Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 15
Hér skartar Heather
Locklear silfruðiim
„choker" og hcl'ur tekið
hárið frá svo skartið njóti
sín sem best.
McCartney, hjá tískuhúsi Chloé,
sýndi ekki alls fyrir löngu end-
urtúlkun sína á Playboy kanínu-
hausnum en útfærslan var eins
konar hauskúpa táknsins! Play-
boy kanínan sést víða hjá fræga
fólkinu, leikkonan Sarah Jessica
Parker ber hana stolt um háls-
inn og framafólk í bandarískum
viðskiptum hefur tekið ástfóstri
við hálsmenin. Yfirmenn innan
raða hins rótgróna Chanel
tískuhúss skreyta hálsa sína
með villtu kanínunni og
sömu sögu er að segja um
blaðamenn hjá New York
Times. „Fólk er orðið
þreytt á Gucci og Louis Vuitton
lógóunum“ segir Helen Isaacson
sem er yfirmaður markaðsdeild-
ar Playboy veldisins. Hún segir
einnig að tilgangurinn með því að
vekja gömlu kanínuna aftur til
lífsins og markaðssetja hana sem
hátískuvöru sé hluti af því að
gera lógóið að tákni fyrir skarp-
ar og sjálfsöruggar konur. En
hvað finnst Hugh Hefner sjálf-
um? „Mér finnst þetta ótrúlegt,"
sagði hann í nýlegu viðtali. „Kan-
ínufyrirbrigðið fer eins og eldur
í sinu í tískuheiminum en það
byrjaði sem tíska í undirheimun-
um hér á árum áður. Táknið var
eins konar mótsögn við íhalds-
sama pólitík hægri manna á þeim
tíma en nú er það orðið vinsælt af
öllum, burtséð frá pólitík eða
þjóðfélagsmálum.“
Konur hafa
frá iirólí
alda hcill-
ast af skart-
gripiini.
r
rttt-
lokka.
Það er ekki sama hvernig kon-
ur skreyta hendur sínar ef vel á
að vera. Þegar hringur er valinn
þarf að skoða hann út frá lengd
fingranna. Þær konur sem eru
svo heppnar að vera með langa
fingur hafa úr óendanlegu úrvali
að velja því nær allir hringir fara
þeim mjög vel. Ef höndin er löng
og grönn þá er fallegast að vera
með sporöskjulaga eða hringlaga
steina í hringnum. Ef fingurnir
eru hins vegar stuttir þá ætti ekki
að nota hringa sem ná fram fyrir
hnúa. Hér er sporöskjulaga
formið langheppilegast eða form
sem eru köntuð á langveginn.
Playboy kanínan - vinsæl-
asti skartgripurinn í dag
Playboy kanínan, sem hefur til
þessa verið táknræn fyrir frjáls-
legt kynlíf, hefur fengið virðu-
legra hlutverk á nýju árþúsundi
sem mjög vinsæll skartgripur.
Kanínuhöfuðið skaut fyrst upp
kollinum skömmu eftir lok seinni
heimsstyrjaldarinnar og hefur á
þeim tíma þróast úr því að tákna
lauslæti og frjálst kynlíf yfir í að
tákna fágun. Þetta heimsþekkta
Playboy einkennismerki (logo)
selst grimmt um þessar mundir
og konur eru í meirihluta kaup-
enda.
Fatahönnuðurinn Stella
Gwyneth Paltrow er ein at'
fjölmiirguni seni fallið hafa
fyrir nýja skartgripaæðinu
en það cr að skrcyta hálsinn
nieð breiðri hálsfcsti eða
svokiilluðum „chokers".