Vikan


Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 57

Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 57
s Ileikfimitímunum var lögð áhersla á fjöl- breytta hreyfingu bæði til að auka ánægju kvennanna af þjálfuninni og einnig vegna þess að talið er að fjölbreytt hreyfing skili góðum árangri. Það virðist sannarlega hafa skilað tilætl- uðum árangri því margar kvennanna töluðum um að fjölbreytni tímanna hefði gert það að verkum að þeim leidd- ist aldrei og áhugi þeirra á hreyfingunni hélst óbreyttur frá byrjun til enda námskeiðs- ins. Tímarnir samanstóðu af leikfimi á gólfi og á pöllum, styrkjandi æfingum með lóð- um og stöng, hjólatímum og tímum sem byggðu á svoköll- uðu NIA kerfi sem er samsett úr jóga, „tai chi“, „taekwondo", jazzballett, tæ bó og samkvæmisdönsum. Tímunum lauk ævinlega með slökun og teygjuæfingum. Leiðbeinendurnir kenndu konunum einnig styrkjandi æfingar í tækjasal og voru þær hvattar til að mæta aukalega í slíkar æfingar. Þátttakendur héldu matar- dagbækur og skiluðu þeim inn. Farið var yfir þær og gefnar ráðleggingar um æski- legt mataræði og hverju mætti breyta. Konurnar voru auk þess hvattar til að setja sér markmið og vinna að þeim. Tvisvar hittust þær utan hefð- bundinna leikfimitíma, í ann- að skiptið til að borða saman hádegismat en í síðara skipt- ið var farið í heitan pott eftir leikfimitíma og borðaður saman kvöldverður. Þetta varð til þess að efla mjög and- ann í hópnum. I lok nám- skeiðsins voru konurnar þrekmældar að nýju, fitupró- sentan mæld og aftur voru þær beðnar að svara spurn- ingalistanum um heilsutengd lífsgæði. Skemmst er frá því að segja að marktæk breyt- ing varð á þyngd kvennanna, fituhlutfalli og þreki. Sömu- leiðis varð mikil breyting á heildarniðurstöðu hvað varð- ar heilsutengd lífsgæði en sú niðurstaða var byggð á spurn- ingalistanum sem sniðinn er eftir prófi sem notað hefur verið áður hér á landi. Minni kvfði og áhyggjur Meðal þess sem kom í ljós var að áhyggjur kvennanna af fjárhag minnkuðu, kvíði minnkaði og verkir. Sjúkra- þjálfararnir voru sérlega áhugasamir um þetta atriði enda bendir það til þess að virk þjálfun minnki verki í lík- amanum. Konurnar sem tóku þátt í námskeiðinu voru við mjög góða heilsu og engin þeirra átti við sérstök heilsu- farsvandamál að stríða. Fæst- ar þeirra fundu því fyrir mik- illi breytingu á heilsu sinni í lok námskeiðsins. Þær voru hins vegar allar mun sáttari við líkamsástand sitt að nám- skeiðinu loknu þótt ekki hafi komið fram mikil breyting á sjálfstrausti þeirra. Þetta bendir eindregið til þess að það sé fylgni milli fitu- hlutfalls líkamans og heildar- lífsgæða og á milli fituhlutfalls líkamans og líðunar. Rann- sókn sem þessi hefur áður ver- ið framkvæmd og þá tókst ekki að sýna fylgni milli fitu- hlutfalls, líðunar og heildar- lífsgæða. Hugsanleg skýring á þessu kann að vera sú að konunum fannst þær vera komnar af stað með að gera eitthvað sem þær vissu að gerði þeim gott og bætti líð- an þeirra og sennilega hefur bjartsýni þeirra haft einhver áhrif á viðhorf þeirra. Þrek virðist hins vegar ekki hafa sömu áhrif á líðan eða mat fólks á gæðum lífs síns því þótt þrek kvennanna ykist meðan á rannsókninni stóð virtist það