Vikan


Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 51

Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 51
ir (til dæmis er verslun með steina inni í gamalli námu), veitingastaðir (sem einungis selja „heimilismat"), sýning- ar, handverksverkstæði (þar sem handverksmenn eru að störfum við járnsmíði, út- skurð, bútasaum, sultugerð og annan séramerískan hand- verksiðnað) og margt, margt fleira. Lögð er áhersla á heimilislega og vinalega heild, eins og gesturinn sé hluti af stórri fjölskyldu sem eins og út úr myndinni Back to the Future. Stöðugt er bætt við garðinn, í ár voru reistir margra hæða trjákofar fyrir krakkana til að klifra í og vatnsbyssur á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum (aðeins fyrir börnin). Vorið 2001 verður opnaður stór vatnsskemmtigarður með alls kyns rennibrautum, vatnsrússibönum og öðrum leiktækjum þar sem vatn kemur við sögu. Ekki veitir (■arðiirinii er allur Iiiiin glæsilegasli og í skeiuiiitileg uin villlaveslurs- og siiður- ríkiaslíl. Dolly hel'ur sett ii|>|> þriggja Ineúa tréluis fyrir hiirnin. vöru villtavestursbófar (reyndar afspyrnu heimskir) sem segja „stick 'em up“ við gesti og gangandi. Þeir lauma sér einnig með í lestarferð um svæðið og upp í lítinn dal þarna fyrir ofan og reyna að ræna lestina. Lestin er knúin af 150 ára gamalli, kolakyntri eimreið sem fengin var frá Yukonfjöllunum í Alaska og gerðupp. A venjulegumdegi eyðir hún 5 tonnum af kolum og 50.000 gallonum af vatni. Ferðalag lestarinnar um dal- inn er kryddað sögum úr frumkvöðlalífi svæðisins og hefur verið komið fyrir upp- stillingum hér og þar. Bjálka- sveitabær með útikamri og snúrur með þvotti á, sveitalubbar (hillbillies) á ferð, jafnvel ólögleg brugg- stöð í skóginum, allt er þetta til að auka á skemmtun fólks. Lestarstjórinn lætur alla í lest- inni veifa til þeirra sem ekið erframhjáogkalla „Howdy“. Allt hin besta skemmtun. Garðurinn er byggður upp sem heimilislegt sveitaþorp, með húsum í villtavest- urs/suðurríkjastíl og í þeim eru verslanir, minjagripabúð- hann eignast er hann kemur á staðinn. Svæðið er allt mjög snyrti- legt, skreytt blómum og trjám og gosbrunnar eru á öllum torgum. I blómabeðum eru minningarskilti um látna kán- trítónlistarmenn og þægileg tónlist hljómar í hátalarakerf- um. Allt starfsfólk er klætt í gamla búninga sem hæfa því starfi sem þeir sinna; lestar- stjórar í tilheyrandi búning- um, sölukonur í fínum kjólum frá því um 1900 og götusölu- menn í hvítum skyrtum, rönd- óttum vestum og með strá- hatta. I hluta garðsins hefur ver- ið sett upp eftirmynd miðbæj- ar frá sjötta áratugnum. Gamlir bflar á götunni, veit- ingastaðir og umhverfi er allt af því á þessu svæði, þar sem hitinn getur farið upp í 35-38 gráður frá miðjum júní og fram í september. Garðurinn er að sjálfsögðu með heimasíðu á internetinu, slóðin er www.dollywood .com ef einhverjir vilja kynna sér þennan stórsniðuga garð betur, og fyrir þá sem vilja líta á staðinn þá tekur einungis 6 klukkustundir að keyra þang- að frá Baltimore og 30 mínút- ur frá Knoxville. Til að kór- óna allt eru bæirnir þrír af- skaplega fallegir, mikið við að vera fyrir ferðamenn, fjörugt næturlíf og einnig mjög hagstætt að versla í þeim fjöldamörgu verslunar- miðstöðvum og verksmiðju- sölum sem þar hafa byggst upp undanfarið. Svo er svæð- ið líka fallegt, skógi vaxið fjalllendi með ógrynni göngu- leiða fyrir þá sem vilja. Bæ- irnir eru líka með heimasíð- ur á netinu: www.pigeonfor- ge.com, www.gatlinburg.com, www.smokymountains.com. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.