Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 44
Það var uppselt á tónleik-
ana. Það kom Annie á
óvart, hún vissi ekki að
hún væri svo þekkt í
París. Marc og hans fólk hafði
greinilega unnið heimavinnuna
sína síðustu mánuðina, skapað
rétta andrúmsloftið og gert tón-
leikana forvitnilega í fréttatil-
kynningum til fjölmiðlanna.
„Það hefur varla liðið sá dag-
ur að ekki hafi birst eitthvað um
þig í blöðum og tímaritum síðustu
vikurnar," sagði Louis, kynning-
arfulltrúi fyrirtækisins, greinilega
ánægður með árangurinn. „Mið-
arnir seldust upp á nokkrum dög-
um. Þessi ferð á örugglega eftir að
skila góðum árangri. Eins og þú
kannski veist er Frakkland ekki
auðveldasti markaðurinn fyrir út-
lendinga. Við eigum sjálf svo mik-
ið af góðum tónlistarmönnum.
Ég verð að viðurkenna að allt
hefur farið fram úr mínum björt-
ustu vonum."
„Þú hefur svo sannarlega unn-
ið gott verk!“ sagði Annie og
hann brosti út að eyrum, ánægð-
ur með hrósið.
„Takk. Ég held áfram að fylgj-
ast með að allt gangi vel. Ekki
hika við að láta mig vita ef þú ert
óánægð með eitthvað."
„Ég lofa því,“ sagði hún jafnvel
þótt hún vissi að Phil myndi sjá
um að leysa hugsanleg vandamál.
Sem betur fer þurfti hún sjálf
aldrei að hafa áhyggjur af slíku.
Fyrsti tónleikadagurinn rann
upp. Hún vaknaði eldsnemma,
fékk sér morgunmat og ók á leik-
vanginn þar sem átti að halda tón-
leikana. Af gamalli reynslu vissi
hún að þau yrðu á æfingu fram
eftir degi.
Það var búið að setja upp svið-
ið og áhorfendapallarnir voru til-
búnir að mestu. Samt var ýmis-
legt eftir. Smiðirnir gengu upp og
niður eftir pöllunum til þess að
fullvissa sig um að þeir væru ör-
uggir. Það höfðu oft orðið slys
þegar fjölmenni safnaðist fyrir á
áhorfendapöllum sem voru ekki
nógu tryggilega byggðir. Þau
vildu ekki hætta á neitt slíkt.
Rafvirkjarnir voru önnum
kafnir undir sviðinu að tengja há-
talara og hljóðnema og hópur
manna að koma hljóðfærunum
fyrir á sínum stað.
Það fór mikið fyrir hljómborð-
unum, trommusettinu og
geysistórum hátölurum á sviðinu.
Mikill hávaði fylgdi því að koma
þessu öllu fyrir og hróp og köll
bergmáluðu um leikvanginn.
Annie æfði danssporin með
dönsurunum. Hver einasta hreyf-
ing var fyrirfram ákveðin. Dans-
höfundurinn hafði æft hreyfing-
arnar og dansana með þeim í stór-
um sal í London. Nú urðu þau að
gera þessar sömu hreyfingar á
stóru sviðinu og gæta sín á tækj-
um, tólum og rafmagnssnúrum til
þess að detta ekki fram af því.
Hljómsveitin þurfti ekki að
hafa áhyggjur af þessari hlið
mála, meðlimir hennar voru að
mestu kyrrir á sviðinu með hljóð-
færin. Annie yrði aftur á móti á
fullu allt kvöldið, allar hreyfing-
ar hennar voru þrælskipulagðar.
Dansararnir voru í bakgrunni og
dönsuðu flóknari dansa.
Meðan Annie æfði með
dönsurunum fóru ljósameistar-
arnir í gegnum ljósakerfið.
„Þetta er eins og á geðveikra-
hæli,“ sagði Brick við Annie,
brosandi út að eyrum. „Finnst þér
þetta ekki toppurinn á tilver-
unni? Ég finn það streyma alveg
niður í tær...“
„Um hvað ertu að tala?“
spurði hún utan við sig, og horfði
á dansarana.
„Auðvitað um adrenalínið."
„Finnur þú aldrei fyrir sviðs-
skrekk, Brick?" spurði hún öf-
undssjúk.
