Vikan


Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 17

Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 17
sínar að rekja til sálfræðilegra, umhverfislegra og líffræðilegra þátta. Tilhneiging margra kvenna til þunglyndis getur þess vegna stafað af erfðafræðilegum þáttum, átökum og erfiðleikum í umhverfinu eða samblandi af þessu öllu. Fyrir tilstuðlan PET heilaskannans hefur komið í ljós að sálfræðileg fyrirbrigði eins og reiði og sorg eiga sér líffræðileg- ar undirstöður. Með Pet-skann- anum getum við séð með eigin augum hvernig ákveðnar heila- frumur örvast þegar þessar til- finningar eiga sér stað. Það hefur einnig komið í ljós að sumir umhverfislegir þættir, t.d. stress, árstíðabreytingar og félagsleg staða geta framkallað öðruvísi lífeðlisfræðileg viðbrögð hjá konum en körlum. Birta og melatónín Þótt hormónin estrógen og kortisól séu afar mikilvæg horm- ón og geti haft mikið að segja um þunglyndi kvenna eru þau ekki einu hormónin sem skipta máli. Streita er heldur ekki eini um- hverfisþátturinn sem orsakar frekar þunglyndi hjá konum en körlum. Nýleg rannsókn bendir til þess að konur sýni meiri líf- fræðilega svörun við breytingum á birtu en karlmenn. Arstíða- bundið þunglyndi er þekkt fyr- irbrigði og er stundum kallað skammdegisþunglyndi, þótt það geti skotið upp kollinum á sumr- staðsett í undirstúku heilans) tel- ur að það sé nótt. Þegar degi tek- ur að halla og birtan er á undan- haldi fer melatónínframleiðslan í gang. Melatónínmagnið fer svo að minnka á morgnana. Því hef- ur sú spurning vaknað hvort auk- ið melatónín yfir vetrartímann valdi þunglyndi hjá sumum ein- staklingum en í rannsóknum hef- ur komið fram að konur séu við- kvæmari fyrir birtubreytingum en karlar. Meðferð við árstíðabundnu þunglyndi hefur einkum byggst á ljósameðferð og hefur það gefið nokkuð góða raun. Félagsleg staða og serótónín Ef líkami kvenna er sérlega viðkvæmur fyrir umhverfisbreyt- ingum þá má hugsanlega finna skýringuna í því kerfi sem stjórn- ar boðefninu serótóníni. Serótónín stillir líka framleiðslu bæði kortisóls og serótóníns. Allt bendir til þess að truflanir í serótónínframleiðslu auki líkur á þunglyndi og kvíðatruflunum en kvíði er einnig algengari hjá kon- um en körlum. Nýlegar rannsóknir sem gerð- ar voru á bæði mönnum og dýr- um hafa varpað ljósi á ýmislegt sem viðvíkur þessum málum en einna athyglisverðast er að það virtist vera samband á milli serótónínkerfis dýranna og líf- fræðilegs sem og félagslegs um- minna magn af serótóníni en karlar og það eykur mjög líklega tilhneigingu þeirra til þunglynd- is, sérstaklega þegar streita er með í spilinu eða yfir vetrartím- ann. Fyrirtíðaspenna læknuð með þunglyndislyfjumP Flestallar konur upplifa stöku sinnum fyrirtíðaspennu (PMS). Þetta ástand einkennist af maga- verkjum, pirringi og þreytu. Fyr- ir sumar konur er þetta ástand mjög slæmt og talið er að um 3-5 % allra kvenna þjáist af mikilli streitu, reiði, spennu og skap- truflunum vegna þessa í hverj- um mánuði. Fyrir þessar konur hafa hin ýmsu ráð við fyrirtíða- spennu brugðist, svo sem að taka inn vítamín, verkjalyf, estrógen og prógesterón eða neyta sér- staks mataræðis. Það er ekki