Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 16
Þunglyndi og kynjamunur
Helstu einkenni þunglyndis
eru eftirfarandi: sú tilfinning að
lífið sé tilgangslaust, svefntrufl-
anir, vonleysi, einbeitingarörðug-
leikar, þreyta og þegar þunglynd-
ið er á háu stigi geta jafnvel kom-
ið fram ranghugmyndir. Flest
höfum við séð ættingja okkar eða
vini berjast við þunglyndi og
mörg okkar hafa upplifað þenn-
an erfiða og alvarlega sjúkdóm
sjálf. Þrátt fyrir það gera fáir sér
grein fyrir hversu algengt og al-
varlegt þunglyndi getur verið.
Það er heldur ekki öllum ljóst að
þunglyndi herjar meira á konur
en karla. Árið 1990 gaf Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin
(WHO) út þá yfirlýsingu að
þunglyndi hrjái nær 20% allra
kvenna í hinum vestræna heimi,
en helmingi fleiri konur en karl-
ar eiga við þunglyndi að stríða.
Stóra spurningin er hvers vegna
þessi munur sé á kynjunum.
1 gegnum tíðina hefur verið
leitast við að svara þessari áleitnu
spurningu og ýmsar hugmyndir
hafa komið fram. Starfsmenn
innan geðheilbrigðisgeirans hafa
bent á sálfræðilega þáttinn, það
að konur séu þjálfaðri í að þekkja
og viðurkenna tilfinningar sínar
og leiti því frekar eftir aðstoð en
karlar. Femfnistar hafa komið
fram með þá skýringu að konur
séu líklegri til að þjást af þung-
lyndi en karlmenn þar sem þær
verði frekar fyrir kynferðislegri
áreitni, andlegu og líkamlegu of-
Konur vírðast vera
líklegrí en karlmenn
til ðess að vera við-
kvæmari fyrir
ákveðnum breyting-
um í umhverfinu
hvað varðar lífeðlis-
fræðilega svörun. Sú
svörun getur einmitt
verið liður í bví að
skýra hvers vegna
tíðni bunglyndis
kvenna er svo há
sem raun ber vitni.
beldi og þjóðfélagslegri kúgun al-
mennt. Enn aðrir vilja meina að
þunglyndi meðal kvenna megi
rekja til flókinnar hormónastarf-
semi og tíðahringsins.
Málið er hins vegar ekki svona
einfalt. Margar rannsóknir hafa
sýnt fram á að þunglyndi á rætur
16 Vikan