Vikan


Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 57

Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 57
Hfl ■JliíiHml Er ég væluskjdða? Kæri Póstur, Kærastinn minn og ég rífumst mikið yfir því að ég er svo grátgjörn. Hann seg- ist ekki þola hvað ég sé mikil væluskjóða og að hann geti ekkert sagt við mig öðru- vísi en ég fari að tárast. Mér líður illa yfir þessu, sérstaklega vegna þess að hann veit að ég er mjög tilfinningrík mann- eskja. Ef ég þyrfti að pína mig til þess að gráta ekki þá væri ég ekki ég sjálf. Þetta eru engin gervitár hjá mér, ég er bara þannig gerð að ég hef þörf fyrir að fella tár ef ég kemst í uppnám. Sem dæmi get ég nefnt að við rifumst nýlega út af því að hans fyrrverandi er alltaf að hringja í hann og ég fór að gráta. Nokkrum dögum síðar fór ég að gráta af því hann neitaði að koma með mér í brúðkaup í fjölskyldunni minni. Ég veit að það hljómar kjánalega að bresta alltaf í grát, en ég er nú einu sinni bara svona gerð. Kærastinn minn er hins vegar mjög lokaður og þessi tvö ár sem við höfum verið saman aldrei séð hann fella eitt tár, ekki einu sinni þegar amma hans dó. Málið er, að ég elska hann, en ég veit ekki hvernig ég get komið honum í skilning um að það er gott að sýna tilfinningar sínar. Finnst þér kannski ég vera væluskjóða? Ragna Kæra Ragna, Það getur verið mjög gott að gráta og losa um sárar tilfinningar en þú ættir að hafa það í huga næst þegar þú grípur vasaklútinn. Fólk tjáir tilfinningar sínar á ýmsa vegu. Stöðugur grátur er ástæðu- laus og leiðigjarn og táraflóð getur ver- ið öflug leið til að fá sínu framgengt. Mér finnst líklegt að þú sért orðin svo vön því að skrúfa frá tárunum eins og vatnskrana, að þú sért hætt að greina hvenær sé eðlilegt að gráta og hvenær ekki. Þótt það sé t.d. mjög eðlilegt að gráta ef einhver særir tilfinningar þínar þá er hreint ekki sniðugt að bresta í grát í hvert sinn sem þú færð ekki þínu fram- gengt. Ef málið er komið á það stig að kærastanum þínum finnst hann geti ekk- ert rætt við þig án þess að tárin renni í stríðum straumum, þá er mjög lík- legt að þú notir grátinn til þess að stjórna honum, þótt þú við- urkennir það ekki sjálf. Þótt kærastinn þinn gráti aldrei er ekki þar með sagt að það sé eitt- hvað að honum. Við öl- umst öll upp við mis- munandi aðstæður og fáum ekki öll sömu skilaboð um hvenær megi gráta og hvenær ekki. Kærastinn þinn hefur hugsanlega alist upp við þannig kringumstæð- ur að hann hafi þurft að dylja tilfinningar sínar og harka af sér grát. Hann mun líklega gráta ef eitt- hvað mjög alvarlegt kemur fyrir í lífi hans en það er þó ekki víst. Þetta gæti út- skýrt hvers vegna hann skilur ekki grát þinn, hann hefur kannski aldrei kynnst mjög opinskáu tilfinningaflæði á milli fólks. Ef þú vilt reyna að skilja afstöðu hans þá skaltu ræða við hann (ekki grát- andi) um hvernig honum líður þegar þú grætur. Og síðan skaltu hlusta á af hverju hann þolir ekki grátinn í stað þess að vera alltaf að segja honum af hverju þú sért svo grátgjörn. Það verður að segjast eins og er, að þú hljómar eins og töluverð væluskjóða! Endilega gráttu þegar þér líður illa, en brjóttu nú upp mynstrið og hættu að væla yfir smámunum. Spurningar má senda til „Kæri Póstur" Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.