Vikan


Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 21

Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 21
hlíð tók biskupinn við búsforráð- um. „Já, hér var Biskupsstofa í mörg ár og húsið því margbless- að í bak og fyrir,“ segir Friðrik glettinn. „Barnaverndarstofa hafði hins vegar leigt húsið, sem var í eigu íslandsbanka, áður en ég keypti það. Ég sá strax að þetta húsnæði hentaði vel í rekst- ur sem þennan, ekki hvað síst vegna þess að til var samþykkt teikning frá 1957, sem sýndi hús- ið með hærra risi, og þannig var það á deiliskipulaginu. Ég ætl- aði að lyfta þakinu og útbúa notalega íbúð fyrir okkur í ris- inu og hafa fimmtán herbergi í útleigu á neðri hæðunum. Ná- grannar okkar hér fyrir aftan töldu hins vegar að þetta myndi skyggja á þá og eftir tveggja ára baráttu í borgarkerfinu var deiliskipulaginu breytt sérstak- lega til að meina mér að hækka húsið.“ Reyna að leysa vanda allra Að sögn Friðriks hefur þetta breytt miklu um afkomu gisti- hússins en þau hjónin búa nú á efstu hæðinni. En þau eru bjart- sýn þrátt fyrir þetta og nýtingin er mjög góð. „Hér er flannafín nýting allt sumarið," segir Friðrik. „Og sumarið er alltaf að lengjast," bætir Herdís við. „Petta er mik- ið sama fólkið sem kemur aftur og aftur. Við njótum líka góðs af því hversu nálægt við erum Há- skólanum því þeir hafa gjarnan samband við okkur og biðja okk- ur að hýsa gesti á ýmsum ráð- stefnum sem hér eru haldnar.“ Nágrennið við Háskólann hef- ur skilað þeim fleiru. Kona nokk- ur, breskur háskólaprófessor, sem gisti hjá þeim hjónum þegar hún dvaldi hér á landi, varð svo hrifin af hjálpsemi þeirra að hún skrifaði íslenska ferðamálaráð- inu í London fyrir sína hönd og sex ferðafélaga sinna og mælti eindregið með gistiheimilinu. Hún tók það fram að þau hjónin hefðu vakað eftir henni og félög- um hennar fram á rauðanótt, þar sem fluginu þeirra seinkaði, og allan dvalartímann voru þau hjónin boðin og búin að aðstoða Hcrdis og Friðrik meft barnabarn sitt, Friftrik vngri, á niilli gesti sína á allan hátt. Hún tek- ur það einnig fram að gistiheim- ilið sé sérlega hreint og snyrtilegt. í lok bréfsins nefnir hún að þar sem hún sé útivinnandi móðir gefi hún sér sjaldan tíma til bréfa- skrifta. Sú staðreynd að hún geri það nú segi meira en mörg orð um þjónustu þeirra hjóna. Þetta bréf hefur orðið til þess að á Kríuna hafa komið gestir sem var vísað á gistiheimil- ið af ferðamála- ráði. Og þauhjón- in gera fleira, banki þreyttir ferðamenn á dyr þeirra þegar allt er fullt vísa þau mönnum ekki í útihúsin eins og gert var í Betlehem forðum held- ur hringja í kollega sína víðs veg- ar um bæinn og reyna að útvega fólki gistingu. „Verst er þegar fólk kemur á næturnar," segir Herdís, „en það er sjálfsagt að gera því þennan greiða. Fólk kemur oft hér inn af götunni án þess að hafa neins staðar gistingu og það þekkir sig ekki hér og á því erfitt með að finna samastað upp á eigin spýt- ur.“ „Maður má til að gera þetta,“ bætir Friðrik við. „Oft er líka erfitt að gefa þessu fólki þann tíma sem þarf, sérstaklega á morgnana þegar mest er að gera hjá okkur.“ Friðrik segir að andrúmsloft- ið hjá þeim á Kríunni sé heimil- islegt og hlýlegt. „Þetta er gisti- heimili og ekki fylgir bað eða sturta öllum herbergjum. Við setjum þess vegna baðsloppa inn á öll herbergi og hér mætist fólk á sloppnum á leið um húsið kvölds og morgna," segir hann. „Mér er sagt að þetta minni nokkuð á andann hjá SÁÁ þar sem fólk hittist ógjarnan öðruvísi klætt en náttsloppum." Ánægð með starfið Þau eru ánægð með starf sitt og Herbergin eru hlýlcg <»g falle}> og andriims- loftift svo beiniilislegt aft bér niætast nienii á baftsloppimi á ferft uni gangana. 4* % segja þetta spennandi og skemmtilega tilbreytingu frá verslunarrekstrinum. Það eina sem þeim finnst galli er hversu bundin þau eru. „Við gerðum okkur alls ekki grein fyrir því hversu mikil bind- ing þetta er,“ segir Herdís, „en þetta er tuttugu og fjögurra tíma vakt, því alltaf getur eitthvað óvænt komið upp þegar maður er með fullt hús af ókunnugu fólki. Við erum alltaf á bakvakt ef svo má segja. Okkar frítími er á vet- urna og við stefnum að því að stjórna tímanum meira sjálf með því að ákveða vel fram í tímann hvenær og hvert við ætlum og tökum síðan engar bókanir á þeim tíma, hreinlega lokum." Sumri er tekið að halla og sennilega fara þau hjón að sjá fram á verðskuldað frí meðan aðrir landsmenn eru að ljúka síð- ustu dögum sumarfrísins. Líkt og krían sem flýgur suður á haustin laus undan foreldrahlutverkinu léttir ábyrgðinni á vellíðan gesta þeirra af þeim hjónum um svip- að leyti. iins na sioa að vera á sio a sumrm Við Spítalastíg í Reykjavík stendur reisulegt rautt og llós- leitt hús sem vekur athygli vegfarenda vegna hess hve glæsilegur dyraumbúnaður hess er og fallegt smíðajárns- handrið liggur meðfram útitröppunum. Fyrir örfáum árum var hena hús í mikilli niðurníðslu og fáir höfðu fyrir buí að staldra við til að skoða hað. Þeír Örn Haraldsson og Þórð- ur Sturiuson bjuggu há í húsinu og ákváðu að kaupa bað allt. Það tók há félaga tvö ár að ná bví markmiði og effir hað hófust heir handa við endurbætur og útbjuggu íbúða- hótel sem vakið hefur mikla athygii fyrir sérstæðan stfl. að láta húsið borga viðgerðir- nar sjálft.“ „Þetta hús er kjörið undir rekstur sem þennan en það er hins vegar ekki hentugt fyrir barnafólk," segir Þórður. „Því fylgir enginn garður og gengið er nánast beint út á götuna. íbúð- irnar eru með sérinngangi og staðsetningin er mjög góð. Héð- an er aðeins fárra mínútna gang- ur niður á Laugaveg eða í mið- bæinn en samt erum við nógu fjarri aðalumferðinni til að njóta kyrrðar og rólegheita. „Fyrir þremur árum tókst okkur að kaupa upp allt húsið," segir Örn. „Okkur langaði til að gera það upp en það er rosalega dýrt svo við ákváðum að reyna Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.