Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 60
Hreinsunarhreyfíngin
Tóbaksstubbar eru mjög
sóðalegir í náttúrunni og það
sem verra er; í þeim er eitur
sem getur drepið þann sem
innbyrðir þá í ógáti.
Samtakamátturinn
Öll viljum við að náttúran
sé hrein og falleg þegar við
ferðumst um hana. Við viljum
geta sest niður úti í móa og
notið þess að horfa yfir land-
ið okkar án þess að plastpok-
ar og glerbrot skeri í augun.
Við viljum líka geta gengið
eftir gangstéttunum í
borgum og bæjum
án þess að
bjórdósir
og sælgæt-
isbréf
þvælist
fyrir fótum
okkar. Besta leið-
in til að koma í veg
fyrir það er auðvit-
að að gera eitthvað
í málunum sjálfur
og fá aðra í lið með
sér.
Enginn gerir stærri mis-
tök en sá sem gerir ekk-
ert af Þuí að hann getur
ekkí gert míkið.
Eilmwul Burkí', licimspi'kini’iir
í apríl voru stofnuð alpjóðleg
samtök umhverfishreinsara.
Þar er á ferðinni hópur
venjulegs fólks í öllum heim-
inum sem vill leggja sitt af
mörkum til hess að gera
hann að fallegri og betri stað
fyrir allar lifandi verur.
Eitt stykki á dag
Það þarf ekki að leggja
mikið af mörkum til að gerast
félagi í samtökunum. Það
þarf aðeins að hirða upp að
minnsta kosti einn hlut á dag
sem hent hefur verið hirðu-
leysislega í umhverfinu og
koma honum í ruslatunnu.
Hver félagi þarf líka að láta
eina manneskju vita af sam-
tökunum.
Það voru finnskar mæðgur,
Tuula-Maria Ahonen og dæt-
ur hennar Lisa (9 ára) og
Llona (12 ára), sem stofnuðu
þessi samtök og örfáum dög-
um seinna voru þau orðin al-
þjóðleg.
„Það fer mikill tími og orka
í að bölsótast út í fólk
sem hendir drasli
þar sem það
stendur. Því miður
hefur það oftast litla
þýðingu. Það er
miklu nær að nota
þessa orku í að
hirða upp draslið
og fá aðra í lið
með sér við að
hreinsa umhverfið,“
•- segir Tuula-Maria.
“ Samtökin eru með heima-
síðu á netinu og þar er
“ hægt að komast í sam-
^ band við aðra félaga.
^ Fram að þessu hafa fé-
“ lagarnir verið allt frá
= Finnlandi í norðri og til
-c Honduras í suðri, en nú
° nýlega bættust fyrstu ís-
" lendingarnir í hópinn. Fé
x lagarnir eru líka á öllum
“ aldri og það eru dæmi um
að heilu bekkirnir í skólum og
stórar fjölskyldur láti skrá sig
saman. Netfangið er:
www.kolumbus.fi/japelto/ros
kaliike.html og fyrir þá sem
vilja komast í samband við fé-
lagana: www.roskaliike-
subcribe@groups.com
Ljótt og hættulegt
Ruslið í umhverfinu er ekki
bara lýti, heldur er það líka
hættulegt þeim sem ferðast
um. Glerbrot hafa skorið fæt-
ur margra og lítil börn hafa
skorist illa á fingrum þegar
þau hafa ætlað að taka glitr-
andi glerið upp af götunni eða
úr grasinu. Glerbrot eru öll-
um dýrum mjög hættuleg þar
sem þau skerast auðveldlega
inn í þófa og dýrin geta ekki
leitað læknis þegar það gerist.
Heilar flöskur og opnar
niðursuðudósir eru smádýr-
um hættulegar því þau
eiga það til að skríða
inn í þær í leit að
æti. Dýrin eiga oft
erfitt með að
komast út
aftur,
glerið
lokin á nið-
ursuðudósunum loka
stundum útgönguleið-
inni fyrir dýrunum og
þá bíður þeirra aðeins
hungurdauði.
Álhringir úr gos- og
mörg-
um
fuglum
og öðr-
um smá-
dýrum að
aldurtila
því
hringirnir
standa
gjarnafastir
í kokinu á
þeim þegar
þeir eru
gleyptir
misgáningi.
Plastpokar, net
og reipi geta
verið stórhættu-
leg börnum og
dýrum því oft
setja þau upp í sig
það sem lyktar af
mat og þessir hlut-
ir geta fest í kokinu.
Það hefur líka kom-
ið fyrir að dýr hafa
fest sig í netum og
reipum sem liggja
hálfföst í jörðu eða á
vatnsbotni og látið líf-
ið.
60 Vikan