Vikan


Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 45

Vikan - 13.06.2000, Blaðsíða 45
Þórunn Stefánsdóttir býddi ið í mörg ár. Dr. Golding kvaddi ekki fyrr en langt var liðið á kvöld. Tim talaði stanslaust meðan Maggie gaf honum lyfin og háttaði hann. Loksins sofnaði hann og Maggie slökkti ljós- ið. Hún settist í sófann og velti því fyrir sér hvort þetta hefði bara verið draumur. Svona meðferð getur í raun og veru breytt lífi fólks, hugs- aði hún með sjálfri sér. Nú skildi hún hvers vegna Gina hafði eindregið mælt með meðferðinni. Þessar hugsanir minntu hana á að hún yrði að hringja í Ginu. Dr. Golding hafði hag- að meðferðinni allt öðru vísi í hennar tilfelli. Maggie hugg- aði sig við það að í kvöld myndi hún ekki eiga í erfið- leikum með að þakka Ginu fyrir sig. Hún stóð upp, gekk að símanum, og reyndi að ákveða hvernig hún ætti að útskýra þetta allt fyrir Ginu. Sunnudagur 26. apríl Þegar á allt var litið hafði vikan bara gengið nokkuð vel, hugsaði Jake með sér þegar hann settist upp í bíl- inn. Sjálfum hafði honum ekki fundist hann mjög sann- færandi í hlutverki læknisins en sem betur fer hafði Maggie tekið hann trúanlegan. Hún hafði greinilega jafn lítið vit á geðlækningum og hann. Með þessu áframhaldi yrði hann ekki lengi að „reisa“ hana við. Þannig leit hann á þetta verkefni; að reisa hana við eins og byggingu sem var að hruni komin. Þegar því væri lokið gæti hann snúið sér að hlutum sem hann hafði meira vit á. Hann ók eftir malarvegin- um sem lá að rjóðrinu þar sem húsvagninn stóð. Land- areignin var að hluta til þak- in skógi og eftir henni miðri rann lítill lækur. Frá þessum stað var stutt í allar áttir, hvort sem hann var að fara í vinn- una eða í heimsókn til fjöl- skyldu sinnar. Hann var bú- inn að búa þarna þau sjö ár sem hann hafði unnið sem verktaki og ennþá hafði hann ekki byggt sér hús. Hann hafði ekki hugmynd um eftir hverju hann var að bíða. í augnablikinu lét hann sér þetta vel líka. Það lá vel á honum um morguninn þegar hann ók til fjölskyldu sinnar sem rak stórt kúabú rétt fyr- ir utan lítið þorp í nágrenn- inu. Hann hugsaði með sökn- uði til pabba síns sem dó fyr- ir tíu árum úr hjartaáfalli. Jake var feginn því að Joe, eldri bróðir hans, hafði tekið við búrekstinum. Sjálfur hafði hann ætlað að ganga menntaveginn. Hann hafði lengi gælt við þá hugmynd að verða kennari. A sumrin hafði hann unnið sem smið- ur og komist að því að það átti betur við hann að vinna ut- andyra og byggja hús. Eftir að hann lauk stúd- entsprófi spurði hann vinnu- veitanda sinn, Erv Jackson, hvort hann gæti fengið fasta vinnu hjá honum. Hann varð bæði undrandi og glaður þeg- ar Erv bauð honum að gerast meðeigandi í fyrirtækinu. Þeir unnu saman í nokkur ár og Ethelda sá um bókhald- ið. Þegar Erv dó kom Ethelda inn í reksturinn í hans stað. Auðvitað breyttist ýmislegt en þeim gekk vel að vinna saman. Jake stöðvaði bílinn fyrir utan hús mömmu sinnar og virti fyrir sér hús bróður síns og mágkonu sem stóð í út- jaðrinum á landareigninni. Það hafði verið fyrsta sjálf- stæða verkefnið hans. Ethelda teiknaði húsið og Jake byggði það. Mamma hans beið í garðin- um. „Ég ætlaði að fara að leggja af stað í kirkjuna án þín,“ sagði hún. „Þú vissir að ég myndi skila mér,“ sagði hann og kyssti hana á kinnina. „Á endanum,“ sagði hún og klappaði honum á kollinn. Þau óku að kirkjunni þar sem þau hittu Joe, bóður hans, og Shelley, systur hans, ásamt mökum og börnum. „Þú ert óvenju þögull,“ sagði mamma hans á leiðinni heim í sunnudagssteikina. „Ég er bara að hugsa,“ sagði hann. Hún kinkaði kolli og leyfði honum að hugsa í friði. En seinna um daginn, þegar hann var búinn að borða sig sadd- an af kjöti og meðlæti og horfa á körfubolta í sjónvarp- inu með bróður sínum, sagði hann fjölskyldu sinni frá því sem var að angra hann. Mamma hans hafði ýmislegt til málanna að leggja. „Þetta er svo ólíkt þér, Jake. Ég veit að þú meinar vel en hefur þú leitt hugann að því hvað gerist ef konan kemst að öllu saman?“ Jake sá eftir að hafa sagt þeim allt af létta. Málið var bara það að Maggie Ivey vék ekki úr huga hans. Hann sá hana í anda sitja þarna hjá þeim og Tim leika sér við börnin í fjölskyldunni. „Hún kemst aldrei að því,“ sagði hann ákveðinn. „Með- ferðinni er bráðum lokið og lífið heldur áfram þar sem frá var horfið.“ Mamma hans hristi höfuð- ið. „Vegir Guðs eru órann- sakanlegir." Bróðir hans glotti og Carol, mágkona hans, brosti ofan í kaffibollann. Systir hans horfði reiðilega á hann. Hann flýtti sér að kveðja og fann að góða skapið var horfið ú.t í veður og vind. Ekki batnaði það eftir því sem leið á kvöld- ið og um nóttina átti hann erfitt með að sofna. Þriðjudagur 28. aprfl Maggie vaknaði áður en vekjaraklukkan hringdi og naut þess að kúra undir sæng- inni. Eftir nokkrar klukku- stundir myndi hún hitta Dr. Golding - Jake. Henni fannst ótrúlegt að það væri aðeins vika frá því hún hitti hann fyrst. Það var eins og þau Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.