Vikan


Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 26

Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 26
 Æ sér gjöf til gjalda Vigfús viðurkennir fúslega að eiginkona hans sé mun færari að kaupa gjafir heldur en hann og hann eftirláti henni því að mestu leyti öll slík kaup. Hann segist þó kaupa sjálfur gjafir handa eiginkonunni en njóti aðstoðar og ráða frá dætrum sínum sem séu orðnar fullorðnar. „Já, það er mjög gott að geta leitað til þeirra, þær eru oft mikið flínkari við þessa hluti en ég.“ Vigfús segir að að sjálfsögðu hafi þau hjónin gef- ið börnum sínum margar eftirminnilegar gjafir en nefnir þó gott billijarðborð sem þau hjónin gáfu syni sínum eitt sinn og vakti mikla lukku. „Hann langaði mikið í borðið og varð bæði hissa og glaður þegar hann fékk það,“ segir Vigfús. Það má segja að sonur Vigfúsar hafi haft fleyga setningu úr Hávamálum, Æ sér gjöf til gjalda, að leiðarljósi og kannski hefur hann munað eftir billi- jarðborðinu góða þegar hann kom móður sinni ræki- lega á óvart í vetur. „Við áttum gamlan bíl sem var farinn að láta á sjá og sonur okkar birtist hér eitt kvöldið eftir mið- nætti og gaf mömmu sinni nýlegaToyotu. Sú gjöf kom algjörlega óvænt og vakti mikla undrun og lukku,“ segir Vigfús Þór Árnason, sókarprestur að lokum. Séra Vi}>IVis l»«r Árnasoii inan vol el'tir litilli mon.llu-jol sem liaini lékk sem liarn. Klerkar kirkiunnar eru auðvitað mun vanari að hugsa um hær andlegu gjafír sem okkur hlotnast á lífsleiðinni en hær ver- aldlegu og sennílega hafa heir hugtakið „sælla er að gefa en higgia" í hávegum í sínu daglega lífi. Margir heirra hafa gagnrýnt allt bað gjafastúss sem fylg- ir jólum og fermíngum en flestir hafa beir nú sennilega jafn gaman og við hin að fá góðar gjafir begar við á. lfigfús Þór Árnason, sókarprestur í Grafarvogí, harf að hugsa sig vandlega um hegar hann er beðinn að nefna bestu veraldlegu gjöfina sem honum hefur hlotnast. ,,Við prestarnir erum auðvitað mjög uppteknir af hinum andlegu gjöfum og því dettur mér auðvitað fyrst í hug að nefna konuna mína og börnin þegar besta gjöfin berst í tal. En ef ég á að nefna einhverja hefðbundna gjöf af veraldlegum toga kemur upp í hugann lítil gjöf sem ég fékk á jólunum hjá afa og ömmu. Ég var bara lítill drengur og þetta voru ein síðustu jólin sem voru haldin hjá Vilborgu ömmu og nafna mínum Vigfúsi afa í húsinu þeirra sem stóð við Bergstæða- stræti rétt hjá Hótel Holti. Afi og amma eignuðust tólf börn og komust tíu þeirra upp. Það var venja þeirra að bjóða öllum börn- unum og barnabörnunum í mat á aðfangadagskvöld og var þá jafn- an glatt á hjalla og mikið fjölmenni, eða um fjörtíu til fimmtíu manns. Það var hefð hjá þeim að vera með möndlugjöf, eins og á svo mörg- um heimilum, og það var ég sem hreppti möndluna að þessu sinni. Gjöfin var kannski ekki merkileg sem slík en er mér í fersku minni, lítill rauður jólaskór úr gifsi sem hreindýr drógu, fullur af sælgæti. Það sem mér fannst svo merkilegt var í raun það að ég skyldi vera svo heppinn að vinna möndluna þar sem það var svona margt fólk samankomið þarna. Ég á mjög Ijúf- ar minningar frá jólunum hjá ömmu og afa og fékk margar góð- ar gjafir þar. Ég man að amma spil- aði alltaf á orgel og mér fannst jólin mjög skrýtin þeg- ar við hættum að halda upp á þau hjá ömmu og afa,“ segir Vigfús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.