Vikan


Vikan - 05.09.2000, Side 14

Vikan - 05.09.2000, Side 14
Texti: Þórunn Stefánsdóttir Sambandinu er lokið. Tílueran hrynur til grunna. Matarlystin heyrir sögunni til og kílóin hverfa sem dögg fyrir sólu. Hanna beið og vonaði í heilt ár að hann kæmi til baka. Hinrik varð mannafæla og stoltið kom í veg fyrir að hann leitaði huggunar hjá vínum sínum. Þau eru sammála um hað að ekkert sé sársaukafyllra en að lenda í... ÁSTARSORG Saga Hinriks Það tók mig tvö ár að kom- astyfir sorgina. Eg lenti í vítahring. Það komst ekkert annað að en sorgin. Mánuðum saman sat ég einn heima á kvöldin og vorkenndi sjálfum mér. Að síðustu var sorgin orðin svo stór hluti af mér að mig lang- aði ekki einu sinni að sigrast á henni. Hún var eini fasti punkturinn í tilverunni. Fyrir þremur árum sagði kærastan mér upp eftir að við höfðum verið saman í fimmt- án mánuði. Ég hafði staðið í þeirri trú að samband okkar myndi vara að eilífu. Hvað hafði ég gert rangt? Milljón sinnum spurði ég mig þeirrar spurningar. Ég elskaði hana en hún hafði greinilega ekki elskað mig. Satt að segja vissi ég þó svarið við spurningunni. Þeg- ar við höfðum verið saman í átta mánuði fór hún í hálft ár í nám erlendis. Við ákváðum að halda sambandinu áfram og vera hvort öðru trú. En eitt kvöldið fór ég út að skemmta mér með vinum mínum, hitti konu og fór með henni heim. Það hliðarspor átti eftir að hafa hörmulegar afleiðingar. Ég elskaði kærustuna mína og skildi ekkert í sjálfum mér að hafa verið svona kærulaus. Mér leið eins og skíthæl þegar hún kom til baka og ákvað að segja henni frá framhjáhaldinu. Við elskuð- um hvort annað og ég var viss um að hún myndi fyrirgefa mér. Ég hefði betur sleppt því. Hún tók þessum tíðindum mjög illa. Við héldum áfram að vera saman í nokkra mán- uði og ég reyndi allt sem ég gat tiljress að bæta fyrir brot mitt. Ég skreið fyrir henni og gerði lítið úr sjálfum mér. Ég fór að hata sjálfan mig og að lokum gafst hún upp og flutti út. Astarsorg er hinn full- komni megrunarkúr. Ég kom ekki niður matarbita. Ég hor- aðist og varð slappari með hverjum deginum sem leið. Mér leið hræðilega, andlega og líkamlega, í hvert sinn sem mér varð hugsað til hennar. Eitt sinn mætti ég vini mín- um á götu og hann hélt að ég væri orðinn bakveikur vegna þess að ég gekk allur í keng. En skýringin á þessu var sú að ég þjáðist stöðugt af slæmum magaverkjum. Mig langaði til þess að gráta en gat það ekki. Tárin hefðu líklega hjálpað mér að kom- ast í gegnum sorgina. Ég þorði ekki að tala við vini mína um skilnaðinn. Ég var stoltur og vildi ekki viður- kenna að hún hefði farið frá mér, að henni hefði ekki þótt ég nógu góður. Ef ég var spurður að því hvernig hún hefði það svaraði ég stuttur í spuna að við værum hætt að vera saman. Það liðu þrír mánuðir áður en ég gat hugs- að mér að segja besta vini mínum sannleikann. Fyrstu vikuna treysti ég mér varla til þess að fara í vinnuna. Ég sat við símann og velti því fyrir mér hvort ég ætti að hringja í hana og von- aði að hún myndi hringja. „Hvað get ég gert?“ spurði ég sjálfan mig en fékk auðvitað ekkert svar. Lífið virtist of til- gangslaust til þess að lifa því. Þótt það hvarflaði aldrei að mér að stytta mér aldur get ég skilið þá sem eru svo örvænt- ingarfullir að þeir komi ekki auga á aðra lausn. Við höfðum ákveðið að skilja sem vinir. Það var erfitt. Ég leitaði stöðugt eftir ein- hverju í fari hennar sem gæfi til kynna að hún vildi fá mig aftur. Þegar við hittumst reyndi ég að láta sem ekkert væri. Ég sá að hún var fegin því. En satt að segja leið mér hörmulega í hvert sinn sem ég hitti hana. Hálfu ári seinna byrjaði hún að vera með öðrum manni. Þá fyrst gerði ég mér í raun og veru grein fyrir því að sambandi okkar væri lok- ið. Ég forðaðist að verða á vegi hennar og það gerði mér gott. En aldrei leið sá dagur að ég hugsaði ekki til henn- ar. Það tók mig tvö ár að kom- ast yfir ástarsorgina. Þegar ég lít til baka hefði ég ekki vilj- að vera án þessarar reynslu. Hún kenndi mér ýmislegt um sjálfan mig. Ennþá get ég ekki hugsað mér að fara í fast sam- band og ég á erfitt með að sleppa tilfinningum mínum lausum. Tilhugsunin um að lenda í því sama aftur fyllir mig skelfingu. En ég er ákveðinn í því að sigrast á hræðslunni. Hið eftirsótta líf piparsveinsins getur nefni- lega verið alveg hundleiðingt! Saga Hönnu Ég léttist um tíu kíló á þrem- ur mánuðum. Hann bauð mér heim í kvöldmat. Borðið var fallega skreytt og íbúðin upplýst með kertum. Eftir matinn sett- umst við í sófann, skoðuðum ferðabæklinga og veltum því fyrir okkur hvert við ættum að fara í sumarfrí. Allt í einu lét hann sprengjuna falla. Hann sagðist ekki geta hald- 14 Vikan Góð ráð til þess að sigrast á sorginni: • Þaö er mikilvægt að horfast í augu við sorgina en gættu þess að gleyma þér ekki í henni. Skoðaðu myndirnar af ykkur saman, síðan skaltu henda þeim eða láta þær inn í geymslu. • Ekki vera hrædd við að vera ein. Ef þér líður illa með sjálfri þér hefur þú lít- ið að gefa öðrum. Lélegt sjálfsmat er slæmt veganesti inn í nýtt ástarsam- band. • Reyndu að hugsa ekki of mikið um hann og forðastu staði þar sem þú átt á hættu að hitta hann. Það gerir ekkert annað en að ýfa upp sárin. • Gerðu þér grein fyrir því að sambandinu sé lokið. Líttu það jákvæðum aug- um; nú hefur þú tækifæri til þess að hitta einhvern ennþá betri. • Gættu þess að hafa nóg að gera. Ekki sitja ein heima. Farðu út og hittu vini þína. • Versta lausnin er að fara til læknisins og biðja um gleðipillur. Satt að segja velja margir þann kostinn. En pillurnar koma i veg fyrir að þú farir í gegnum sorgina á eðlilegan hátt og það tekur þig lengri tíma að sigrast á henni.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.