór út úr bílnum. Hún sagði mér að hún treysti mér og bað mig að hafa samband við sig seinna. Á ég að hafa samband við hana eða bara að gleyma henni? Gerðu það póstur, segðu mér hvað ég á að gera! Einn á bíl Kæri bílstjóri. Þú ert umhyggjusamur ungur maður, það er alveg á hreinu. Það er ömurlegt til þess að vita að ungu fólki eins og vinkonu þinni skuli þurfa að líða svona illa. Fólk, sem er fórnarlömb ofbeldis, eins og hún, þarf virkilega á góð- um vinum að halda. Hún var tilbúin að tala um vandamál sín við þig undir áhrifum áfengis og því er ekki víst að hún sé tilbúin að tala um þetta við þig í fyrsta samtal- inu ykkar. Þið getið þróað með ykkur vinskap og súð hvernig þið náið saman. Um leið og hún treystir þér bet- ur getur verið að hún vilji ræða um ofbeldið. Til eru úrlausnir fyrir fórnarlömb ofbeldis t.d. er starfrækt neyðaralhvarf á vegum Rauða krossins fyrir ungt fólk í svipaðri stöðu og stúlkan og Kvennaathvarfið er opið fyrir allar konur sem eru fórnarlömb of- beldis, aldur skiptir þar engu máli. Kannski er vinkona þín rög við að taka þá ákvörðun að flytjast í burtu og þarf að vita af traustum vini þegar hún tekur ákvörðunina. Ég ráðlegg þér eindregið að hafa samband við stúlk- una og láta hana finna að þér er alls ekki sama um hana. Þó að þið verðið ekki kærustupar þá getið þið al- veg orðið góðir vinir og slíkt getur orðið ykkur báðum ómetanlegt. Ekki hugsa um það hvað strákarnir segja, þú verður að fylgja þinni sannfæringu. Spurningar má senda til „Kæri Póstur" Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. Lesið úp skiMftinni Kristín Haraldsdóttir Samkvæmt skriftinni ertu "flínk" og átt auðvelt með að ná árangri. Þú ert vilj- ug og þér finnst sjáfsagt að vinna allt vel. Þú hefur ákveðnar skoðanir, en ert þó ekkert að troða þeim upp á aðra vegna þess að þú virðir annað fólk og skoðanir þess. Þú ert þægileg í umgengi og "mjúk" manneska en stórhuga og bjartsýn. Stundum undrast þú eftir á hvað þú hefur verið óttalaus við ýmsar kringumstæður og íhugar stundum 52 Vikan að draga þig hlé en þú þarft ekki að hugsa um það. Þú hefur sterka vernd, þessvegna ertu svona óhrædd og þér er óhætt. Þér er illa við múður og vilt ganga beint framan að hlutunum. Þú ert fyrir vinnuhagræðingu og vilt hafa verkin eins fljótleg og auðveld og hægt er. Þú gætir átt það til að brýna raustina svolítið í sambandi við vinnu, en ekki annars. Þú hefur gott minni og átt auðvelt með að læra. Þú ert líka gestrisin og gerir ekki veður út af smámunum svo stundum get- ur það jaðrað við kæruleysi. Einkum geta börn og unglingar vafið þér um fing- ur sér. Þú ert áhyggjulaus og hress og þér virðist henta best að vinna með fólki, t.d. á sjúkrahúsum eða leikskólum. Mundu eftir að fara eftir innsæi þínu en ekki því sem aðrir segja. Gangi þér vel Steinunn. Vikan býður lesendum sínum að senda inn rithandarsýnishorn sem Steinunn Eyjólfs- dóttir rithandarsérfræðingur mun lesa úr. Handskrifið beiðni um að lesið verði úr rit- höndinni á blað, skrifið nafnið ykkar á annað, ólínustrikað blað og sendið okkur í umslagi. Heimilisfangið er: Vikan, Seljavegi 2,121 Reykjavík. MERKT: SKRIFT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.