Vikan


Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 24

Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 24
K ö l d e r u kvennaráð ITOLSK GLÆPAKVENDIIMAFIUNNI Það eru engar konur í mafíunni. Þetta er goðsögn sem lifað hefur lengi og fiölmiðlar hafa verið duglegir að styrkja. í kvikmyndum um mafíuna eru konur sjaldséð- ar, nema sem syrgjandi eiginkonur eða tælandi hjákon- ur. Þær eru sjaldnast harðsvíruð glæpakvendi. í gegn- um tiðina hafa konur pó verið virkari í mafíunni en látið hefur verið í veðri vaka og síðasta áratug hefur konum sem dæmdar hafa verið fyrir mafíutengda glæpi bæði á ítalíu og f Bandaríkjunum fjölgað mikið. Mafían hefur löngum ráðið lögum og lofum á Suður-Ítalíu í krafti ógnana, mannrána, manndrápa og fjárkúgana. Auk ofbeldisins hefur karl- mennska verið eitt af ein- kennum mafíunnar. Ein af þeim reglum sem mafíósar voru sagðir hafa í heiðri og þeir sjálfir voru ekkert að leiðrétta, var að gera konur aldrei að virkum þátttakend- um í starfseminni. ímynd hinnar þöglu, tryggu, fórn- fúsu og ósýnilegu mafíukonu sem var laus við alla forvitni um störf eiginmannsins var afar lífseig og það var ekki fyrr en um 1990 sem yfirvöld á Italíu fóru að rannsaka tengsl kvenna við mafíuna. Þangað til höfðu þau gleypt goðsögnina hráa auk þess sem almennt var talið að kon- ur væru ekki hæfar frá náttúr- unnar hendi, bæði hvað varð- ar andlegt og líkamlegt at- gervi, til að stunda stórfellda, skipulagða glæpastarfsemi. Karlmennirnir nýttu sér þetta viðhorf og frömdu oft glæpi eins og peningaþvætti í skjóli kvenna með því að skrá þær fyrir eignum, fyrirtækjum og bankareikningum og komust þannig upp með þá. Kerfið áleit konur hafnar yfir allan grun, jafnvel þótt þær væru giftar þekktum mafíósum. Árið 1990 hafði aðeins ein kona verið bendluð við mafíustarfsemi á Ítalíu en fimm árum síðar hafði þeim fjölgað í89. Á aðeins einu ári, frá 1994 til 1995, fjölgaði kon- um sem kærðar voru fyrir að eiga og smygla eiturlyfjum um 385, eða úr 37 árið 1994 í 422 árið 1995. Kærur á hend- ur konum fyrir peningaþvætti fóru úr 15 í 106 og konurn sem handteknar voru fyrir okur- lánastarfsemi fjölgaði úr 119 í 421 á milli ára. Giuseppe Nar- ducci, embættismaður í Napólí á Ítalíu, sagði af þessu tilefni: „Hlutverk kvenna í glæpasamtökum er ekkert minna en karla. Þær taka ákvarðanir, skipuleggja og fremja glæpi. Sumir í embætt- ismannakerfinu eiga erfitt með að trúa því að konur séu körlum jafnar hvað þetta varðar en það er satt engu að síður." Konur verða sýnilegri Það eru ýmar ástæður fyrir því að fleiri konur eru nú ákærðar og dæmdar fyrir mafíuglæpi á Ítalíu en áður. í fyrsta lagi er mafían hvorki eins mikið karlrembusamfé- lag né eins íhaldssöm og af er látið. Þegar eiturlyfjasmygl og sala varð vaxtarbroddur- inn í alþjóðlegri starfsemi hennar voru samtökin til- neydd að fjölga „starfsmönn- um“ sínum og konur urðu enn virkari í glæpastarfsem- inni. Þær létu til sín taka í fíkniefnaheiminum og stjórn- uðu oft viðskiptunum, bæði innflutningi, dreifingu og sölu efnanna. Konur störfuðu óá- reittar lengi vel, í skjóli þess orðs sem fór af konum, að þær væru ekki nógu klárar til að skipuleggja og fremja glæpi. Smám saman urðu þær einnig virkari á öðrum svið- um í starfsemi mafíunnar. I öðru lagi eru yfirvöld far- in að gera sér grein fyrir því að konur eru virkar í mafí- unni og fremja líka glæpi. I kjölfar laga sem sett voru árið 1991, til verndar uppljóstrur- um úr glæpasamtökum og fjölskyldum þeirra, hefur fjöldi „iðrandi“ mafíósa sem hafa boðið sig fram til sam- starfs við yfirvöld aukist gíf- urlega. Þeir hafa svipt hul- unni af ýmsum goðsögnum sem tengj ast mafíunni, meðal 24 Vikan Pupetta Maresca Texti: Unnur J ó h a n n s d ó 11 i r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.