Vikan


Vikan - 18.07.2000, Page 40

Vikan - 18.07.2000, Page 40
HEKLAÐUR KJOLL OG LAUSAR ERMAR Upplýsingar um hvar Tinnu-garnið fæst í síma 565-4610. (XS) S (M) L (XL) Stærðir á flíkinni sjálfri: Yfirvídd: (90) 96 (102) 108 (114) sm. Sídd: (112) 119 (125) 132 (138) sm. ATH: Hægt er að stjórna síddinni með því að hekla lengri/ styttri hlýra eða hekla fleiri/færri umferðir í kantinum neðst á flíkinni. KiTTEN MOHfllR og FUNNV Fjöldi af dokkum í kjólinn: Kitten Mohair, grátt nr. 1032: (6) 6 (7) 7 (8). Funny, grátt nr. 1032: ein dokka í allar stærðir. ADDI heklunál og prjónar frá Tinnu. Við mælum með BambUS prjónum. Heklunál nr. 4 og hringprjónar nr. 3,5. Gott að eiga: Merkihringi, prjónanælur, prjónamál, þvottamerki fyrir KfTTEN MOHfllR. Heklfesta á KiTTEN MOHfllR 19 stuðlar eða fastalykkjur með heklu- nál nr. 4 = 10 sm. Ef of laust er heklað þarf fínni heklu- nál. Ef of fast er heklað þarf grófari heklu- nál. Kjóllinn er heklaður úr 4 ferningum. Hver ferningur er heklaður á eftirfar- andi hátt: Fitjið upp 6 loftlykkjur (lm) og takið þær saman í hring með lkeðju- lykkju (kl). 1. umferð: 3 11. = 1 stuðull (st.), heklið 2 st. í hringinn * 2 11., heklið 3 st. í hring- inn*, endurtakið frá *-* 2 sinnum í við- bót. Endið með 211. Takið saman með 1 kl. í síðustu 11. af 3 fyrstu 11. umferðarinn- ar. 2. umferð: 4 11. * 3 st., 3 11., 3 st. í fyrsta loftlykkjuboga, 111.*, endurtakið frá*-* í hvern loftlykkjuboga = hornin, en í síð- asta ll.boga eru heklaðir 3 st., 3 11., 2 st. Takið saman með 1 kl. í 3.11. af 4 fyrstu 11. umf. 3. umferð: Heklið 1 kl. að fyrsta millibili, heklið 3 11. og 2 st. í það * 111., 3 st., 3 11., 3 st. í fyrsta horn, 111., 3 st. í næsta milli- bil*. Endurtakið frá *-* tvisvar enn. Endið með 1 11., 3 st., 311., 3 st., 111. í síð- asta horn. Takið saman með 1 kl. í síðustu 11. af 3 fyrstu 11. umf. 4. umferð: 411. * 3 st. í næsta millibil, 111., 3 st„ 3 11., 3 st. í hornið, 1 11., 3 st. í næsta millibil, 111.*. End- urtakið frá *-* þrisvar sinnum enn, en heklið að- eins 2 st. í síðasta millil- bil í staðinn fyrir 3. Tak- ið saman með 1 kl. í 3.11. af 4 fyrstu 11. umf. 5. umferð: Byrjið eins og í 3. umf. og heklið 3 st„ 1 11. í hvert millibil á hliðun- um, og 3 st„ 3 11., 3 st„ 1 11. í hvert horn. Endið með 1 kl„ í síðustu 11. af 3 fyrstu 11. umf. 6. umferð: Byrjið og endið eins og 4. umf. Heklið 3. st. og 111. í hvert millibil á hliðunum og 3. st„ 3 11., 3 st„ 111. í hvert horn. Endurtakið 5. og 6. umf. þar til ferningurinn mælist (45) 48 (51) 54 (57) sm á kant. Heklið 3 aðra ferninga á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman 2 og 2 ferninga. Saumið síðan 2 efri ferningana saman á hliðunum + u.þ.b. 6 sm niður á neðri ferningana = hliðarsaumar. Byrjið við annan hlið- arsauminn og heklið á réttunni eina röð af fastapinnum (fp.) niður eftir klauf- unum og meðfram kantinum að neðan. A hornum eru heklaðir 3 fp. Kanturinn að ofan: Byrjið við annan hliðar- sauminn og prjónið upp á röngunni með prjónum nr. 3,5 og FUNNY 1 lykkju í hverja lykkju. Haldið áfram hringinn og prjónið 8 sm slétt prjón. Fellið laust af. Brjótið kantinn tvöfaldan inn á röng- una og saumið niður. Hlvrar: Heklið upp með KITTEN MO- HAIR (66) 68 (70) 72 (74) 11. Byrjið í 2. 11. frá nálinni og heklið 1 fp. í hverja 11. Snúið við með 1 11. Heklið 2 umferðir fp. í viðbót. Saumið hlírana á flíkina að aftan og framan með hæfilegu millibili. Kanturinn að neðam Heklið á réttunni: Byrjið í horn- lykkju og heklið 3 11., hoppið yfir 4 lykkjur * í næstu lykkju eru heklað- ir 2 st„ 2 11., 2 st„ 1 11. hoppað yfir 3 lykkjur *. Endurtakið frá *-* út um- ferðina en í síðasta skipti er hoppað yfir 4 lykkjur. Heklið 1 st. í síðustu hornlykkju. Snúið við með 3 11. * Heklið 2 st„ 2 11., 2 st. utan um 211. í síð- ustu umf„ 1 11.*. endur- takið frá *-* út umf. End- ið með 1 st. í síðustu 11. af 3 11. í síðustu umf. End- urtakið þessa umf. þar til stykkið hefur náð þeirri sídd sem óskað er eftir, að hlírunum meðtöldum. LAUSAR ERMAR (S) M (L) Ermasidd: (44) 45 (46) sm Fjöldi af dokkum: Kitten Mohair, grátt nr. 1032: 2 í allar stærðir Prjónar: Sokkaprjónar nr. 4 Fitjið upp á sokkaprjóna nr. 4 (32) 34 (36) lykkjur. Prjónið slétt prjón í hring, síðasta lykkjan á hringn- um er alltaf prjónuð brugðin og aukið er í 1 lykkju sitt hvor- um megin við hana með u.þ.b. 4 sm milli- bili = (50) 54 (58) lykkjur. Þegar ermin hefur náð fullri lengd er fellt af. Prjónið hina ermina á sama hátt. II. (loftlykkjur) kl. (keðjulykkjur) fp. (fastapinnar) st. (stuðlar) umf. (umferð) 40 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.