Vikan


Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 11

Vikan - 09.11.1999, Blaðsíða 11
Þau fóru hins vegar inn og leit- uðu bókarinnar og fundu. Bradlee segir að kona hans hafi gripið andann á lofti þegar hún las berorðar lýsingar systur sinnar á ástarleikjum hennar og forsetans. Átti að brenna bókina? Bradlee segir að nafn Johns F. Kennedys hafi aldrei verið nefnt en augljóst við hvern var átt en hann fullyrðir að Tony og hann hafi ekki vitað hvers vegna svo mikilvægt var að koma dagbókinni undan. Hann forðast að tiltaka nákvæmlega hvað sagt var en segir að þeim hafi fundist þau illa svikin af manninum sem hafði vakið svo mikla aðdáun hjá þeim. Þá var ekki á allra vitorði eins og nú hverslags kvennabósi þessi 35. forseti Bandaríkjanna var. Auk þess voru þau undrandi á hversu vel skötuhjúunum hafði tekist að halda sambandi sínu leyndu. Bradlee lýkur frásögn sinni á því að segja að Anne Truitt hafi fullyrt að Mary vildi að dagbókin yrði brennd. Bradlee hjónin ákváðu að af- henda Angleton bókina í því skyni að hann fargaði henni og þá vaknar sú spurning í hugum flestra hvers vegna brenndu þau hana ekki sjálf ef það var vilji nýlátinnar systur frú Brad- lee? Benjamin Bradlee segir að kona hans hafi mörgum árum seinna spurt Angleton hvað hann hafi gert við bókina og hann þá viðurkennt að hafa hana enn í sínum fórum. Hann hafi þá að hennar beiðni afhent henni dagbókina aftur og hún brennt hana að viðstöddum vini þeirra hjóna. Bradlee segist ekkert skilja í því að Angleton hafi ekki gert eins og hann var beðinn eða eyðilagt bókina. Hann segir ennfremur að sér hafi aldrei verið fullljóst hvort Angleton leitaði bókarinnar að beiðni CIA eða vegna þess að kona hans Cicely hafi beðið hann um það. Því miður fást aldrei svör við þessum spurningum því Angleton dó árið 1987 en bæði Cicely og Anne Truitt hafa Joliii F. Kennedy í afslöppun í Hyannis I’nrt með að hnýs- ast í slíkt. Þeir sem trúaðir eru á samsæri benda á að Benjamín Bradlee hafi verið reyndur blaðamaður og harður talsmaður þess að sannieikur- inn sé sagna bestur í hverju máli eins og berlega kom í ljós þegar hann og blað hans af- hjúpuðu Watergate hneykslið. Hvers vegna var hann þá tilbú- inn til að eyðiieggja plagg sem hlaut að hafa sögulegt gildi? Var hann að hlífa John F. Kenn- edy með því að hindra að heim- urinn kæmist að kvennafari hans meðan hann hlífði Nixon í engu? Cicely Angleton og Anne Truitt segja að vinkona þeirra hafi alls ekki viljað að dagbókin væri eyðilögð hún hafi þvert á móti Iagt áherslu á það að hún yrði geymd í ör- uggri vörslu. Að lokum má nefna að Leo nokkur Damore tók sér það fyrir hendur að skrifa bók um morðið á Mary og fullyrti að hann vissi hver hefði drepið hana. Hann hafði áður skrifað merka bók um Chappaquidick slysið þegar Edward Kennedy keyrði út af brú og varð valdur að dauða ungrar stúlku Mary Jo Kopechne. Hann fullyrti í viðtali að morðið á Mary Meyer bæri öll einkenni þess að hafa verið framið af atvinnu- manni. Hann sagði ennfremur að John F. Kennedy hafi verið ákveðinn í að skilja við Jackie og giftast Mary þegar tíma hans í Hvíta húsinu lyki. En hann lauk aldrei við bók sína. í októ- ber 1995 framdi hann sjálfs- morð í þunglyndi vegna skiln- aðar síns og eiginkonu sinnar (eða svo var talið; samsæris- kenningar segja annað.) Benjamin Bradlee segist ekki skilja hvers vegna Cicely Angleton og Anne Truitt minn- ast atburðarásarinnar við leit- ina að dagbókinni allt öðruvísi en hann. Hann bendir á að sennilega verði aldrei að fullu upplýst hvort Crump drap Mary eða ekki en hvers vegna hefði CIA átt að bíða nokkrar vikur frá morði forsetans með að drepa mágkonu hans ef dag- bókin geymdi leynilegar upp- lýsingar? Hann segir dauða Mary eins farið og morðinu á Kennedy að vilji menn trúa að um samsæri hafi verið að ræða þá finni þeir sannanir til að styðja þær kenningar. mótmælt harðlega frásögn Bradlees af þessum atburðum. Þær segja Mary aldrei hafa beð- ið um að dagbókin yrði eyðilögð heldur aðeins að Angleton tæki hana og geymdi á öruggum stað ef eitthvað kæmi fyrir sig. Þess vegna segist Anne hafa hringt í hann frá Tokýó og beðið hann að fara til að sækja dagbókina. Hún segist hafa þurft að leita Angleton uppi og fundið hann á heimili Bradlee hjónanna þar sem hann var staddur til að votta þeim samúð sína vegna ótímabærs láts systur frúarinn- ar. Þau hjónin hafi aðeins blandast í málið vegna þess að Angleton sagði þeim af tilvist dagbókarinnar þegar hann kom úr símanum. Þau hafi síðan ákveðið að fara með honum að leita hennar og Tony Bradlee hafi fundið hana innan um ein- hverja pappíra sem hún afhenti Angleton og bað hann að eyði- leggja. Angleton hafi eyðilagt pappírana en geymt dagbókina. Stóra spurningin sem menn spyrja sig í dag er hvort Mary Pinchot Meyer hafi raunveru- lega beðið um að dagbókin yrði eyðilögð eða hvort það sé eitt- hvað sem ættingjar hennar tóku upp hjá sjálfum sér? Auðvitað opnar sú staðreynd að dagbók- in er ekki lengur til leið fyrir alls konar vangaveltur um efni hennar. Samsæriskenninga- smiðir vilja gjarnan trúa að í henni hafi Ieynst upplýsingar um samsæri að baki morðinu á Kennedy en aðrir trúa að á ferðinni hafi eingöngu verið lýs- ingar ástfanginnar konu af sam- vistum við elskhuga sinn. Hafi svo verið á heimurinn ekkert Vikan 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.