Vikan


Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 6

Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 6
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: Sigurjón Ragnar Beislið tók við af boltanum Einar Bollason var ákaflega vinsæll körfuknaltleiksmaður hér á árum áður. Þegar hann lagði boltann á hilluna fann hann sér fljótt nýtt áhugamál sem hefur svo sannarlega undíð upp á sig. Hestamennskan heillaði Einar og fjölskyldu, og áður en langt um leið var fjölskyldan farin að nota allar lausar stundir til að sinna ferfættu vinum sínum. Aðeins nokkrum árum eftir að hau byrjuðu í hestamennskunni voru hau komin á kaf í fyrírtækjarekstur tengdan hestum. Einar tekur á móti blaðamanni í glæsileg- um húsakynnum hestamiðstöðvarinnar sem var tekin í notkun nú fyrir skömmu. Að sögn Einars er ætl- unin að gera þetta að algjörri úti- vistarparadís þegar byggingin verður fullkláruð. Sólskáli og sól- pallur eru meðal þess sem verið er að leggja lokahönd á um þess- ar mundir. Heitir pottar og bún- ingsklefar eru svo á dagskrá næsta árs. Þrátt fyrir að vera ekki gam- alt fyrirtæki í árum talið, hafa Is- hestar náð gífurlega miklum vin- sældum meðal erlendra ferða- manna. En hver er sagan á bak við það? Sögu Ishesta má rekja austur fyrir fjall, nánar tiltekið í Miðdal við Laugarvatn en þar var upp- „Víð förum inn á hið fræga Eyja- bakkasvæði í ferðinni og mér fannst lengí vel að víð ættum bað bara ein. Ég man aldrei nokkurn tímann eftir að hafa séð sálu barna á svæðinu bar til allt í eínu að helmingur íslensku blóðarinnar uildi eignast bað.“ haflegt aðsetur fyrirtækisins. Ferðirnar yfir Kjöl urðu strax mjög vinsælar og smám saman jókst vöxtur fyrirtækisins. „Kjalarferðirnar hafa löngum verið vinsælustu ferðirnar þótt framboð á ferðum hafi aukist til muna. I dag er svo komið að við bjóðum upp á 13 langar hesta- ferðir yfir sumartímann með samtals 62 brottförum auk fjölda ferða sem verða í tengslum við landsmót hestamanna í Reykja- vík. Allt árið um kring er boðið upp á dagsferðir og styttri ferð- ir.“ Af hverju fóruð þið upphaf- lega að bjóða upp á hálendisferð- irnar? „Eg var búinn að þvælast víða eftir að ég fékk hestabakteríuna. Um leið og ég byrjaði í hesta- mennskunni fékk ég áhuga á há- lendinu og ég fór í margar ferðir með einum af frumkvöðlunum, sem var Sveinn Jóhannsson heit- inn, á Varmalæk í Skagafirði. Þar með fengum við hjónin bakterí- una. Þetta vatt fljótlega upp á sig og það má segja að Ferðamála- ráð og Flugleiðir hafi ýtt svolítið á okkur að hefja reksturinn á fyr- irtæki sem biði upp slíkar ferðir." Hélt ég ætti Eyjabakkana aleínn Áttu þér sjálfur uppáhalds- ferðir eða -staði á hálendinu? „Mér finnst voðalega erfitt að þurfa að gera upp á milli þeirra. Hver ferð hefur sinn sjarma. Eg er sennilega búinn að fara oftar en fjörtíu sinnum yfir Kjöl en hef alltaf jafngaman af því. Eg sé alltaf nýja hluti í hverri ferð. Egilsstaðaferðin okk- ar er líka óskaplega sjar- merandi ferð. Þetta er svo fáfarið svæði að maður sér enga aðra ferðamenn. Við förum inn á hið fræga Eyja- bakkasvæði í ferðinni og mér fannst lengi vel að við ættum það bara ein. Eg man aldrei nokkurn tím- ann eftir að hafa séð sálu þarna á svæðinu þar til allt í einu að helmingur íslensku þjóðarinn- ar vildi eignast það. Því er ekki hægt að neita að Eyjabakkarnir eru mjög sérstakir en fæst af þessu fólki sem stóð fyrir barátt- unni hefur séð þá í réttu ljósi. Að koma frá Snæfellinu, í gegnum Þjófadal og líta yfir Eyjabakkana og jökulinn um leið, þetta er áhrifamikil sjón sem er sjaldséð hér á íslandi. Ég er auðvitað mjög hamingjusamur með að þeir fái að halda sér. Þessi ferð er reyndar uppseld í sumar en ég hef enga trú á að þessi umræða um Eyjabakkana hafi þar áhrif, ég held að farþeg- arnir séu allir útlendingar. Snæ- fellsnesið á líka stóran sess í mín- um huga. Ég er ættaður af vest- Vikan an, frá Flatey á Breiðafirði í móð- urætt og ísfirðingur og Dýrfirð- ingur í föðurætt. Snæfellsnesið er líka sérstakt. Þar er þessi magn- aða fjörureið í Löngufjörunum. Þetta eru vinsælustu ferðirnar hjá íslendingunum en þeir hafa ver- ið svona tvö prósent þátttakenda á undanförnum árum en í ár slá þeir öll met og nálgast fimm pró- sentin." Lágt hlutfall fslendingana í ferðum ykkar hljóta að vekja upp þær spurningar hvort við kunn- um virkilega ekki njóta þess sem landið býður upp á? „Ég held að meginástæðan sé sú hugsun að íslendingar eru ekki tilbúnir að greiða fyrir þessa þjónustu. Þeim finnst að hálend- isferðir eigi nánast að vera ókeypis. Það er eins og þeir geri sér ekki grein fyrir hvað er inni- falið í verðinu á ferðunum en þeir fá allt upp í hendurnar, hesta, leiðsögn, fæði, allar gistingar, hlífðarföt og svefnpoka." Fjölhæfir fararstjórar Nú vinnið þið með verktökum víða um land í sambandi við há- lendisferðirnar. Hvernig hefur tekist að samræma kröfur og gæðastaðla hjá þessum aðilum? „Það hefur gengið mjög vel. Allir þessir aðilar verða að upp- „Hver ferð hefur sinn sjarma. Eg er sennilega bú- inn að fara oftar en fjörtíu sinnuni yfir Kjöl en hef alltaf iafngaman af því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.