Vikan


Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 46

Vikan - 29.08.2000, Blaðsíða 46
Þórunn Stcfómsdóttir pýddi „C'est formidable de vous ce soir! “ sagði hún eins og Phil hafði sagt henni að gera. Hún átti hvert bein í áhorfend- um strax eftir fyrsta lagið. Hún var í skýjunum. Hún kynnti dans- arana hvern af öðrum og áhorf- endur klöppuðu og stöppuðu. Hún dansaði og söng og það hefði mátt heyra saumnál detta þegar hún söng uppáhaldslagið sitt sem var fallegt og svolítið sorglegt. Eftir hlé fékk Brick að sleppa fram af sér beislinu í trommusól- ói. Tónarnir hófu sig til flugs út í svarta nóttina og áheyrendur kunnu vel að meta það. Brick var vinsæll. Þau elskuðu nafnið hans og kölluðu það í sífellu. Hann stóð upp og hneigði sig brosandi út að eyrum. Þetta var stórkostlegt kvöld fyrr þau öll. Annie söng hvert aukalagið á fætur öðru, áhorfend- ur vildu einfaldlega ekki sleppa henni af sviðinu. En að síðustu neituðu þau að syngja meira. Kampavínstapparnir flugu um loftið og vínið streymdi í glösin. Allir kysstu alla og Annie var miðpunkturinn. Allir föðmuðu hana að sér og hún var viss um að hún yrði einn stór marblettur daginn eftir. Phil og Dí voru yfir sig ánægð. Þau kysstu hana og sögðu hvað eftir annað að hún hefði verið frá- bær og aldrei sungið betur. Hún vissi af Marc hinurn meg- in í herberginu og fann að hann hafði ekki af henni augun. Hann kom ekki nálægt henni en hún titraði þegar hún mætti augnaráði hans. Hún hugsaði um húsið í skóginum, þögnina og friðsæld- ina. Hvernig hún hafði legið í örmum hans undir næturhimnin- um, gagntekin tilfinningum sem hún áttaði sig ekki alveg á. Hún var vön því að koma fram, var vön fagnaðarópunum og há- vaðanum. En tilfinningarnar sem hún bar í brjósti þessa stundina voru ekki eins kunnuglegar og þær hræddu hana. „Komdu, þú þarft að fara í sturtu og skipta um föt áður en við förum í veisluna á hótelinu," sagði Díana. Annie hrökk upp úr hugsun- um sínunt. „Hvað varstu að segja?“ „Hafðu ekki áhyggjur, þetta er ekkert stórt í sniðum, bara nokkur hund- ruð manns,“ sagði Dí hlæjandi. Þau voru öll yfirspennt eftir tónleikana. Brick sleppti ekki hendinni af trommukjuðunum og barði þeim á kollinn á öllum sem urðu á vegi hans og á borð, stóla og veggi. Venjulega leið Annie á svip- aðan hátt. Hún elskaði að standa á sviðinu og gefa áhorfendum allt sem hún átti að gefa. Hún fékk orkuna sem hún tapaði margfalt til baka. Hún var vön því að sitja með strákunum í margar klukku- stundir eftir tónleikana til þess að ná sér niður. En þannig var það ekki í þetta sinn. Þetta kvöldið hugsaði hún bara um Marc. Hún fór í sturtu og klæddi sig í kjól, einn af fáum sem hún átti. Kjóllinn var grænn og silfurlitað- ur, fleginn og þröngur og fallegir fótleggir hennar nutu sín undir stuttu pilsinu. Brick flautaði á hana þegar hún birtist í kjólnum og lét eins og hann væri að falla í yfirlið. Annie hló og henti púða í áttina til hans. Nokkrum mínútum síðar komu öryggisverðirnir og fylgdu þeim út. Þau komust óséð út í bíl sem ók þeim heim á hótelið. Þar var þeim fylgt inn í stóran sal sem þegar var fullur af fólki. Einhver rétti Annie kampavínsglas en hún rétt dreypti á því. Hún þurfti