Vikan - 05.09.2000, Page 7
þjálfa síðan 1989 og það eru mjög
sterkir flokkar og góðar, upp-
rennandi stelpur að koma upp.
Svo er bara spurningin hvort þær
skili sér upp í meistaraflokk."
Stelpur virðast frekar hætta að
stunda íþróttir en strákar þegar
þær komast á unglingsárin. Er
mikið brottfall í kvennabolta-
num? „ Það er alltaf eitthvað um
það að stelpur hverfi úr bolta-
num á unglingsárunum. Þá er svo
margt sem togar í þær. Stundum
eru meistaraflokkarnir ef til vill
mjög sterkir og þær eiga erfitt
með að komast í liðið. Kvenfólk
er líka oft í þessu út af félags-
skapnum og þær nenna ef til vill
ekki að fara í önnur lið heldur
hætta alveg. í gegnum tíðina hef-
ur ekki verið neinn rosalegur
meðbyr í kvennaíþróttum en það
er að breytast og ég á alveg von
á því að brottfallið fari minnk-
andi í framtíðinni. Þær stelpur
sem halda áfram eru þær sem
hafa mikinn og einlægan áhuga
á knattspyrnunni." segir Helena
ákveðin. Sjálf fór hún í KR þeg-
ar Víkingsliðið var lagt niður árið
1985 og hefur spilað með þeim
síðan ef undan er skilið sumarið
1992 þegar sem hún lék með
Skaganum.
Eins oð beljur á svelli
Helena hefur verið mjög sigur-
sæl í boltanum og hefur fjórum
sinnum unnið íslandsmeistaratit-
ilinn og tvisvar sinnum orðið bik-
armeistari. KR-ingar voru mjög
sigursælir á 100 ára afmæli sínu í
fyrrasumar og unnu tvöfalt bæði
í kvenna- og karlaboltanum.
„Það er frábært að vera KR-ing-
ur í dag,“ segir hún og brosir
breitt. „Kvennaliðið hefur orðið
íslandsmeistari síðastliðin þrjú
sumur og auðvitað stefnum við
á að bæta fjórða titlinum í safnið
en það er á brattann að sækja.
Deildin hefur sjaldan verið eins
jöfn og núna. Þrjú lið eru í bar-
áttunni um íslandsmeistaratitil-
inn, Breiðablik, Stjarnan og KR.
Við KR-stelpur munum síðan
bítast við Blikana um bikarmeist-
aratitilinn í september og við ætl-
um að sjálfsögðu að landa þeim
titli.“
Hún segir að það sé ekki nein
pressa á þeim eftir afmælisárið
Helena hefur verið á fullu í kvenna-
fótboltanum í rúman hálfan annan
áratug og oft hampað titlum.
„Nú stefna þær stelpur sem ætla sér
eitthuað auðvitað á landsliðið og eftir
stúdentspróf er möguleikí fyrír þær á
að komast í skóla til Bandaríkjanna á
styrk. Það er eitthvað sem maður uissi
ekki einu sinni að væri til fyrir
nokkrum árum. i dag er líka möguleiki
á að komast í atvinnumennsku. Ég
óska þess stundum að ég væri yngri
og með báða fætur í lagi.“