vitað með vissu hvað orsakar þetta ástand en vís- indamenn hafa komist að því að ákveðinn flokkur þunglyndis- lyfja getur slegið verulega á ein- kenni fyrirtíðaspennu. Það er mikil framför frá fyrri „lausnum“ eins og að fjarlægja eggjastokk- ana. Það sem er einnig mjög mik- ilvægt er að þar sem þessi lyf hjálpa þá undirstrikar það að fyr- irtíðaspenna á rætur sínar að rekja til lífefnafræðilegra orsaka. Fyrirtíðaspenna er ekki, eins og svo margir hafa reynt að telja konum trú um, eitthvað sem þær komið í ljós að konur sem þjást af fyrirtíðaspennu hafa óstjórn- lega löngun í kolvetnaríka fæðu en það er einmitt einkenni þeirra sem hafa ekki eðlilegt magn af serótóníni í líkamanum. Kynjamunur Ef samhengi er á milli serótónínframleiðslu og um- hverfis manneskjunnar og ef boðefnið er í mismiklum mæli hjá kynjunum, þá getur það hugsan- lega skýrt fleira en muninn á þunglyndi kynjanna. Það gæti einnig skýrt fleiri geðsjúkdóma. Til dæmis er þunglyndi og kvíði algengari hjá konum en körlum, en alkóhólismi og mikil árásar- hneigð er mun algengari á með- al karla. Rétt eins og lítið magn serótóníns hjá konum virðist tengjast þunglyndi þá virðist lít- ið magn sama boðefnis hafa áhrif á alkóhólisma og árásarhneigð, sérstaklega hjá körlum. Þessi kynjamunur á afleiðing- um serótónínmagns bendir til þess að konur bregðist við streitu með geðtruflunum sem koma fram sem bæling í hegðun en karlar bregðist frekar við streitu með því að missa stjórn á hegð- un sinni. Til þess að auka enn frekar á þennan kynjamun þá eiga óskrifaðar reglur þjóðfélags- ins sinn þátt í þessum mismuni kynjanna. Konum er kennt að fást við streitu með því að bæla niður tilfinningar sínar sem get- in líka. Talið er að hormónið hverfis þeirra. Félagsleg staða ímynda sér. Niðurstöður rann- ur svo valdið þunglyndi. Líffræði- leg og þjóðfélagsleg öfl virka því oft samhliða. Baráttunni við þung- lyndi er enn ekki lokið en með nýjum og betri geð- deyfðarlyfjum er talið að hægt sé að halda sjúk- dómnum í skefjum í allt að 80% tilfella. Auk þess hafa sálgreiningarmeð- ferðir borið góðan árang- ur, ýmist einar og sér eða nlyndarP melatónín eigi hvað stærstan þátt í þessari gerð þunglyndis. Ars- tíðabundið þunglyndi er þrisvar sinnum líklegra til að hrjá konur en karla. Melatónín framleiðist einung- is í líkamanum í myrkri og þegar innbyggð líkamsklukkan (sem er dýrsins innan hópsins virtist hafa áhrif á magn serótóníns hjá því. T.d. reyndust apar í „stjórnunar- stöðu" hafa hærra magn serótóníns en hinir sem lægra voru settir í goggunarröð apa- hópsins sem rannsakaður var. Konur virðast almennt hafa sókna hafa leitt í Ijós að flestar konur sem eiga við fyrirtíða- spennuvanda að stríða þjást af serótóníntruflunum. Því hafa lyf sem auka serótónínmagn hjálp- að þessum konum mikið en það eru lyf eins og Zoloft, Paxil og Prozac (Fontex). Að auki hefur í bland við lyf. Við eigum þó enn langt í land með að kveða niður þunglyndi að fullu, til þess er sjúkdómurinn allt of algengur. Aukin fíkniefnaneysla ungs fólks og upplausn kjarnafjölskyldunn- ar eru einnig talin eiga sinn þátt í því hversu algengt þunglyndi er. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.