Vikan


Vikan - 11.01.2000, Qupperneq 39

Vikan - 11.01.2000, Qupperneq 39
 Gunnar og Halla við sóniabátinn scm Gunn- ar gcrir út hluta ársins. Þá fcllur það í hlut Höllu að sitja við tvær sauniavclar til skiptis. Einungis brut af því scm Gunnar ug Halla cru að gcra. IJtsauniur í handklæði ug skyggnishúfu sem ug llíshúfu sauniaða af Hiillu. Tilviljun eins og svo margt annað Þau hjónin segja frá því að þau ráku nýlenduvöruverslun á Reyðarfirði í 18 ár, í húsinu sern þau búa og hýsir nú saumastof- una og um átta ára skeið hafi þau rekið bakarí samhliða verslunarrekstri sem þau hafi byggt upp frá grunni. Þau héldu því áfram rekstri bakarísins þegar þau lokuðu versluninni og bökuðu því brauð og kökur í 12 ár ofan í íbúa Reyðarfjarðar en þá tók trillusjómennska við hjá Gunnari og Halla var á milli starfa. Á þeim tíma sat hún ör- lítið við saumavélina en það varð til þess að vinkona þeirra hjóna hvatti hana til að hefja saumaskap á flísfatnaði. Halla var vön saumaskap og hafði alltaf haft gaman af honum og þannig að vinkonan var tekin á orðinu. Gunnar og Halla duttu því inn í saumaskapinn fyrir algera tilviljun eins og þau segja sjálf en sala á fimm flíspeysum á úti- markaði um verslunarmanna- helgi fyrir þremur árum var upphafið að miklu stærra verkefni sem í dag tekur , allan þeirra tíma. En þó ekki alveg allan því Gunnar ger- ir út sómadagbát hluta ársins og þá fellur það í verkahring Höllu að sitja við \ tvær saumavélar til skiptis, aðra til að sauma flísfatnaðinn og hina til að sauma út. Saumavél á góðu jeppaverði Útsaumsvélin er engin smá- smíði og sýnishorn af því sem þar hefur verið gert vitnar ein- ungis um brot af því sem hægt er að sauma. „Saumavélin var á góðu jeppaverði,“ eru orð Gunnars þar sem hann situr við vélina og saumar blómamynst- ur og nafn í handklæði. „Enda köllum við hana jeppann okk- ar.“ Halla vill helst ekki koma nálægt útsaumsvélinni þar sem hún hefur það mikið að gera við að sauma flísfatnaðinn. Margir takkar, stór skjár, tölvu- tenging og notkun forrita kalla líka á tíma til að setja sig inn í allt það sem vélin hefur upp á að bjóða. Gunnar brasar mikið í kring- urn vélina og nýlega fékk hann nýtt forrit í hana sem fjölgar enn frekar möguleikum á út- saumi. Nöfn, blórn. dýr og menn í óteljandi myndum geta birst í rúmfötum, handklæðum, húfum, fatnaði, baðsloppum og diskaþurrkum svo eitthvað sé nefnt. „Það er lygilegt hvað vél- in getur gert en mér finnst nú skemmtilegra að fiska en sitja við saumavélina," segir hann hógvær og konan hans brosir bara að honum. Halla segir að þau saumi ein- göngu eftir pöntunum og ekki vinnist tími til að sauma fyrir verslanir þrátt fyrir hjálp sem þau fái við saumaskapinn á álagstímum. „Við hittum á góða atvinnugrein á sínum tíma og vorum bara ótrúlega heppin að detta inn í þetta. Við höfum nánast ekkert þurft áð auglýsa okkur og við verðum vör við áhuga fólks á okkar vinnu en um fimm hundruðmanns hafa heimsótt heimasíðuna okkar á internetinu frá því í apríl. Við sem héld- um fyrsta árið að handklæði gengju ekki endalaust!" Vikan 39 Gunnar og Halla láta sér fátt fyrir brjósti brenna. í þrjú ár hafa þau setið við sauma og óhætt er að segja að hafi mælst vel fyrir. Að koma inn á saumastofuna þeirra sannar að þau hafa mikið að gera því strangar af flísefn- um hylja heilan vegg og hillur eru þaktar af handklæðum og ýmsu öðru sem saumað er út í.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.