Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 50
Texti: Þóra Gunnarsdóttir
(ireiiiarhöt'iindur i l)ullvstellin«iiiiiii
í Dollvvvoud
Júlahiisiö í Dollywood er
svolítii) stærra en Jólaluis-
iú í Kúpavo*>inuin!
Garðurinn heitir
Dollywood og er
staðsettur við
Great Smoky
Mountains National Park
sem liggur á landamærum
Tennessee og North Carol-
ina.
Alveg rétt, nafnið minnir á
Dolly Parton, enda á hún
garðinn og rekur hann. Það
þarf ekki að nefna hvílík gull-
náma þessi garður er fyrir ná-
grannabæjarfélögin, enda
hafa þau stofnað sameigin-
legt verslunarráð sem mark-
aðssetur hann sem
himnaríki túrist-
ans.
Gatlinburg,
Sevierville og Pig-
eon Forge heita
þessir bæir og er
íbúatala þeirra
samanlagt 60 þús-
und manns þar af
flestir í Pigeon
Forge, en í þeim
bæ eru meira að
segja tvær götur
nefndar eftir söng-
konunni, enda
kannski ekki
skrýtið þar sem
hún er uppalin þar.
Á þessum slóð-
um getur maður verslað, far-
ið í gönguferðir, stundað vetr-
aríþróttir, farið á indíánaslóð-
ir, skoðað handverksverk-
stæði, stundað næturlífið, far-
ið í sund, tívolí eða á söfn og
jafnvel gift sig ef mann lang-
ar til í einni af fjölmörgum
kapellum sem þar eru. Garð-
ur Dollyar, Dollywood, hef-
ur þó mesta aðdráttaraflið.
Þegar við komum akandi
að skemmtigarðinum, eftir
Dollywood Lane, var ekkert
sem gaf til kynna hversu stór
hanner. Viðgreiddum5doll-
ara til að fá að leggja bílnum
á svo stóru bílastæði að það
þurfti strætisvagn til að ferja
fólkið frá bílum og að inn-
ganginum í garðinn. Við
borguðum svo 68 dollara inn
fyrir 2 fullorðna í heilan dag,
en fjögurra ára gömul dóttir
okkarfékkfríttinn. Viðvelt-
um því dálítið fyrir okkur
hvers vegna aðgangseyririnn
væri svona hár, en það kom í
ljós að ekkert þurfti að borga
í skemmtitæki sem voru þar
og þau eru sko ekkert slor;
risa rússibani með 3 lykkjum,
2 vatnsrennibrautir ( ein fyr-
ir fullorðna, hin fyrir börn),
hringekja, bílabraut, sjóræn-
ingjaskip, þeytihringekjur,
bátar, risarólur og margt,
margt fleira.
Alls kyns sýningar standa
yfir allan daginn. Þar er með-
al annars töframaður sem
sýnir listir sínar, kvikmynda-
sýning um ævi Dollyar, dans-
og söngvasýningar sem sett-
ar eru upp af bróður söng-
konunnar og einnig eru fleiri
þekktir listamenn fengnir til
að troða upp öðru hverju, t.d.
heldur hljómsveitin Oak
Ridge Boys þar tónleika í
sumar og Chubby Checker í
september. Dollysjálf kemur
ekki fram nema á tveimur
jólaskemmtunum í desember,
en þá rennur allur ágóði til
menntamála í þremur áður-
nefndum bæjum (ekki léleg
búbót það !). Trúðar ærslast
um svæðið. Það eru sko eng-
ir venjulegir trúðar heldur al-
Tennesseefylki í Bandaríkjunum er bekkt um allan heim sem vagga kántrítónlistar-
innar og hvar annars staðar myndí maður finna skemmtigarð tileinkaðan henniP
Þóra Gunnarsdóttir, eigandi Jólahússins, var á höttunum eftir skemmtilegum jóla-
munum í Bandaríkjunum og rakst bá inn í merkilegan garð.