Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 55
og dögum meðgöngunnar eru
þær gjarnan settar í svokallaðan
mónitor sem er tæki sem mælir
hjartslátt barnsins. Meðgöngu-
eitrun hefur þau áhrif á fylgjuna
að fóstrið fær minni næringu en
ella. Þess vegna þarf að fylgjast
sérstaklega vel með vexti og
þroska fóstursins eftir að sjúk-
dómurinn greinist.
í einstaka tilfellum er lyfjum
beitt til að lækka blóðþrýsting
móðurinnar, sérstaklega ef langt
er liðið á meðgönguna. Haldi
einkennin áfram að versna og
fóstrið sýnir merki um að það sé
farið að verða fyrir áhrifum af
eitruninni þarf að setja fæðing-
una af stað eða taka barnið með
keisaraskurði. Ef þetta gerist fyr-
ir 36. viku er hætt við að barnið
verði fyrirburi.
Kona sem greinist með með-
göngueitrun á 36.-38. viku en er
ekki með alvarleg einkenni er
ekki látin ganga með barnið fram
yfir áætlaðan fæðingardag, sem
miðast alltaf við fjörtíu vikna
meðgöngu. Fæðing er framköll-
uð í kringum þá dagsetningu á
meðan heilbrigðar konur eru oft
látnar ganga með tvær vikur fram
yfir áætlaðan dag.
Sjúkdómur með sögu
Meðgöngueitrun er einn elsti
meðgöngusjúkdómurinn sem
þekkist og þekkingin á hegðan
hans og einkennum eykst sífellt
þótt enn hafi ekki fundist lækn-
ing við honum né ljóst sé af hverju
hann blossar upp. Hér á landi er
nú unnið að viðamikilli rannsókn
á tilurð og faraldsfræðilegum þátt-
um þessa sjúkdóms. Reynir
Tómas Geirsson, prófessor á
Kvennadeild Landspítalans, er í
forsvari rannsóknarhópsins sem
vinnur í samstarfi við íslenska
Erfðagreiningu. Gert er ráð fyrir
að rannsóknin taki fimm ár og því
mun verða mjög forvitnilegt að
fylgjast með niðurstöðum henn-
ar að þeim tíma loknum.
Ekki alls fyrir löngu birtust til-
gátur erlendra sérfræðinga um að
hugsanlega gæti kalkgjöf dregið
úr hættunni á meðgöngueitrun.
Tekið skal fram að þetta er ein-
ungis tilgáta og engar vísindaleg-
ar sannanir til sem hægt er að tefla
fram um að kalkið sé fyrirbyggj-
andi. Að sjálfsögðu þurfa allar
þungaðar konur á kalki að halda
og mælt er með að þær neyti
a.m.k. 1.0 g. af kalki daglega.
Þegar barnshafandi kona
greinist með meðgöngueitrun
ber henni að taka því alvarlega
og vera dugleg að hvfla sig allt frá
fyrsta degi. Alltof margar konur
halda áfram að hamast og sinna
daglegum heimilisstörfum þrátt
fyrir að ýmis teikn séu á lofti, sbr.
blóðþrýstingurinn hækkar og
þær fara að fá bjúg. Aðstandend-
ur þurfa líka að gera sér grein fyr-
ir að þetta getur orðið alvarleg-
ur sjúkdómur sé ekkert að gert
og það er nauðsynlegt að gefa
barnshafandi konum sem eru
komnar með einkenni með-
göngueitrunar eins mikla hvfld
og þær þarfnast.
M a r I r ö
g fékk væga meðgöngueitrun þegar ég
gekk með eldra barnið mitt. Blóðþrýst-
ingurinn hækkaði síðustu dagana og
eggjahvítuefni voru í þvaginu. Ég tók því ró-
lega heima í nokkra daga en svo kom að því að
ég missti ég vatnið en svo gerðist ekkert meira
og því þurfti að framkalla fæðinguna með lyfj-
um. Ég var umvafin slöngum og mér leið eins og
tjóðruðum kálfi í fæðingunni en hugsaði ekki
út í það hvað ég fór á mis við fyrr en eftir fæð-
inguna.
Mig langaði að upplifa fæðinguna á sem eðli-
legastan hátt og hafði því samband við ljósmæð-
urnar hjá MFS þegar ég varð ófrísk að næsta
barni. Þær tóku vel á móti mér og ég lagði mig
fram við að gæta að heilsunni alla meðgöng-
una, vitandi af hættunni að ég gæti aftur fengið
meðgöngueitrun. Ég fann ekki fyrir neinum ein-
kennum framan af, blóðþrýstingurinn var samt
frekar hár alla meðgönguna en samt ekkert til
að hafa áhyggjur af. Þegar ég var komin á 38.
viku meðgöngunnar fóru ýmis merki um sjúk-
dóminn að skjóta upp kollinum. Eggjahvíta
fannst í þvaginu, blóðþrýstingurinn var orðinn
alltof hár og ég komin með bjúg. Ég var búin
að vera dugleg að passa mig, maðurinn minn bú-
inn að dekra við mig mánuðunt saman og dótt-
ir mín orðin sex ára og sjálfbjarga að miklu leyti.
Ég fékk að halda áfram í MFS kerfinu en lækn-
irinn fylgdist með mér. Eitt kvöldið hélt ég að
nú væri stundin runnin upp, ég var með svo
mikla verki en samt voru þetta ekki réttu
verkirnir þannig að ég hringdi í ljósmóðurina
mína. Henni fannst eitthvað athugavert við líð-
an mína en sagði að ég væri áreiðanlega ekki
að fara í fæðingu. Við hittumst á sjúkrahúsinu
og þá kom í ljós að ég var með mjög háan
blóðþrýsting og mældist með mjög hátt magn
af eggjahvítu í þvagi. Ég var lögð inn á með-
göngudeild um leið.