ekki á því að halda. Marc var mætt- ur en hann kom aldrei nálægt henni. Hún var stöðugt meðvituð um nærveru hans og gat ekki stillt sig um að horfa í augu honurn. Hann horfði til baka og henni fannst eins og augnaráð hans leiddi hana inn í stjörnubjartan himingeim- inn. Allir vildu tala við hana og oft missti hún sjónar á honum í mannfjöldanum. En hún hugsaði urn hann allan tímann og þráði hann svo mikið að hún fann til. I kvöld hafði hún sungið fyrir hann einan og gefið allt sem hún átti að gefa. Hún fann að hún var orðin þreytt og stífnaði upp þegar Marc gekk í átt til hennar. Hann horfði á hana og sagði hljóðlega: „Það er kominn tími til að þú farir í rúmið.“ Því var mótmælt úr hverju horni. „Hvaða vitleysa. Nóttin er ung!“ Annie leit á hann og kinkaði kolli. „Eg er dauðþreytt." „Ég skal fylgja þér upp,“ sagði Marc. Annie tók eftir rannsakandi augnaráði Df og Phil. Þau sögðu ekkert en hún vissi að þau voru að brjóta heilann um hvað væri í gangi. Venjulega sá annað hvort þeirra um að gæta hennar. Þau höfðu örugglega ætlað að fara að stinga upp á því að hún færi að hvíla sig rétt eins og þau voru vön að fylgja henni að sviðinu. I kvöld hafði Marc hins vegar tekið við þeirra hlutverki og þau vissu ekki alveg hvernig þau áttu að taka því. Annie kyssti þau góða nótt. „Ég er svo þreytt að ég get varla haldið augunum opnum. Ég ætla að koma mér í rúmið en þið skulið halda áfram að skemmta ykkur.“ Þau andmæltu ekki þar sem all- ir voru að fylgjast með þeim. Marc gekk þögull með henni eftir hótelgöngunum. Hann fylgdi henni inn í íbúðina, greip um axlirnar á henni, dró hana að sér og kyssti hana. „Þú söngst fyrir mig einan í kvöld, var það ekki?“ „Jú,“ svaraði Annie og beið óþolinmóð eftir næsta kossi. „Góða nótt, Annie," sagði hann og brosti. Hann fór fram og lokaði dyr- unum varlega á eftir sér. Hún stóð ein eftir og hungraði eftir honum. Morguninn eftir kveið hún því að hitta Dí og Phil. En þau voru greinilega búin að ákveða að forðast að tala um Marc þótt þau brynnu örugglega í skinninu að spyrja hana spjörunum úr. And- rúmsloftið varð þvingað í hvert sinn sem nafn hans bar á góma. Annie var að vona að þau segðu það sem þeim bjó í brjósti til þess að hreinsa andrúmsloftið. En hvað gat hún svo sem sagt þeim? Hún vissi varla sjálf hvað var að gerast á milli hennar og Marcs. Síðdegis lögðu þau af stað til Lyon. Enginn hafði farið á fætur fyrr en um hádegi og allir voru hálfeftir sig eftir veisluna. Jafnvel Brick var þögull og sagði varla orð, hann geyspaði og starði út í loftið og stundi ef einhver talaði of hátt. Bílinn lagði af stað frá hótelinu klukkan þrjú og Brick steinsofn- aði um leið og París var að baki. Annie hafði ekkert séð til Marcs og velti því fyrir sér hvort hann kæmi til Lyon. Hún starði út um bílgluggann og hallaði sér aft- ur í sætinu. Eftir því sem klukku- stundirnar liðu langaði hana meira að hitta hann aftur. Hann vék ekki úr huga hennar, hún sá hann fyrir sér, rifjaði upp allt sem hafði gerst þeirra á milli, hvernig hann horfði á hana, hvernig hann kyssti hana. Mínúturnar siluðust áfram. Henni fannst vera marg- ar vikur frá því að hún sá hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.