Vikan


Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 22

Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 22
Við opnuðum í júní í fyrra en höfðum lítið gert til að kynna okkur. Við vissum ekki alveg hvenær framkvæmdum hér yrði lokið svo við þorðum ekki að vekja mikla athygli á okkur. Vet- urinn gekk samt þokkalega og við erum nokkuð ánægðir. Sum- arið hefur gengið vonum framar og ég get fullyrt að héðan hefur ekki farið neinn óánægður gest- ur.“ Únýtar lagnir, opið skolprör og lekt pak Örn er smiður og það liggur beint við að spyrja hann hvort hann hafi sjálfur séð um endur- bætur á húsinu. „Nei, hér vann hópur af fólki. Húsið var tekið alveg frá grunni og endurbætt en ég hef séð um allt viðhald eftir að aðalviðgerð- inni lauk.“ „Húsið var gert nánast fokhelt áður en byrjað var að byggja upp aftur," bætir Pórður við. „Fyrri eigendur leigðu húsið út en létu allt viðhald á því vera. Pakið lak til að mynda og panelinn í risinu mátli mylja í sundur milli fingra sér, svo fúinn var hann eftir rak- ann. Allar lagnir voru ónýtar og við uppgötvuðum meðal annars að hér fyrir aftan var skolplögn- in úr húsinu í sundur og allt lak út í jarðveginn. En húsið hefur mik- ið breyst og til marks urn það er að fæstir tóku eftir þessu húsi áður en það var gert upp en nú verðum við oft varir við að út- lendingar sem leið eiga framhjá stoppa til að taka myndir af því.“ Luna er íbúðahótel og gistihús en hver svfta er með setustofu, eldhúskróki, svefnherbergi og baði. „Við veitum þó sömu þjónustu og á hótelum,“ segir Örn. „Her- bergin eru þrifin, skipt er urn handklæði og búið um rúm.“ „Nýlega tókum við í notkun tvö herbergi í risinu og þeim fylg- ir aðgangur að eldhúsi og gott baðherbergi. Þessi herbergi henta vel þegar þrír ferðast sam- an,“ segir Þórður. „Undir súðinni er svo setustofa með sjónvarpi og þar er mjög notalegt að sitja á veturna þegar búið er að kveikja upp í kamínunni sem þar er.“ Á heímboð um allan heim Eru viðskiptavinir íbúðagisti- húss á einhvern hátt öðruvísi en þeir sem sækja gistiheimili eða hótel? „Nei, hingað kemur öll flóran. Kannski má segja að fjölskyldu- fólk sækist frekar eftir að vera út af fyrir sig í íbúðum, enda þægi- legra þegar ferðast er með börn. Kaupsýslumenn koma hingað sömuleiðis gjarnan. Hér eru þeir 22 Vikan meira út af fyrir sig en á hótel- um, hafa sinn eigin lykill og koma og fara þegar þeir vilja. Sömu- leiðis hafa þeir eigin setustofu svo þeir geta boðið til sín gestum, haldið fundi o.s.frv. En hingað kemur alls konar fólk og gestir okkar skera sig ekki á nokkurn hátt úr. Maður kemst í nánari snertingu við fólk en starfsfólk á hótelum. Ég á til að mynda orð- ið heimboð um allan heim og margir biðja mig endilega að hafa samband eigi ég leið um þeirra heimaslóðir. Við verðum líka oft að bregða okkur í hlutverk ferðaskrifstofu og finna hentugar ferðir fyrir fólk og útvega því upplýsingar um eitthvað sem það hefur áhuga á að sjá eða kynnast. Um daginn var ég til dæmis í eina og hálfa klukkustund inni á herbergi hjá bandarískum hjónum að kynna þeim ferðamöguleika um land- ið.“ Vegna þess að hver hæð gisti- heimilisins Lunu er sjálfstæð ein- ing gátu þeir innréttað hverja íbúð í sínum lit. Ein er blá, önn- ur appelsínugul, sú þriðja rauð, fjórða græn o.s.frv. „Leirtau í íbúðunum, gardínur og annað er svo í samræmi við lit- inn á þeim,“ segir Örn. „Fólk hef- ur mjög gaman af því að fá að velja sér íbúð í uppáhaldslitnum sínum og upphaflega vildum við skíra gistiheimilið Regnbogann en það nafn er því miður frátek- ið heiti á kvikmyndahúsi." Regnboginn er vissulega rétt- nefni á jafnlitríku gistiheimili en orðið Luna er ekki síður töfrum slungið. Máninn er einnig fyrir- bæri sem sjá má á himnum eins og regnboginn svo þeir félagar þurftu kannski ekki að fórna of miklu þegar þeir féllu frá því nafni sem þeir hefðu uppruna- lega kosið á gistiheimilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.