Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 29
um leið og Inga stökk út mér til
bjargar læstist hurðin að baki
henni. Nú voru góð ráð dýr.
Þarna stóðum við fyrir utan
harðlæst húsið í myrkri og kulda
og eina ljósið úti var þessi litla
týra fyrir utan dyrnar. Húsið var
að vísu allt uppljómað, en inni
sváfu litlu frænkur mínar tvær
sem við áttum að vera að passa.
Við gátum ekki einu sinni hringt
í mömmu mágkonu minnar! Inga
renndi upp úlpunni og ég hneppti
að mér lopapeysunni en það blés
í gegnum hana. Mér var að verða
kalt og ég var viss um að litla
stelpan færi að vakna fljótlega til
að ropa.
Við Inga hristum útihurðina
svolitla stund en árangurslaust,
þetta var greinilega ekki leiðin
inn í húsið. Við paufuðumst af
stað í myrkrinu suður með hús-
inu og komum fljótlega að upp-
ljómuðum stofuglugganum þar
sem við höfðum setið skömmu
áður og spilað. Það var mjótt,
opnanlegt fag á glugganum og
við sáum að það var aðeins ein
ræfilsleg stöng með einhvers
konar skrúfu sem hélt glugga-
num aftur. Glugginn var að vísu
lokaður, en opnanlega fagið var
þó ekki alveg fellt að gluggapóst-
inum svo við gátum smeygt skó-
horninu á milli. Við sameinuðum
krafta okkar og fórum að bisa við
að spenna upp gluggann. Ekki
veit ég hvað það tók okkur lang-
an tíma, en skrúfan sem lét ekki
mikið yfir sér gerði okkur þetta
verk mjög erfitt! Loksins þegar
við vorum búnar að eyða okkar
síðustu líkamskröftum í þetta var
opið orðið nógu stórt til þess að
ég lagði til inngöngu (ef svo má
að orði komast!).
Ég fór úr lopa-
peysunni og Inga
hjálpaði mér að
smokra mér með
höfuð og herðar
inn um gluggann.
En þar sat ég
föst! Það var sama hvernig ég
braust um á hæl og hnakka, ég
komst hvorki aftur á bak né
áfram. Inga vinkona átti greini-
lega auðveldara með að hugsa
skýrt en ég þegar þarna var kom-
ið sögu því hún kallaði til mín og
sagði að ég yrði að reyna að losa
skrúfuna svo við gætum opnað
betur. En það var hægara sagt en
gert, annar handleggurinn á mér
var fastur niður með síðunni og
hin hendin lá afar illa við til að
komast að skrúfunni. Mér fannst
ég vera eins og fiskur í neti. Ég
bylti mér eins og ég gat á alla
Okkur brá ekkert lítið
begar tueir stórir og
stæðilegír karlmenn
stóðu fyrir aftan okkur
og buðu gott kvöld,
dimmum rómi.
„Hvað eruð þið að gera hér
stelpur mínar?" spurði annar
maðurinn sallarólegur. Inga fór
að hágráta, sennilega af létti, því
hún var búin að sjá að maðurinn
sem ávarpaði okkur var lögreglu-
þjónn. Ég, sem var með höfuðið
inni í bjartri stofunni, sá hins veg-
ar illa það sem úti var en heyrði
aðeins rödd mannsins og grátinn
kanta og stundum fannst mér
eins og eitthvað væri að liðkast
um mig, en aldrei náði ég samt al-
veg að komast úr klípunni.
Við vinkonurnar vorum svo
uppteknar við þessi myrkraverk
okkar að það hefði verið hægt að
reka hrossastóð um götuna án
þess að við tækj-
um eftir því. Enda
brá okkur ekkert
lítið þegar tveir
stórir ogstæðileg-
ir karlmenn stóðu
fyrir aftan okkur
og buðu gott
kvöld, dimmum rómi. Inga öskr-
aði upp yfir sig, henni brá svo
mikið og ég hélt ég myndi pissa í
buxurnar þar sem ég sat föst í
glugganum með rassinn og fæt-
urna út í loftið!
í Ingu. Ég sleppti mér alveg og
gargaði og sparkaði öllum öng-
um eins og ég ætti lífið að leysa.
Annar lögregluþjónninn greip
um fótinn á mér en hinn kom al-
veg upp að glugganum, bankaði
í hann og sagði mér að vera ró-
legri. Ég róaðist aftur og þagn-
aði þegar ég gerði mér grein fyr-
ir að þarna var hjálpin, sem okk-
ur vantaði, komin. Inga útskýrði
fyrir lögreglumönnunum hvað
hafði komið fyrir okkur og þar
sem ég lá þarna enn, eða öllu
heldur hékk, inn um gluggann
heyrði ég að ungbarnið hafði
vaknað við lætin og öskraði eins
og ljón uppi í svefnherberginu.
Ég kallaði út um gluggann að
barnið væri vaknað og meðan
annar maðurinn var að losa mig
úr prísundinni heyrði ég ekki bet-
ur en að gráturinn færðist nær
mér. Um það bil sem ég var að
mjaka mér, með hjálp lögreglu-
mannsins, út um gluggann sá ég
hvar hinn kom gangandi inn í
stofuna með barnið í fanginu!
Skýringin kom svo eftir á þeg-
ar lögreglumennirnir tveir voru
komnir inn í húsið með okkur
Ingu. Annar þeirra hafði ósköp
einfaldlega gengið beint inn um
ólæstar þvottahúsdyrnar sem
voru rétt hjá útidyrunum. Við
vissum ekkert af þvottahúsinu og
höfðum gengið í vitlausa átt í leit
okkar að inngönguleið í húsið.
Lögreglumennirnir voru hinir
elskulegustu við okkur og yfir-
gáfu okkur ekki fyrr en litla
stúlkan var sofnuð og við öll orð-
in fullviss um að við Inga gætum
verið einar þar til bróðir minn og
mágkona kæmu aftur. Þeir gáfu
okkur líka símanúmerið sitt og
tóku af okkur loforð um að fara
ekki báðar út úr húsinu í einu -
eins og okkur hefði nokkurn tíma
dottið það í hug aftur!
Það sem eftir lifði kvöldsins
var tíðindalaust en mikið lifand-
is skelfing urðum við Inga fegn-
ar þegar þau hjónin komu heim.
Mágkona mín spurði hvort allt
hefði verið í lagi og ég flýtti mér
að segja: „Já, já, sú litla vaknaði
smástund en hún sofnaði strax
aftur“ áður en Ingu veittist ráð-
rúm til að stynja upp orði. Ekki
veit ég hvort Einar bróðir frétti
nokkurn tíma af þessu ævintýri,
en hafi svo verið varð það ekki til
þess að hann missti traustið sem
hann bar til mín því ég átti oft eft-
ir að passa fyrir þau í þessu húsi,
ýmist með Ingu eða ein, og aldrei
fann ég fyrir hræðslu þar eftir
þetta.
Lesandi segir P-
Jóhönnu
Harðardóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni meö FSp
okkur? Er eitthvað sem hefur
haft mikil áhrif á þig, jafnvel A*. •»*- 9!
breytt lífi þinu? Þér er vel-
komið að skrifa eða hringja til
okkar. Við gætum fyllstu %
nafnleyndar. ' i
1 K iillilisirinyiú er: Vikan ■
- „Lífsreynslusaga“, Seljavegur 2.
101 Reykjavík,
Netfailg: r ikaii@froili.is