„Ég hef ekki hugmynd um
hvað það er! Ég get varla beðið
þess að komast á sviðið í kvöld!“
Hann trommaði út í loftið og
ánægjan skein úr augunum. „Um
leið og við spilum fyrsta tóninn
finnst mér ég geta flogið. Það er
bara á tónleikum sem ég fæ tæki-
færi til þess að slá á trommurnar
af öllum lífs og sálar kröftum án
þess að einhver kvarti og segi mér
að slappa af! Trommuleikur er
eins og gott kynlíf, það er aldrei
hægt að fá nóg af því!“
Félögum hans fannst þetta
mjög fyndið. Annie hlustaði með
öðru eyranu, hún var að horfa á
Marc sem stóð og talaði við Phil
meðan þeir fylgdust með þegar
verið var að koma sviðsljósunum
fyrir.
Marc var í svartri peysu og blá-
um gallabuxum og jafnvel þessi
hversdagslegi klæðnaður gerði
hann glæsilegan og kynæsandi.
Annie varð þurr í munninum
og leit undan. Hún vildi ekki að
hann sæi að hún væri að horfa á
hann. Henni hafði tekist að forð-
ast að verða á vegi hans undan-
farna daga. Næstu tónleikar voru
í Lyon og þangað færu þau um
leið og tónleikarnir í París væru
búnir. Henni fannst ólíklegt að
hann færi með þeim.
Hún varð þreyttari eftir því
sem leið á daginn. Hún hafði ver-
ið á fullu frá því um morguninn
og fann að hún var orðin þreytt
og orkulaus. Hún var næstum því
farin að gráta þegar hún uppgötv-
aði að hún gat alls ekki munað
textann sem þau voru að æfa.
„Af hverju ferðu ekki og hvíl-
ir þig? Þú þarft greinilega á því að
halda," sagði Dí og lagði hand-
legginn utan um hana.
„Þetta er hræðilegt,“ sagði
Annie. „Allt í einu man ég ekki
eitt einasta orð. Ég verð að reyna
aftur."
„Hættu nú, Annie!“ kallaði
Phil til hennar.
Hún reyndi að koma auga á
Phil en blindaðist af ljósum frá
ljóskastara sem var beint að
henni.
Hún fraus. Fyrir eyrum hennar
hljómuðu vélbyssuskot og hún
heyrði konu öskra upp yfir sig.
„Guð minn góður, Annie!
Hvað er eiginlega að?“ Dí hljóp
til hennar en Annie var blinduð
af ljósunum og kom ekki auga á
hana.
„Viltu gjöra svo vel að slökkva
á ljóskastaranum!" hrópaði
Marc.
Ljósamaðurinn flýtti sér að
gera eins og honum var sagt.
Annie stóð titrandi með tárin
í augunum. Díana lagði hendur-
nar um hálsinn á henni, nuddaði
á henni axlirnar og talaði róandi
til hennar.
„Ég er hérna hjá þér, þú ert í ör-
uggum höndum ... ekki vera
hrædd..."
Marc stökk upp á sviðið. Hann
vissi greinilega hvað hafði gerst.
Hvað hún hafði heyrt og séð.
„Farðu með hana á hótelið,"
sagði Phil við Díönu í lágum
hljóðum. „Hún er yfir sig þreytt.
Við hefðum átt að senda hana
heim fyrir löngu. Gefðu henni
heita mjólk og láttu hana leggja
sig. Ég vil engan hávaða; ekkert
sjónvarp og enga tónlist. Þú get-
ur lagt þig í sófann í herberginu
við hliðina, en gættu þess að sofna
ekki.“
„Ég skal fara með hana,“ sagði
Marc og Phil og Dí litu undrandi
á hann.
Díana brosti kurteislega. „Það
er í mínum verkahring að sjá um
Annie."
Marc mótmælti ekki en Annie
fann að hann var ekki ánægður
með gang mála.
„Við skulum koma okkur,“
sagði Díana. Annie varð fegin að
sleppa undan augnaráði Marcs.
Skyldi þetta hafa komið fyrir ef
hann hefði ekki verið á staðnum?
Hún sofnaði vært um leið og
hún lagði höfuðið á koddann.
Hún vaknaði af og til upp við
vondan draum. En hún var svo
þreytt og úttauguð að jafnvel
vondir draumar gátu ekki haldið
henni lengi vakandi. Díana vakti
hana og færði henni tebolla.
Annie hafði góðan tíma til þess
að klæða sig og gera sig klára áður
en þær færu á leikvanginn. Þær
ætluðu að fara með veitingabíln-
um til þess að komást óséðar í
burtu frá þeim sem biðu fyrir utan
hótelið.
„Langar þig í eitthvað að
borða?“ spurði Dí. Hún spurði
af gömlum vana þótt hún vissi að
Annie kæmi aldrei niður bita fyr-
44
Vikan