Vikan


Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 4

Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 4
Kæri lesandi Mlkið skelfing er það hallœrislegt þegar fullorðið fólk getur ekki viðurkennt að það hafi orðið að láta í minni pokann. Sér- staklega þegar það er öllum augljóst og viðkomandi aðilar eiga að teljast fyrirmenn að einhverju leyti. Þegar ég var að alast upp var reynt að innrœta okkur krökk- unum að við œttum að viður- kenna mistök okkar og lœra af þeim. Þetta þótti kristilegur siður og var okkur mjög holl lexía. Okkur var sagt að Itver gœti þóst maður að meiri að viðurkenna þegar hann hefði haft rangtfyrir sér og að hann ætti frekar að reyna að skammast sín og friðmœlast Að láta í minni pnkann við aðra en að klóra yfir skít- inn íþrjósku og afneitun. Auðvitað getur það verið sárt að fá á sig gagnrýni, það vita allir þeir sem sitja andir henni á vinnustað eða annars staðar í lífinu. Eg lœrði það fljótt á ferli mínum í fjölmiðlum að gagnrýni er nokkuð sem mað- ur verður að lœra að þola, jafnvelþegar hún sœrir mann hvað mest. Það er ekkert skemmtilegt að láta segja sér að þátturinn sem maður var að senda út hafi verið leiðinlegur eða skemmtunin sem maður stóð fyrir liafi ekki fallið í kramið hjá almenningi sem nennti ekki einu sinni að mœta. En þau orð, þótt óþœgi- leg séu, geta hjálpað manni að komast á rétta braut efmaður bregst á réttan hátt við þeim. Það þýðir nefnilega ekkert að berja hausnum við steininn eða skella skollaeyrum við því sem fólkið segir. Það hefur enginn leyfi til að sýna skoð- unum og tilfinningum annarra þá lítilsvirðingu að látast ekki taka eftir mótmœlum þeirra. Það er mun skynsamlegra að reyna að hlusta á fólkið og komast að því hvað það er sem það vill eða þarfnast. Hroki og hefndarhugur hjálpa engum og fólkinu finnst þátturinn eða skemmtunin ekkert betri þótt einhver komi og segi „ Víst kom fólkið á hátíðina - mað- urinn sem taldi fyrir okkur segir það. “ Vœri ekki betra að skoða gagnrýnina með opnum huga og spyrja sjálfan sig að því hvort geti verið að maður sé á villigötum? Hvort það geti ver- ið að boðskapurinn sem mað- ur hefurfram að fœra sé settur fram á vitlausan hátt? Hvort maður sé kannski að fjarlœgj- ast fólkið í stað þess að nálgast það og vinna það á sitt band? Ég vona að ungir íslendingar verði áfram aldir upp íþví að bera ábyrgð á sínum eigin gerðum og að þeim verði kennt að hlusta á gagnrýni og að lœra afhenni. Ég vona að þeir verði nógu sterkir til að geta spurt sjálfa sig að því hvort gagnrýnin sem þeir sœta sé réttmœt og hvernig eigi að bregðast við henni. Til þess að geta það verða þeir að fá leið- sögn og stuðning þeirra sem eiga að hafa þroska til að veita slíkan stuðning, t.d. kirkjunn- ar. Vonandi verður hún í stakk búin til að kenna börnunum okkar að lifa afí harðnandi heimi þar sem samkeppnin og gagnrýnin eru óhjákœmilegur hluti aftilverunni. En við getum fagnað nýrri Viku. I henni er að finna fullt afgóðu efni eins og venjulega; viðtali við unga konu með al- nœmi, greinar um konur í mafíunni og þunglyndi kvenna, feng shui leiðbeining- ar, söguslóðir eru heimsóttar, tvœr lífsreynslusögur eru í blaðinu, handavinna og svo mœtti lengi telja. En sjón er sögu ríkari, flettu blaðinu, finndu eitthvað við þitt hœfi og- ... njóttu Vikunnar! Jóhanna Harðardóttir Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir, vikan@frodi.is. Útgefandi: Fródi hf. Seljavegi 2, simi: 515 5500 fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson, sími: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, sími: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, Guðríður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Augtýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is. Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrimsson. Verð í lausasölu 459 kr. Verð i áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. á eintak. Ef greitt er með gíróseðli 390 kr. á eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Óll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Áskriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.