Vikan - 05.09.2000, Qupperneq 4
Kæri lesandi
Mfkið skelfmg
getur verið
leiðinlegt að
versla.
Kannski er ég
einfaldlega búin að versla yfir
mig, það hlýtur að vera ein-
hver ástœða fyrir því hversu
mjög mér leiðist það. Auðvitað
verð ég aðfara að kaupa í
matinn reglulega eins og allir
aðrii; sem halda heimili, en
það er langt ífrá að mérfinn-
ist það skemmtilegt. Stundum
neyðist maður líka tii aðfara í
búðir annarra erinda en því
miður verð ég að viðurkenna
að það erufáar verslanir á
Reykjavíkursvœðinu sem ég
hefhaft gaman afað koma inn
íþótt undantekningarnar séu
auðvitað til. Helstu undan-
Verslunarleiði og angur
tekningarnar eru litlar sér-
verslanir þar sem vinnurfólk
sem hefur vit á því sem það er
að selja og þar sem örtröðin
og stressið er ekki alla að
drepa.
Mér ofbauð endanlega um
daginn þegar égfór inn í
ágœta stórverslun, en þangað
átti ég það fróma erindi að
kaupa mér stól sem ég hafði
séð þar nokkru áður ogfallið
fyrir.
Eftir að hafa gengið langa
vegalengd (þetta erAFAR stór
búð!)fann ég loks stólinn
góða en þá var búið aðfjar-
lœgja afhonum verðmiðann.
Mig vantaði aðstoð. Eg kom
auga á tvo stráka merkta
versluninni en þeir voru á
harðahlaupum eins og haus-
lausar hœnur og rétt náðu að
kasta einsatkvæðisorðum að
þeim fjöldamörgu sem reyndu
að ná tali afþeim. Að öllum
líkindum hefði ekki dugað
minna en snara að hœtti
Lukku-Láka til að stöðva þá.
Eftir nokkurt rápfann ég eins
konar „afgreiðslustöð" þar
sem ungur maður sat með
st'ma í annarri hendi og penna
í hinni. Það var augljóst að
hann vann vel fyrir kaupinu
sínu, því samtímis var hann að
taka niður pöntun viðskipta-
vinar, sem stóð fyrirframan
hann, og gefa öðrum upplýs-
ingar í gegnum í símann.
Fjöidi fólks stóð og beiðfyrir
framan manngreyið þegar ég
kom og þarna stóðum við öll í
hóp og biðum, mislengi þó,
meðan blessaður maðurinn
skrifaði afkappi og talaði í
símann rjóður afstressi. Eftir
drjúga bið fékk ég miða með
númeri stólsins og verði og
mér var sagt aðfara og borga,
en síðan lœgi ieiðin út á lager
þar sem égfengi gripinn af-
hentan.
Við kassann hófst enn ein bið-
in meðan afgreiðslustúlkan
reyndi árangurslaust að ná í
aðstoð við að fylla á
pokastandinn svo konan á
undan mérþyrfti ekki að bera
sokkahlaðann ífanginu út í
bílinn sinn. En ég slapp út og
eftir bíltúr, með tilheyrandi
villu í leit að lagernum, gekk
ég til næsta afgreiðslumanns í
þessu ágœta ferli, ungs manns
með heyrnartól í eyranu.
Hann tók við miðanum, leit á
hann og sagði svo nokkrar
setningar sem ég botnaði
hvorki upp né niður í! „Ha?
Hvað segirðu?“ hváði ég eins
ogfálki. Þá leit maðurinn á
mig, eins og utan úr geimnum
og sagði: „Eg er að tala í sím-
ann. “
Egfékk stólinn minn. Þetta er
fínn stóll og gott að sitja í
honum en mig langar ekki í
annan. Eg nenni ekki í svona
búðir þar sem enginn má vera
að því að sinna manni eins og
manneskju.
En við getum fagnað nýrri
Viku. Ihenni er að fmnafullt
afgóðu efiti eins og venjulega;
viðtal við aðalhetjuna í
kvennafótboltanum, textílkon-
ur eru heimsóttar, fróðlegar
greinar um skilnað, fóbíur,
leghálskrabbamein og rifrildi.
Vtkan bendir líka konum á
ómögulega karla, leiðir til að
komast áfram í vinnunni, t\’œr
lífsreynslusögur eru í blaðinu,
handavinna og svo mœtti lengi
telja. En sjón er sögu ríkari,
flettu blaðinu ogfinndu eitt-
hvað við þitt hœfi og ...
... njóttu Vikunnar
Jóhanna Harðardóttir
Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir,
vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði ht. Seljavegi 2, sími: 515 5500
fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson.
Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðviksson, simi: 515 5515.
Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, simi: 515 5512.
Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily
Magnúsdóttir, Guðriður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir.
Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigriður
Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is.
Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrímsson.
Verð í lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti
344 kr. á eintak. Ef greitt er með gíróseðli 390 kr. á eintak.
Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið i Prentsmiðjunni
Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir.
Áskriftarsími:
515 5555