Vikan - 18.07.2000, Blaðsíða 7
eigi að þurfa að greiða launa-
hækkunina. Viðkvæðið er gjarn-
an að ef við fáum hærri laun, þá
þurfi að hækka leikskólagjöldin.
Við segjum bara að allir eigi
borga þessa þjónustu. Vonandi
verður leikskólinn hluti af kerf-
inu innan skamms og fólk á ekki
að þurfa að borga fyrir hann,
ekkert frekar en grunnskóla. Þá
fyrst eiga öll börn jafnan rétt til
leikskóla.
Leikskólagjöld eru ekki það há
í dag að flestallir geta leyft sér
að hafa börnin sín í leikskóla, en
það eru hópar í þjóðfélaginu sem
minna mega sín og geta ekki haft
börnin í leikskóla. Atvinnulaus-
ir, nýbúar og þeir sem eru verst
staddir fjárhagslega, byrja á að
taka barnið úr leikskóla þegar
þeir fara að skera niður útgjöld
heimilisins. Það er ákveðin
stefnumörkun að leikskólinn eigi
að vera að kostnaðarlausu. Eins
og staðan er í dag er verið að etja
þessum tveimur hópum saman,
leikskólakennurum og foreldr-
um. Þegar kauphækkanir eru
ræddar, er alltaf farið beint í vasa
foreldranna sem við umgöng-
umst og höfum samskipti við all-
an daginn og eigum í samstarfi
við. Það etur þessum hópum
saman þegar vinnuveitandinn
kemur og segir þetta. Það eru all-
ir sammála um að það þurfi að
borga hærri laun. Spurningin er
hins vegar hvar eigi að taka pen-
ingana. Fólk þarf líka að vera
sammála um hvaðan eigi að taka
þá. Það á virkilega eftir að reyna
á þetta í næstu samningum. Mér
finnst hópurinn hafa sýnt ótrú-
lega þolinmæði en hún er ekki
ótæmandi."
Sífellt heyrast fregnir af því að
stór hluti leikskólakennara sé að
skipta um starfsvettvang og leik-
skólarnir séu meira og minna
mannaðir af ófaglærðu starfs-
fólki. Hvernig er raunveruleg
staða inni á leikskólunum?
„Við höfum ekki nákvæmar
kannanir og tölur en það sem við
höfum í höndunum bendir til
þess að á landsvísu séu 30-40%
starfsmanna á leikskólunum fag-
lærðir. Á Reykjavíkursvæðinu er
hlutfallið ívið hærra, kannski á
milli 40-50%. Þetta er líka dæmi-
gerð kvennastétt, konurnar fara
í barneignafrí og margar þeirra
hafa stuttan starfsaldur. Flestar
þeirra skila sér til starfa að út-
skrift lokinni en svo þegar þær
finna hversu krefjandi starfið er
skipta margar um starfsvettvang.