Vikan


Vikan - 18.07.2000, Side 59

Vikan - 18.07.2000, Side 59
 grönn með lítil, stingandi augu og þunnar varir, hin var svört, stór og feit og rosalega aðsópsmikil. Eg lagði frá mér bókina því ég sá að þær stefndu til mín og mér var alveg hætt að lílast á blikuna þótt ég skildi ekki hvaða erindi þessar konur gætu átt við mig, sakleysingjann frá Islandi. Fruntaleg vopnaleit Þær gengu beint framan að mér og voru greinilega tilbúnar í hvað sem var. Hvorug þeirra heilsaði en sú stóra, svarta hafði engar vöflur á því heldur benti á mig með kylfunni og sagði mér að koma með þeim. Ég varð gersamlega agndofa af undrun og vogaði mér að spyrja afar kurteislega hvers vegna. Þessari spurningu var ekki svar- að, en sú stóra greip um hand- legginn á mér og kippti mér upp úr stólnum. Ég ætlaði að fara að taka bakpokann minn, en þess gerðist ekki þörf því sú háa hafði tekið hann traustataki og hélt á honurn í vinstri hendi en greip um handlegginn á mér með þeirri hægri. Þessar tvær stöllur héldu sem sagt um sinn hvorn handlegginn á mér og nánast drógu mig á milli sín inn á almenningssalerni sem var þar skammt frá. Ég var orð- in skelfingu lostin en samt sem áður var ég titrandi af reiði. Ég hafði ekkert gert af mér og mér fannst þessi meðferð á saklausri manneskju fyrir neðan allar hell- ur. Þegar inn á salernið var kom- ið hleyptu þær út einni skít- hræddri konu sem þar var stödd og læstu síðan dyrunum á eftir okkur. Nú fyrst fór að fara um mig og mig langaði mest til að öskra á hjálp. Háa konan spurði mig að ^ nafni, hvaðan ég væri að ^ koma og hvert ég væri að fara og ég svarað þessum spurningum öllum sam viskusamlega. Á meðan spurningunum rigndi yfir mig hellti hún úr bak- pokanum mínum á vaskborðið og grann- skoðaði allt sem í hon- um var. Ég hafði með- al annars keypt gjafir handa son- um mínum tveim í flugstöðinni og látið pakka þeim inn, en kerl- ingarófétið reif pakkana upp á meðan hin stóð fyrir framan mig, ógnvekjandi á svip. Þrátt fyrir hræðsluna varð reiðin henni yfir- sterkari, ég gat ekki orða bund- ist og spurði hvers vegna þær þyrftu að rífa í sundur gjafapakk- ana. En ég fékk ekkert svar við Sú háa sagði þá eins og ekkert væri sjálfsagðara: „Við erum að framkvæma vopnaleit á grunuð- um.“ Ég missti gersamlega and- litið... ég grunuð, og um hvað þá? Ég gerði mér samt grein fyr- ir að ég hafði ekki mikið um þetta að segja og afklæddist. Þarna stóð ég á þunnum bol, brjósta- haldara og nærbuxum og berfætt. Ég skalf eins og hrísla í vindi af Þarna stóð ég á bunnum hol, brjóstahaldara og nærbuxum og berfætt. Ég skalf eíns og hrísla í vindí af kulda, reiði og hræðslu. Huað kæmi næstP þeirri spurningu fremur en hinni fyrri. Þegar þær höfðu skoðað allt í töskunni minni, þ.m.t. passann minn og flugmiðann, var ég viss um að þessum hryll ingi hlyti að vera lokið, en svo var þó ekki. Sú stóra, svarta sagði mér að snúa mér upp að veggn- um og leggja lóf- ana flata upp að honum. Ég ætlaði að malda í móinn, en þá var mér hrint upp að veggnum og sú háa sagði mér að þetta yrði miklu auðveldara ef ég væri „samvinnu- þýð“. Ég logaði af reiði og langaði mest að ráðast á þær báðar og sparka í þær, bíta og klóra en ég vissi