Vikan


Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 56

Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 56
Lífsresmslusam Sorg í San Francisco Ég hunsaði varúðarmerkin I gegnum tíðina hef ég haft mikinn áhuga á öllu sem lýtur að handverki og listum en fram að 25 ára aldri var þetta hálf- gert fikt. Ég vann við skrifstofu- störf en notaði allar frístundir mínar til þess að sinna þessu áhugamáli mínu. Ég hafði ekki beinlínis fest mig við ákveðið svið en fékkst við ýmiss konar handverk eins og að prjóna skemmtilegar barnapeysur með mynstri sem ég hannaði sjálf og ég smíðaði allt milli himins og jarðar. Svo var ég nokkuð lið- tækur málari þótt ég segi sjálf frá. Vinkonurnar kölluðu mig „Föndru" í góðlátlegum tón. Mig langaði að reyna að koma mér á framfæri með listmuni mína en það var samt alltaf ein- hver beygur í mér og ég var hrædd um að það yrði jafnvel hlegið að mér. Kannski var hræðslan við að verða hafnað byggð á þeim veruleika að ég hafði enga fræðilega menntun á listasviðinu. A 25 ára afmæli mínu fór ég ásamt bestu vinkonu minni í stutta ferð til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til San Francisco. Við dvöldum í þeirri frjálslyndu og fjölskrúðugu borg í viku og skemmtum okkur mjög vel. Ég var mjög hrifin af San Francisco og komst að því að þar er blóm- legt og lifandi listalíf. Við kynntumst töluvert af fólki á okkar reki en Kaliforníubúar eru opnir og viðkunnanlegir. Okkur var meðal annars boðið á opnun á nýju, óhefðbundnu listagalleríi og ég var alveg í skýjunum yfir því. Það er mikil stemmning að vera viðstaddur slíka opnun og þarna hitti ég marga af sérkennilega og skemmtilega listamenn. Ég kynntist m.a. manni þetta kvöld sem átti eftir að vera mikill ör- lagavaldur í lífi mínu. Hann var búinn að vera að gefa mér auga frá því að ég kom inn og ég var upp með mér því hann var sérlega myndar- legur og sláandi líkur Mel Gib- son! Hann gaf sig fljótlega á tal við mig og, svo hallærislega sem það hljómar, þá var þetta ást við fyrstu sýn hjá okkur báðum. Við gleymdum stund og stað. Áður en við vissum af voru opnunargestir farnir að tínast út úr salnum og þá bauð hann mér og vinkonu minni út að borða sem við þáðum með þökkum. Vinkonu minni leist mjög vel á manninn, sem við skulum kalla Robert. Þegar við hittumst voru að- eins þrír dagar eftir af dvöl okk- ar í San Francisco en þeir urðu líkt og hveitibrauðsdagar hjá mér og Robert. Hann sagði mér að hann væri giftur en ég var svo blinduð af ást að það hafði lítilvæg áhrif á mig. f dag finnst mér ég hafa sýnt mikið dóm- greindarleysi með því að hunsa slík varúðarmerki. En við vor- um ástfangin upp fyrir haus og kveðjustundin úti á flugvelli var okkur þungbær. Við ákváðum að við skildum vera í bréfa- skriftum og hringjast á. Sambúðin hófst eftir þriggja daga kynni Um leið og ég kom til íslands hófust stöðugar bréfaskriftir okkar á milli og ég gat ekki hugsað um annað en þennan fallega og spennandi mann. Þegar í fyrsta bréfinu frá hon- um kom fram að hann væri að skilja við konuna sína og að hann vildi eyða ævinni með mér. Hann rak litla listmuna- verslun þarna úti og sagðist sannfærður um að hann gæti komið listmunum mínum á framfæri í búðinni. Ég var í sjö- unda himni og leyfði mér að sökkva mér ofan í dagdrauma mína og ástarhugleiðingar. Nokkrum vikum eftir heim- komuna komst ég að því að ég var ófrísk eftir Robert. Það gladdi mig ósegjanlega mikið og í barnaskap mínum taldi ég að þungunin væri merki þess að okkur væri ætlað að vera sam- an. Ég hringdi strax í hann og sagði honum fréttirnar. Hann grét af gleði í símanum og við ákváðum að láta slag standa og ég myndi flytja út til hans. Það tók mig u.þ.b. mánuð að segja upp vinnunni og ganga frá málum hérna heima. Vinkonur mínar og fjölskylda héldu að ég væri gengin af göflunum. Þeim fannst hneykslanlegt að ég skyldi fara alla leiðina til Kali- forníu, barnshafandi, til þess að hefja sambúð með manni sem ég hafði þekkt í þrjá daga. Samt tókst mér með lagni að ná flest- um í kringum mig á flug með mér og fá þá til að samgleðjast mér. Þegar ég steig upp í flug- vélina á vit ævintýranna og til mannsins sem ég þráði að vera með, var ég mjög hamingjusöm. Ég fór með tvær ferðatöskur fullar af munum sem ég hafði búið til sjálf og ætlaði að selja í versluninni hans Roberts. Robert bjó í lítilli en sætri íbúð sem hann hafði tekið á leigu eftir að hann flutti út frá eiginkonu sinni og tveimur börnum. Það fór mjög vel um okkur og fljótlega var hið dag- lega líf komið í fastar skorður. Mér tókst að selja þónokkuð af „föndrinu" mínu og var flesta daga að vinna í búðinni. Robert var með mér fyrst um sinn á meðan hann var að setja mig inn í verslunarreksturinn en svo fór hann að sinna söfnun list- muna í mun meira mæli en áður og þá sá ég ein um búðina á meðan. Lífið var ósköp ljúft, meðgangan gekk eins og í sögu og samband okkar Roberts blómstraði. Mér fannst stund- um svolítið undarlegt hversu vel allt gekk miðað við það hversu lítið við höfðum þekkst fyrir og við bæði ynnum og byggjum saman. Allt þetta eftir aðeins þriggja daga kynni. Þegar ég var komin sjö mán- uði á leið fór ég að verða þess vör að Robert svaf mjög lítið og stopult. Hann sagðist hafa áhyggjur af verslunarrekstrin- um og afkomu okkar þegar barnið kæmi í heiminn. Ég skildi ekki áhyggjur hans því ég vissi fyrir víst að verslunin gekk mjög vel. Hins vegar fór fljót- lega að bera á því að sjaldnast voru til peningar til þess að greiða helstu reikninga og við vorum komin í skuld með leig- una á íbúðinni en húsaleiga í San Francisco er mjög há. Ro- bert sá hins vegar alfarið um heimilisbókhaldið og ég reyndi að hugsa sem minnst um þetta. Maðurinn minn gjörbreyttist Um vorið fæddist okkur drengur og það var dásamleg upplifun. Ég naut þess að vera móðir og tók drenginn oft með mér í verslunina en hann var mjög rólegt og þægilegt barn. Eins fór ég oft í gönguferðir 56 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.