Vikan


Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 19

Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 19
á erlendan markað: mestu fram í Kína þar sem við erum komin með framleiðanda í gegnum íslendinga búsetta þar. Þeir fréttu af því að við værum að leita okkur að framleiðanda er- lendis og höfðu samband við okkur og við höfum nú verið að þróa samstarfið og vöruna með góðum árangri. Sýnishorn hafa gengið á milli heimsálfa í DHL hraðsendingum á tólf til fjórtán dögum og það er kannski í þriðju eða fjórðu tilraun sem frumgerð verður til að framleiðslu. Það er ekki mikið meira mál að fram- leiða í Kína en á Húsavík þar sem hugmyndir eru sendar á milli með faxi nema það að símreikn- ingarnir eru hærri. Það kostar líka bara brot af því sem það kostar hér á Islandi að framleiða í Kína en til þess þurfum við að láta sauma mikið magn. Það set- ur mér ákveðnar skorður hvað varðar litaval í fatnaðinn en allt efni sem við kaupum fæst ekki nema á rúllum sem eru hundruð metra. Langi mig til að láta ljós- bláa rönd í eina gerð af peysum verð ég því að útfæra fleiri peys- ur sem nota sama litinn. Þetta er stundum hundfúlt og flíkin get- ur breyst mikið frá því ég hann- aði hana og þar til hún er komin í búðina án þess þó að ég sé neitt óánægðari með hana.“ Vitum hvað stelpur vilja Fatalína Nikita er fyrir stelp- ur á ákveðnum aldri, sem stunda ákveðið sport og því vita eigend- WM ur Týnda hlekksins á hvaða markað þarf að sækja. Þeir auglýsa því í sérstökum blöðum og á ákveð- inn hátt, sbr. það að láta þær bestu klæð- ast vörunni, en það er ekki nóg eins og Rúnar útskýrir. „Ef á að auglýsa í stærstu snj óbrettablöðun- um næsta haust þarf að kaupa auglýsing- una núna og borga einn fjórða af aug- lýsingaverðinu. Ef á að kaupa auglýsingar í fimm blöðum, eða fimm sinnum í sama blaðinu, kostar auglýs- ingin 450 þúsund krónur. Svona pínulítil auglýsinga- herferð kostar okkur 2 millj- ónir króna fyrir utan allan annan auglýsingakostnað, eins og að borga stelpunum eitthvað sem auglýsa fyrir okkur, kaupa okkur inn á góðar heimasíður og fleira þess háttar en þá er mark- aðskostnaður á fyrsta árinu fljótur að rjúka upp í 10 til 15 milljónir á ári. Ef svo er þarf að selj a fy rir 20 millj ónir króna og til að það gangi upp þarf að eyða öðrum 10 til 15 milljónum í svo margt annað. Það er því mjög stórt skref fyrir okkur að ætla frá íslandi, þó Nikita vörurnar hafi gengið mjög vel hérna hjá okk- ur, og við selt meira af því merki en selst hefur af öðrum vinsælum í -já'í 'i* «•» erlendum merkjum hér á landi. Þess vegna ætlum við bara að byrja á ákveðnum svæðum, sem eru Japan og Kanada, en þar er snjóbrettaiðkun mest í heiminum sem og menningin í kringum hana. Fyrir utan það á fólk þar töluvert rnikið af peningum til að kaupa sér allan þann búnað í kringum sportið sem það kýs og er mjög opið fyrir þeim leiðum sem við förum í markaðsstarfi.“ Dreifingaraðilar Nikita hafa hafið undirbúningsstarf og kynningu á vörumerkinu í þessum löndum en þar með er björninn ekki unninn. Rúnar og Aðalheiður taka það fram að þar sem þau séu á markaðnum með nýtt fyr- irtæki sé aðeins keypt lítið inn af þeirra vörum í einu því hugsunin hjá öllum sé sú hvort þetta nýja fyrirtæki geti staðið við sitt. „Meðan verið er að kom- ast inn á erlendan markað og í gegnum þetta ferli þarf af búast við þremur árum í vinnu og hafa peninga sem mega brenna upp í markaðssókn og vöruþróun. Það þarf því að vera með í höndunum nokkuð margar milljónir sem við gátum ekki aifarið dregið upp úr okkar vasa. En eftir allt það starf sem við höfum unnið erum við í dag tilbúin að taka fjárfesta inn í fyrirtækið sem vilja leggja fé í það sem hefur gengið vel á Islandi og allt lítur út fyrir að muni ganga mjög vel erlendis. Það er í tísku að fjárfesta í netfyrirtækjum og okkur hefur m.a. verið boðið að koma með Nikita inn í eitt slíkt en við höfum ekki áhuga á því. Við erum alfarið að fara þá leið sem við höldum að sé rétt. Sú leið er erfiðari en betri þegar til lengri tíma er litið.“ Þar sem snjóbrettafatnaður hefur eingöngu verið framleidd- ur á karla hingað til eru mögu- leikar Nikita miklir á erlendum markaði og sóknarfærin til taks. Það er nákvæmlega það sem Rúnar og Aðalheiður eru að nýta sér. „Það er ekki langt síðan stór snjóbrettaframleiðandi keypti kvenfatalínu annars framleið- anda þar sem það fyrirtæki hafði aðeins verið að spá í kvenfatn- aðinn,“ segja þau á háaloftinu. „Það veitti okkur aukið sjálfs- traust að vita af því þar sem þessi fatnaður er alls ekki það sem stelpur sem stunda snjóbretti sækjast eftir. Þessi fyrirtæki vita ekki hvað stelpurnar vilja og kunna ekki inn á þann markað. Það kemur einfaldlega í ljós hjá þeim stelpum sem við styrkjum að þær dýrka fatnaðinn frá Nikita sem og líka allar stelpur sem sjá þær í honum. Við værum ekki að þessu í dag nema af því að við vit- um að fatnaðurinn vekur athygli og er eftirsóttur." Vikiin 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.