Vikan


Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 7

Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 7
fylla ákveðnar kröfur sem við setjum fram, t.d. varðandi mat- seðla, reiðtygi, hesta og þess hátt- ar. Við ráðum fararstjórana sem fylgja hópnum en bóndinn á við- komandi bæ fylgir líka hópnum ásamt starfsfólki. Við erum búin að taka ákveðna forystu í um- hverfismálum, erum búin að semja umhverfisstefnu og ráða starfsmann til að sjá um þessi mál. Við höfum líka alla tíð unn- ið náið með Náttúruvernd og Landgræðslunni og stefnum að því að styrkja þá samvinnu mjög mikið í framtíðinni. Það er kom- inn tími til að hestamenn fari að taka til í sínum garði í umhverf- ismálum. Við breytum áætlunum í okk- ar ferðum ef við fáum ábending- ar frá Náttúruvernd um að ákveðin svæði séu viðkvæm. A sama tíma fara svo kannski aðr- ir hópar um svæðið og virða ekki þessar ábendingar. Þarna vantar meiri fræðslu og kynningarstarf. Við viljuni gjarnan leggja okkar lóð á þessa vogaskál. Við erum nú þegar búin að sækja um vott- un Green Globe, einna virtustu umhverfissamtaka í heiminum. Við höfum þrjú ár til að uppfylla þeirra skilyrði og allir samstarfs- aðilar Ishesta hafa samþykkt að uppfylla þau. Umhverfismálin eru mál málanna hjá okkur og við munum setja þau á oddinn á næstu árum.“ Hvernig gengur að ráða fararstjóra í hestaferðirnar? „Við erum búin að þjálfa upp stóran hóp fólks og í fyrsta skipti í sumar erum við farin að geta valið úr hópn- um. Kröfurnar til þeirra eru gíf- urlega miklar. Við erum mjög ánægð ef þeir eru búnir að ljúka leiðsögumannaprófi og við stefn- um að því að allir fararstjórarnir séu með slíkt próf. Fararstjórinn þarf að geta frætt fólkið um sögu landsins og staðhætti. Þar fyrir utan þarf hann líka að vera van- ur hestamaður og geta frætt fólk- ið um íslenska hestinn. Farar- stjórinn þarf að vera mjög úr- ræðagóður því það er ýmislegt sem getur komið upp á í svona ferðum, þegar fólk er uppi í óbyggðum í alls kyns veðrum. Það er alltaf annar leiðsögumað- ur með, bóndinn sjálfur, en ábyrgðin á fararstjóranum er gríðarlega mikil. Hestamennsk- an er ekki hættulaus en við höf- um sem betur fer verið alveg laus við alvarleg slys hjá okkur. Við erum því mjög bjartsýn í þessum efnum því Samtök Ferðaþjónust- unnar hafa sett á oddinn hjá sér fræðslu- og gæðamál. Einn þátt- urinn er einmitt menntun afþrey- ingarfararstjóra, þ.e. fararstjóra í gönguferðum, bátaferðum, snjó- sleðaferðum og hestaferðum. Ég á von á því, ef vel gengur, að þetta verði komið í fastar skorður næsta haust. Ferðaþjónustan í heiminum snýst um afþreyingu nú til dags. Elsti maðurinn sem við höfum haft í ferðunum okkar er Norðmaður. Hann var 83 ára þegar hann fór í sína í sjöttu ferð um Kjöl. Við erum alltaf með eitthvað af fólki milli sextugs og sjötugs, flest allt út- lendingar, íslendingarnir á þess- um aldri virðast ragari við að fara í hestaferðir. Á síðustu tíu til fimmtán árum „Eitt helsta uandamálið uið fslendingana í styttrí ferðunum, sem tiekkja lítið til hestamennsku, er drykkjan. Þeir eiga alueg ofboðslega erfitt með að skilja að áfengi og hestamennska eíga ekki saman. Við gætum uerið með miklu fleiri íslendinga ef heir gætu sætt sig uið að mega ekki hafa uín um hönd innan um hestana."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.