Vikan


Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 18

Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 18
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson 9 N i k i t a 9 n a Vitum 1 hvað stelpurnar vilja Áhugi á snjóbrettum og öllu sem beím fylgir hefur aukist gviðarlega á und- anförnum árum. Þeir sem tileínka sér pann lifsstil vílja fulikominn búnað bá erfatnaður barengm undantekning. Karlkyns snjóbrettaiðkendur hafa Ri'inar ug AAulheiAur segja tilviljan- irnar liafa ráðið fcrðinni incð Nikita. „Hciða kann að iianna fiit, hún cr á fullu á snjóbrcttunum, ég er siilumað- ur... ug við crum mcð mikla rcynslu scm kaupcndur á þessuin markaði.“ ekki átt í uandræðum með að nálgast slíkan fatnað en annað hefur átt við um konurnar sem virðast hafa gleymst á bessum markaði. Þetta vita Rúnar Úmarsson og Aðalheiður Birgisdóttir, tveir af eig- endum verslunarinnar Týnda hlekksins á Lauga- veginum, en sem frum- kvöðlar á sviði snjó- brettaiðkunar á íslandi og kaupendur á beim mark- aði, tóku bau smám sam- an að fylla í betta gat. Aðalheiður hafði hannað og saumað flíspeysur á sjálfa sig sem vöktu það mikla athygli að farið var að selja slík- ar peysur í Týnda hlekknum. Upp úr því varð til vörumerkið Nikita og ýmis annar fatnaður fylgdi í kjölfarið við miklar vin- sældir. Nú er svo komið að eig- endur verslunarinnar stefna hraðbyri á erlendan markað með Nikita. í haust mun fyrsta heila fatalínan koma á markað en nú þegar hefur fatnaðurinn haslað sér völl meðal fremstu snjó- brettakvenna í heiminum sem auglýsa Nikita. Nikita er götufatnaður sem tengist ákveðnum lífsstíl, sbr. snjóbrettalífsstíl, en í kringum hann er mjög stór markaður. „Þetta er ein af fyrstu og örfáum fatalínum sem eingöngu hefur verið gerð fyrir stelpur. Við höf- um verið að kaupa inn í búðina um 15 vörumerki og í þeim er ekkert til að selja stelpunum þannig að það hefur verið stórt gat á þessum markaði hvað þær varðar,“ segir Rúnar þegar hann og Heiða setjast niður á háaloft- inu fyrir ofan verslunina ásamt blaðamanni og ljósmyndara en vinnustaðurinn hefur verið þeirra samastaður undanfarna mánuði. „Við ákváðum að þróa Nikita fatalínuna enn frekar, reyna hana á erlendum markaði og bera hana undir starfsfólk hjá þeim fyrirtækjum sem við erum að versla við og það hefur allt sýnt mikinn áhuga og látið þau orð falla að þetta sé snilldar fata- lína. Við fórum t.d. á vörusýn- ingu í London, kynntum línuna og markaðsátakið í kringum hana fyrir verslunareigendum og dreifingaraðilum víðsvegar að úr heiminum og það virkaði allt mjög vel,“ bætir Rúnar við nokk- uð ánægður eftir alla þá vinnu sem er að baki. Þær bestu í heiminum klæðast Nikita Ásamt Rúnari og Aðalheiði eiga verslunina Týnda hlekkinn þeir Þórður Höskuldsson og Valdimar Kr. Hannesson. Valdi- mar er búsettur í Hamborg í Þýskalandi og mun koma til með að sjá um dreifingu Nikita á Evr- ópumarkað síðar meir. En eins og Rúnar talar um þá eru víst föt- in ein og sér ekki nóg til þess að komast inn á svo harðan mark- að sem götu- og snjóbrettafatn- aður er og gott markaðsátak þarf til að fatalína sem þessi veki verðskuldaða athygli. Það sem skilur helst á milli fatalínu sem selst og þeirrar sem selst ekki er hvernig hún er kynnt og á hvaða hátt henni er dreift. „Heiða hannar stöðugt ný föt og af því er engar áhyggjur að hafa, við þurfum ekki nýja hönnuði eða starfsfólk í hönnunardeild þar sem hún kemur alltaf með nýjar hugmyndir og þekkir þarfirnar. En málið snýst um að sýna fram á af hverju fólk á að kaupa þessi föt,“ segir Rúnar. „Þarna kemur kunningsskapurinn inn í og það að við þekkjum nokkrar stelpur sem eru atvinnumenn í snjó- brettaiðkun og þær bestu í heim- inum á sínu sviði. Þær kynna ákveðin vörumerki þar sem þær eru á samningum hjá stærstu snjóbrettaframleiðendunum og í dag erum við einnig farin að styrkja þær með fatnaði frá Nikita. Það hefur allt að segja fyr- ir okkar vörumerki og auglýsing- una á því.“ Hin nýja fatalína Nikita mun koma á markað í haust eins og áður sagði. Þar verður um að ræða t.d. peysur, buxur, vesti, jakka, pils og kjóla. Hægt verð- ur að fá hverja flík í mismunandi litum og oft á tíðum úr ólíkum efnum. Fatnaðurinn er einfald- ur hversdagsfatnaður og sniðin miðast við að fatnaðurinn sé um- fram allt þægilegur. Flestar flík- urnar ganga saman og þær fær- ast á milli fatalína eftir árstíðum. Pils og kjólar hafa fram að þessu ekki fengist í Nikita og því er um ýmsar nýjungar að ræða með nýju línunni. Nikita mun áfram fást íTýnda hlekknum en eigend- urnir hafa ákveðið að ekki verði farið í frekari dreifingu á fatnað- inum hér á landi. Þau stefna á er- lendan rnarkað. Það eru urn átta ár síðan Að- alheiður byrjaði að hanna og sauma fatnað á sjálfa sig. Hún byrjaði á því að teikna og sauma myndir í boli en fór fljótlega að selja slíka boli þar sem ásókn var í þá. Upp úr því fór hún að sauma föt og selja aðeins í búðir og hafði því verið að „vesenast" í þessum geira í töluverðan tíma áður en alvaran tók við eins og hún segir sjálf. „Fram að þessu hefur Nikita verið saumað á sauma- stofu á Húsavík, sem hefur geng- ið mjög vel, enda nauðsynlegt að hafa saumastofu hér heima sem |etur þróað vöruna með okkur. I dag standa málin hins vegar þannig að framleiðslan fer að 18 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.