að ég hefði ekkert í þessar breddur ^ að gera svo ég stóð kyrr. Sú stóra þuklaði hliðarnar mér eins og ég væri stórglæpamaður en þar sem hún virtist ekki finna það sem hún var að leita að sagði hún mér að fara úr jakkanum, skónum og buxunum. Nú var mér svo nóg boðið að ég fékk málið aftur. Ég sagðist ekki fara úr neinu nema ég viss hvað væri um að vera. kulda, reiði og hræðslu. Hvað kæmi næst? Sú stóra benti mér að fara aft- ur upp að veggnum og þuklaði mig einu sinni enn þó ég skilji ekki af hverju, ég var þannig til fara að það hefði verið hægt að sjá fingurbjörg á mér hefði ég verið með hana inn- an klæða. Hugsanir mínar gerðu mig enn hræddari, skyldu þær hafa leyfi til að gera líkamsskoð- un á mér? Ég var ekki viss um að ég gæti tekið meiru af þessu og bað til guðs og allra góðra vætta að hlífa mér. Og þá kom loksins orð sem gerði mig glaða. „OK“ sagði sú háa, „þú mátt klæða þig“. Ég var ekki sein á mér að klæða mig og grípa bakpokann minn og slengja honum á öxlina. Konurnar tvær opnuðu dyrnar og gengu út án þess að kveðja mig, hvað þá held- ur að þær bæðust afsökunar á þessu ónæði. Heimferð í tilfinningalegu uppnámi Þarna stóð ég eftir á miðju gólfinu og tilfinningarnar flæddu um mig eins og stórfljót. Mér fannst eins og mér hefði verið nauðgað og ég síðan skilin eftir fyrir hunda og manna fótum. Hvernig var hægt að gera fólki svona lagað? Var ekki lágmark að útskýra hvað væri á seyði og biðjast síðan afsökunar þegar komið var í ljós að fórnarlambið var saklaust? Ég skildi þetta ekki. Allt í einu áttaði ég mig á því að tvær konur voru komnar inn á snyrtinguna og ég stóð þarna á miðju gólfinu og tárin steymdu niður kinnar mínar. Konurnar skildu auðvitað ekki hvaðan á þær stóð veðrið og voru afar feimnar og flóttalegar gagnvart þessari grátandi og undarlegu konu. Ég þurrkaði framan úr mér og hypjaði mig fram á ganginn. Fæturnir skulfu og ég titraði öll að innan. Ég man ekki lengur hversu lengi ég beið eða hvernig ég komst inn í flugvélina, ég man bara að ég sat lengi framrni við hliðið og beið þangað til allir aðr- ir voru farnir inn í vélina. Ég var hálfmáttlaus á leiðinni en tárin streymdu stundum niður kinn- arnar án þess að ég væri beinlín- is að gráta. Ég held að það hafi verið reiðin sem var að brjótast svona út, hún var orðin lang- sterkasta tilfinningin í brjósti mér. Það tók mig margar vikur að jafna mig eftir þetta atvik og ég mun örugglega aldrei gleyma því þótt ég verði hundrað ára. Það hvarflaði að mér að leita til breska sendiráðsins eða einhvers sem gæti að minnsta kosti kom- ið á framfæri einhverjum mót- mælum við því að svona væri far- ið með íslenska ferðamenn í Bretlandi. Það varð þó aldrei af því, ég var einhvern veginn ekki í nógu góðu tilfinningalegu jafn- vægi gagnvart þessu atviki og ég gat því ekki rætt það við neinn nema mína nánustu. Lesandi segir Jóhönnu Harðardóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komiö að skrifa eöa hringja til okkar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. lleiniilislaiiKÍö er: Viknn - „LiTsreyii.sliisnj;n“, Seljavegur 2, 101 Reykjavík, Nellnnj»: viknn@l'ro(li.is Vikan 59

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.