Ég gat ekki lengur verið í MFS kerfinu og mér
fannst einna erfiðast á meðan ég lá inni á með-
göngudeildinni hvað ég hræddist þennan sjúk-
ð á m e
dóm. Enginn sagði mér neitt og ég þurfti að
ganga á eftir læknum til að fá upplýsingar um
hvað væri að gerast í líkamanum á mér. Hjúkr-
unarfólkið og ljósmæðurnar voru samt yndisleg-
ar í einu orði sagt og eiga ekkert nema hrós
skilið fyrir alla þá hlýju og umhyggju sem þær
sýndu mér og öðrum konum á deildinni.
Hendurnar eins og nálapúði
Mér leið frekar illa á meðan ég lá inni. Ég
var með stöðugan höfuðverk, ég á það til að fá
mígreniköst og ég fékk nokkur slík á sjúkra-
húsinu. Blóðþrýstingurinn hækkaði stöðugt og
á þriðja degi var heilmikil rekistefna hjá lækn-
unum um hvað ætti að gera við mig. Fyrst átti
að setja mig af stað en þá kom í ljós að barnið
var sitjandi og því ákveðið að bíða aðeins leng-
ur. Morguninn eftir var reynt að snúa barninu í
rétta höfuðstöðu og ef það tækist átti að gefa
mér lyf og koma fæðingu af stað. Það segir sig
sjálft að mér fannst þetta skelfileg staða. Ég
var búin að missa alla stjórn á því hvernig ég
rnyndi fæða barnið og læknarnir undirbjuggu
mig undir það versta. Þeir sögðu að ef blóðþrýst-
ingurinn hækkaði enn frekar þyrfti ég að fara í
bráðakeisaraskurð en þeir vildu byrja á að láta
mig reyna að fæða eðlilega. Búið var að panta
svokallað „dripp“ til að koma fæðingunni af stað
og á meðan ég gekk inn á fæöingarstof'u fannst
mér ég vera að fá hríðarverki. Ég hafði óskað
mér einskis frekar en að gera fætt með eðlileg-
um hætti en var löngu búin að gefa upp þá von.
Verkirnir ágerðust hratt en á fæðingardeildinni
voru allir mjög rólegir enda var bara beðið eft-
ir lyfjum og læknum. Tveir hjúkrunarnemar
æfðu sig að festa nálar í hendurnar á mér og voru
ósköp klaufskir. Þegar ég spurði af hverju hend-
urnar á mér væru eins og nálapúðar, sögðu þær
stöllur að þetta þyrfti að gera til að hægt væri
að sprauta mig niður í fæðinginni, þ.e. gefa mér
lyf ef ég fengi fæðingarkrampa. Ég viðurkenni
fúslega að mér leið ekki vel á þessari stundu.
Verkirnir ágerðust sífellt og ég mátti rölta um
ð g ö n g u
enda bjóst enginn við að ég væri að fara í fæð-
ingu. Ég bað ljósmóðurnema að kalla í lækni því
ég héldi að það væri eitthvað að gerast.
Fullkomin fæðing
Loksins þegar læknirinn kom, var hann vand-
ræðalegur og tilkynnti að ég væri bara að fara
að fæða innan stundar. Hann þyrfti að stökkva
frá en ætlaði að koma eftir smá stund. Sonur
minn lét ekkert bíða eftir sér heldur fæddist með
eins eðlilegum hætti og hugsast getur, fimm mín-
útum síðar. f öllum hamagangum gleymdist að
fylgjast með blóðþrýstingnum og engum datt í
hug að athuga hann fyrr en MFS ljósmóðirin
mín kom að heilsa upp á okkur. Blóðþrýsting-
urinn var þá kominn niður í 120/80. Fylgjan var
mjög slitin og barnið létt, miðað við að fæðast
eftir rúmlega 39. vikna meðgöngu. Að geta fætt
með fullkomlega eðlilegum hætti, án verkjalyfja
og annarra ígripa var mikill sigur í mínum huga
og hinn fullkomni endir. Ég var búin að sætta
mig við vera viljalaust verkfæri, uppdópuð af
lyfjum og jafnvel á leið í keisarauppskurð. Gleð-
in yfir því að fæða eðlilega var enn meiri sök-
um þess.
Blóðþrýstingurinn rauk aftur upp þegar
mjólkin kom og ég hef átt í nokkrum erfiðleik-
um með að ráða við hann síðan. Þegar sonur
rninn var nfu mánaða átti að setja mig á lyf við
blóðþrýstingnum en sem betur fer þurfti þess
ekki þegar til kom því þrýstingurinn lækkaði aft-
ur. Barnið er að verða tveggja ára og blóðþrýst-
ingurinn rýkur ennþá upp öðru hverju. Ég finn
það orðið sjálf þegar þrýstingurinn er orðinn
of hár en ég tek ekki nein lyf. Læknarnir fylgj-
ast samt vel með mér og hafa sagt mér að trú-
lega verði ég að sætta mig við að eiga á hættu
að fá hækkaðan blóðþrýsting á álagstímum, það
sem eftir er og eins að ég þurfi trúlega að fara
á blóðþrýstingslækkandi lyf fljótlega. Langvar-
andi blóðþrýstingshækkun hjá mér er talin bein
afleiðing meðgöngueitrunarinnar en það er þó
sem betur fer afar sjaldgæft.
Vikan
55