Vikan


Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 29

Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 29
I eldrum hans sem ég hafði hálft í hvoru litið á sem ömmu mína og afa. Ég var hins vegar ekk- ert ánægð með alla þessa pakka því ég var komin með ógeð á þessum flóknu fjölskyldu- tengslum. Mér fannst enginn „eiga“ mig og ég ekki eiga neinn nema kannski litlu systk- ini mín sem ég dýrkaði og dáði. Ég fékk mér í glas með bróð- ur mínum í fyrsta skipti þessi áramót og við töluðum mikið saman þegar vínið var farið að losa um hömlurnar. Hann varð rosalega fullur og talaði illa um mömmu og sagðist ætla að flytja að heiman. Það var svo sem ekkert óeðlilegt að fullorðinn bróðir minn vildi flytja að heim- an en ég gat ekki hugsað mér að missa hann út af heimilinu og spurði því hvort ég mætti koma með honum. í fyrstu fannst honum það fáranleg hugmynd þar sem við værum bæði í námi en að lokum kom lausnin af himnum ofan, ef svo má að orði komast. Faðir hans, þessi yndislegi maður, bauð okk- ur báðum að búa hjá sér. Ég bjóst við að mamma myndi setja sig upp á móti því en sem bet- ur fer gerði hún það ekki. Pabbi var hins vegar dálítið sár yfir því að ég skyldi ákveða að fylgja bróður mínum í stað þess að flytja til hans en hann jafnaði sig þegar hann sá hvað ég þurfti mikið á bróður mínum að halda. Ég hafði það mjög gott á meðan ég bjó hjá bróður mín- um og pabba hans en ég ákvað að flytja aftur heim til mömmu þegar ég var í öðrum bekk í menntaskóla. Það var svo sem engin ein ástæða fyrir því. Bróðir minn var kominn með konu og vildi fara að búa, ég saknaði litlu systkina minna og hafði dálitlar áhyggjur af vissi nefnilega að hún var kom- inn með nýjan kærasta og mér leist ekkert á hann. Nýi kærastinn var sá eini af eiginmönnum mömmu sem ég hef virkilega fyrirlitið. Hann var algjör skíthæll og stjórnaði heimilinu með heraga. Mér finnst nú að rúm- lega fertug konan, þ.e.s.a. móð- ir mín, hefði átt að vera búin að læra af reynslunni en hún var gjörsamlega blind á galla hans og ástfangnari en nokkru sinni fyrr. Hún vildi endilega eignast barn með þessum nýja kærasta sínum þótt hún væri nú orðin helst til gömul til þess. Nýi kærastinn var í frekar íhalds- sömum sértrúarsöfnuði og vildi gjarnan eignast barn en að sjálf- sögðu bara með lögmætri eigin- konu sinni. Það fór því svo að hann og mamma giftu sig þeg- ar hún var komin tæpa fjóra mánuði á leið. Þegar hér var komið sögu hefði ég auðveldlega getað flutt að heiman þar sem ég var orðin stúdent og því orðin full- orðin manneskja. Mér fannst ég bara ekki geta það því einhver varð að hafa stjórn á heimil- inu. Mamma sveif um á rósrauðu skýi því hún var svo ástfangin og ánægð með nýja barnið hafði því lítinn tíma fyrir tví- burasystkini mín. Þegar mamma og fjórði mað- ur hennar, sem ég kalla aldrei annað en skíthælinn, voru búin að vera gift í tæp þrjú ár kom babb í bátinn sem olli enn ein- um skilnaðinum. Mamma fékk vægt hjartaáfall og þessi svo- kallaði eiginmaður hennar gat ekki tekist á við það og flutti út og sótti um skilnað. Mamma var ekki mönnum sinnandi mjög lengi á eftir og þurfti ali- an þann stuðning sem hún gat fengið. Ég bjó því enn heima og Daníel, sem þá var kominn í sambúð með annarri konu, hjálpaði henni einnig mikið. Mitt eigið ástarlíf gekk upp og ofan og sennileg hef ég kastað frá mér mörgum góðum mönn- um því ég var svo upptekin af mömmu og hennar ástandi. í dag er mamma gift eigin- manni númer 5 og þrátt fyrir að þau hafi nú verið gift í um þrjú ár þori ég ekkert að segja til um framhaldið. Ég hef hins vegar ákveðið að hætta að skipta mér af hennar lífi og fara að einbeita mér að eigin ástarlífi. Ég er of- boðslega tortryggin og varkár þegar kemur að samböndum við karlmenn en nú er svo kom- ið að mér finnst að ég eigi það skilið að finna góðan mann til að eyða ævinni með, eða að minnsta kosti stórum hluta hennar. Ég vona bara að hann sé á næsta leiti og að honum takist að sannfæra mig um að ástin geti enst. Lesandi segir Gunnhildi Lily Magnúsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. HcimiHsfangið er: Vikan - „Lífsreynslusaga‘% Seljavcgur 2, 101 Kcykjavík, Netfang: v ikan@frocli.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.