Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 7
Dagbjört ólst upp í ástríkri og
samhentri fjölskyldu í Reykja-
vík. Hún á tvö systkini, eldri
bróður og yngri systur. Að
grunnskóla loknum fór hún í
framhaldsskóla og þaðan í Há-
skólann. „Eftir háskólanám fór
ég í framhaldsnám til stórborg-
ar í Bandaríkjunum. Ég var ný-
fráskilin og dálítið rótlaus. Ég
hafði verið í föstu sambandi frá
nítján ára aldri með strák sem
ég kynntist í framhaldsskóla.
Við vorum saman í fjögur ár og
ég hafði ekki reynt mikið fyrir
mér með hinu kyninu. Mér
fannst frábært að vera í Banda-
ríkjunum og ég vera afskaplega
frjáls kona. Ég eignaðist ágæta
kunningja og fór mikið út að
skemmta mér með þeim. Eitt
kvöldið hitti ég mann. Við hrif-
umst strax af hvort öðru. Hann
var mjög myndarlegur og mér
fannst hann æðislegur. Ég hafði
drukkið töluvert af áfengi og
þegar hann stakk upp á því að
við færum saman heim ákvað
ég að slá til. Maður lifði, jú, ekki
nema einu sinni. Ég veit að ég
hefði ekki gert þetta hefði ég
verið allsgáð,“ segir Dagbjört
og hristir höfuðið.
„Parna var ég einhleyp og
frjáls, í erlendri stórborg og var
til í að prófa allt. Við vorum
tvisvar saman þessa nótt. Ég var
á pillunni og það var rödd innra
með mér sem sagði mér að við
ættum að nota smokk. Afeng-
ið slævði dómgreind mína og ég
ýtti hugsuninni um að ég gæti
smitast af einhverju frá mér.
Mér fannst líkurnar á að ég gæti
smitast af HlV-veirunni engar,
ég hafði meiri áhyggjur af kyn-
sjúkdómum. Samt var ég mjög
vel upplýst um hættuna á HIV-
smiti við kynmök. Ég kvaddi
manninn morguninn eftir vit-
andi að ég myndi aldrei sjá hann
aftur. Mér fannst þessi nótt
bara skemmtilegt ævintýri og
minning,“ segir hún og brosir
stutt.
Greínd HIV - jákvæð
Dagbjört kom til íslands að
námi loknu og byrjaði að vinna
við sitt fag. „Ég hafði engar
áhyggur og hugsaði ekkert út
þessa nótt meira. Rúmu ári síð-
ar þurfti ég að leita til læknis
vegna sjúkdóms sem hrjáði mig
og hann ákvað að taka
blóðprufu. Það var mikil um-
ræða um HlV-smit og alnæmi
á þessum tíma og af rælni frek-
ar en að ég hefði af því áhyggj-
ur bað ég hann um að gera
einnig HlV-próf. Liðu nokkrir
dagar og ég hugsaði ekkert út í
blóðprufuna enda fannst mér í
sjálfu sér ég ekki þurfa að hafa
áhyggjur af hugsanlegu HIV-
smiti. Það var svo fjarlægt.
Einn sólskinsdag þegar Dag-
björt var í sumarfríi hringdi sím-
inn og það var kona hinum
megin á línunni. „Hún tjáði mér
umbúðalaust að prófið hefði
reynst jákvætt og að ég þyrfti að
koma í annað próf svo að hægt
væri að staðfesta niðurstöðuna.
Hjartað í mér hætti að slá við
fréttirnar, ég trúði þessu ekki.
Ég felldi tár en grét samt ekki.
Áfallið kom eftir á, mörgum
mánuðum, jafnvel árum
seinna." Hún segist vera af-
skaplega hissa á að sér hafi ver-
ið tilkynnt þetta í gegnum
síma. ,,Mér fyndist fag-
mannlegra að læknir boðaði
mann í viðtal og segði manni
frá þessu auglitis til auglitis og
að maður fengi samstundis
einhvern stuðning og fræðslu
um hvað væri í gangi.“
Dagbjörtu var skiljanlega
mikið um þessar fréttir. „Ég
hringdi strax í mömmu í vinn-
una. Hún fékk auðvitað algjört
áfall en sýndi það ekki og veitti
mér mikinn stuðning. Hún
hafði strax samband við pabba
og bróður minn og sagði þeim
frá þessu en vildi ekki hringja í
systur mína, sem var að vinna
erlendis, og segja henni þetta í
gegnum síma. Hún fékk því
ekkert að vita fyrr en um haust-
ið. Ég sagði einnig nánustu vin-
um mínum frá þessu. Það urðu
auðvitað allir fyrir miklu áfalli
því enginn vissi hvað framtíðin
bæri í skauti sér fyrir mig en ég
fékk mikinn stuðning og sam-
úð. Sjálf var ég dofin fyrstu
dagana og áttaði mig ekki alveg
á hvað þetta allt saman þýddi
fyrir mig. Nokkrum dögum
seinna fórum við mamma til
læknis sem reyndist mér afskap-
lega vel. Hann sagði mér að ég
ætti tíu góð ár eftir og í fyrstu
fagnaði ég því að vera hreinlega
bara lifandi."
með þessu. En þetta er svo lít-
ið land og fiskisagan væri fljót
að fljúga og það kæmi mér ekki
vel í starfi.“ Hún segir að fólk sé
enn mjög hrætt við þennan
sjúkdóm. „Það er opið og um-
burðarlynt í tali en um leið og
hann kemur nálægt því, þegar
til dæmis manneskja sem það
þekkir smitast, þá fer það oft í
vörn og veit ekki hvernig það á
að haga daglegum samskipt-
um.“ "
Dagbjört segist í fyrstu hafa
hugsað: Af hverju ég? „Ég fann
þó fljótlega að slíkur hugsun-
arháttur kæmi mér ekki að
gagni. Því reyndi ég markvisst
að breyta hugsunum mínum og
þó ég axli mína ábyrgð á því
sem gerðist, þá reyni ég að
hugsa sem svo að þetta séu ör-
lögin. Það auðveldar mér að
takast á við þetta en það er oft
erfitt að hugsa til þess að aðeins
ein nótt hafi haft svo afdrifa-
ríkar afleiðingar fyrir líf mitt. I
dag hugsa ég frekar: Af hverju
ekki ég? Ég vissi um all-
ar smitleiðir og tók
þarna þátt í þeirri
rússnesku rúllettu
sem það er að
stunda kynlíf án
smokks með ókunn-
ugum. Það var ekki
eins og einhver hafi
platað mig, ég tók
óþarfa áhættu,“
segir Dagbjört
alvarleg á svip.
Fólk er mjög hrætl við
sjúkdóminn
Dagbjört fann aldrei fyrir
öðru en stuðningi frá sínum
nánustu og varð aldrei vör við
neikvæðar tilfinningar í sinn
garð eða sorg sinna nánustu.
Seinna frétti hún að foreldrar
hennar hefðu brotnað saman
og grátið mikið yfir þessu. Dag-
björt segir að enn ríki mikil
hræðsla og fordómar í garð
HlV-smitaðra og því vill
hún ekki koma opinberlega
fram. Slíkt gæti til dæmis
skert starfsmöguleika
hennar. „Ég segi aðeins
fólki frá þessu sem ég
treysti fullkomlega og
ber virðingu fyrir.
Sjálfri finnst mér
þetta ekkert til-
tökumál, ég hef
lært að lifa
Eg tók barna þátt í
Ueirrí rússnesku rúl-
lettu sem það er að
stunda kynlíf án
smokks