Vikan


Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 25

Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 25
Þart þurt'ti ckki inik- ió til aó ■‘k-ója liaim líerji|>ór Pálsson siiiij>vara |iej>ar liann var liarn. (.ler kúla nr apótekinn var allt seni |)iirl'ti. „Lítið er ungs manns gaman' er málsháttur sem á vel við Berg- öór Pálsson söngvara. Málshátturinn merkir að ekki hurfi mikið tíl að gleðja barnshjartað. Lítil börn geta nefnílega verið himinlif- andi yfir gjöfum sem heím eldri finnast kannski ómerkilegar og lítíls vírðí. Berghór Pálsson man vel eftir lítilli gjöf sem hann fékk í apóteki begar hann var lítil drengur og gladdi hann mjög. „Auövitað hef ég fengið margar góðar gjafir um ævina en án þess að hugsa mig of lengi um man ég fyrst eftir lítilli gjöf sem ég fékk þeg- ar ég var fimm ára. Ég fór með mömmu minni í apótek í Fischersundi og þar sá ég litla gler- kúlu með karli ofan á sem mér fannst ofsa- lega flott. Ég hef sennilega látið aðdáun mína á gripnum í Ijós því konan í apótekinu rétti mér kúluna og sagði að ég mætti eiga hana þar sem að hún væri aðeins gölluð. Ég var svo glaður og hissa að ég bara gapti. Mér fannst þetta ákaflega góð gjöf og kann þessari konu bestu þakkir fyrir glerkúluna," segir Bergþór hlæjandi. Bergþór segist aldrei hafa fengið gjafir sem hann hafi verið svekktur yfir eða óánægður með, enda hafi hann sennilega ekki haft nein- ar sérstakar væntingar eða kröfur varðandi gjafir. ,,Ég hugsa að kröfurnar séu meiri í dag en þær voru þegar ég var barn og unglingur. Ég man til dæmis að stærsta fermingargjöfin mín var skrifborð sem ég var mjög ánægður með og svo fékk ég líka góða ermahnappa sem ég nota stundum ennþá þegar ég er að syngja." Heimatilbúnar gjafir Bergþór segist ekki eiga í neinum vandræð- um með að kaupa gjafir handa vinum og vandamönnum og er hann því sennilega ekki einn af þeim karlmönnum sem hlaupa örvænt- ingarfullir á milli verslana í leit að hinni einu réttu gjöf réttfyrir hádegi á aðfangadag. Aðspurður um hvort hann muni eftir einhverri sérstakri gjöf sem hann hefur gefið og vakti mikla lukku hjá þiggjandanum segir Bergþór: „Ég man að minnsta kosti eftir einum jólum þegar ég var námsmaður í útlöndum þá tók- um við okkur til og bjuggum til allar jólagjafir handa fjölskyldunni sjálf upp úr einhverri danskri handverksbók sem við keyptum. Við bjuggum til lyklastatíf og myndir, svo eitt- hvað sé nefnt. Það var ákaflega gaman að gefa þessar gjaf ir og ég held að viðtakendunum hafi þótt gaman að fá þær.“ Bergþór segist eiga við það vandamál að stríða að hann muni aldrei hvað hann langi í þegar fólk sé að spyrja hann að því hvers hann óski sér í afmælisgjöf eða jólagjöf. „Ég er yfirleitt alltaf alveg tómur þegar líður að afmælinu mínu eða jólunum og ég erspurð- ur að því í hvað mig langi. Samt veit ég vel að það er ýmislegt sem mig langar í en ég man það bara ekki á slíkum stundum. Þess vegna held ég að það sé mjög sniðugt að eiga litla minnisblokk einhvers staðar ofan í skúffu þar sem maður getur skrifað niður yfir allt árið ef maður man eftir einhverju eða sér eitthvað sem mann vantar eða langar í.“ Sennilega er þetta mjög gott ráð hjá Bergþóri sem getur komið í veg fyrir óþarfa „gjafahausverk" hjá mörgum karlmönnum og sumum konum á örlaga- stundu. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.