ekki verða til þess að þær mætu lífsgæði sín hærri. Það er ljóst að með reglu- legri hreyfingu og hollu mataræði getur hver og einn haft mikil áhrif á heilsu sína, bæði líkamlega og andlega. Sjúkraþjálfararnir sem fram- kvæmdu þessa rannsókn telja að heilsurækt og styrking lík- amans sé án efa góð meðferð fyrir sjúklinga ekki síður en forvörn fyrir heilbrigt fólk. Þær telja að niðurstöður rannsóknarinnar megi nota til að benda fólki á hvað það hefur sjálft mikið að segja um eigin heilsu. Þær hafa hins vegar áhyggjur af því hversu stór hluti leiðbeinenda í lík- amsræktarstöðvum hér á landi er ómenntaður á þessu sviði. Þær telja að líkamsrækt- arstöðvarnar hafi tækifæri til að vinna öflugt forvarnarstarf og þær er stóðu að þess- ari rannsókn starfa nú við heilsuskóla Planet Pulse og hafa þær skipu- lagt þar námskeið sem eru svipuð að uppbygg- ingu og það sem þær notuðu í rannsókn sinni. Líka fyrir krakkana Heilsuskólinn býður upp á fjölmörg áhuga- verð námskeið nú í haust. Námskeiðið Kraftakarlar er fyrir karla sem vilja taka hraustlega á og byggist mest á þrek- og styrkt- arþjálfun. Þar er einnig að fá leiðbeiningar um bætiefnanotkun og mataræði eins og reyndar á öllum nám- skeiðum Heilsuskólans. Námskeiðið Kraftaverk er sex mánaða stórátak sem er ætlað konum sem vilja létta sig um fimmtán kíló eða meira. Lögð er áhersla á mikla fræðslu og mikinn stuðning á þessu námskeiði. Konur í kjól er tíu vikna nám- skeið sem er sniðið fyrir þær sem hafa áður verið á að- haldsnámskeiði og vilja halda áfram og ná enn betri árangri. Gígja Þórðardóttir sjúkra- þjálfari sér um þetta nám- skeið og er það svipað og námskeiðið í kjólinn fyrir jól- in. Námskeiðið Kraftakrakkar býður upp á skemmtilega og fjölbreytta tíma fyrir börn og unglinga. Það hefur verið mikil þörf á tímum sem þess- um fyrir krakka því lífshættir okkar hafa breyst og útivist og hreyfing meðal barna hef- ur minnkað. Ein afleiðing þessa er að offita hefur auk- ist mikið hjá íslenskum börn- um og nýlega birtust þær fréttir í dagblöðum að íslensk börn væru þau feitustu í Evr- ópu. Islensk börn eru mörg hver auk þess mikið ein yfir daginn og stjórna þá matar- æði sínu sjálf. Það er velþekkt að þegar valið stendur á milli þess að smyrja sér samloku með osti eða borða heilan pakka af súkkulaðikexi velja flest börn kexið. Námskeið sem þetta er því hið mesta þarfaþing því áhersla er lögð á að gera reglulega hreyfingu spennandi og skemmtilega fyrir krakkana. Þeim verða kynntar ýmsar íþróttir og leikir og fræðslu um mataræði og hreyfingu verður fléttað inn í á léttan hátt. Sjálfsmynd barna teng- ist mjög útliti þeirra og börn þurfa oft að þola mikla stríðni og einelti falli útlit þeirra ekki alveg að kröfum tískunnar. Hjá Heilsuskólanum starfar eingöngu fagfólk sem hefur trú á að sjálfsmynd barnanna tengist mjög sjálfsmynd þeirra sem kenna þeim. I Heilsuskólann geta mæð- ur einnig sótt sér sjálfsstyrk- ingu á námskeiðinu Lífskraft- ur. Námskeiðið er í fyrirlestr- arformi og það er Jónína Benediktsdóttir sem leið- beinir. Námskeiðið er fyrir konur sem vilja bæta líðan sína, öðlast meira sjálfstraust og fá jákvæðari sýn á lífið. Vikan 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.