Vikan - 05.09.2000, Blaðsíða 15
ið sambandinu áfram. Hann
elskaði mig ekki nógu mikið.
Hann vildi vera heiðarlegur,
þar sem hann vissi að ég bæri
miklu sterkari tilfinningar til
hans.
Ég sat og starði á hann. Ég
hélt að mér hefði misheyrst.
Ég hafði staðið í þeirri trú að
ég væri búinn að finna mann-
inn í lífi mínu og nú vildi hann
ekkert með mig hafa. Það gat
einfaldlega ekki verið satt.
Þetta hlaut að vera vondur
draumur.
En þetta var satt. Uppsögn-
in kom eins og þruma úr heið-
skýru lofti og áfallið var gífur-
legt. Ég kom ekki upp einu
einasta orði, tók töskuna
mína og jakkann og flýtti mér
út. Þá fyrst komu tárin.
Við kynntumst á sameigin-
legum vinnustað okkar. Ég
hafði verið ástfangin af hon-
um í marga mánuði áður en
hann tók eftir mér. Við byrj-
uðum að vera saman og ég
var yfir mig hamingjusöm.
Það var erfitt að halda
áfram að hitta hann daglega
í vinnunni. Samt fannst mér
gott að vera nálægt honum.
Ég var viss um að einn daginn
myndi hann uppgötva að
hann gæti ekki lifað án mín. A
hverjum morgni eyddi ég
löngum tíma fyrir framan
spegilinn og lagði allt mitt
stolt í að líta vel út. Ég vildi
ekki að hann sæi hvað mér
leið illa.
Fyrstu vikurnar vék ég
varla frá símanum. „Hann
hlýtur að hringja," hugsaði ég
á hverju kvöldi með sjálfri
mér. Hann hringdi aldrei. I
vinnunni hélt ég í vonina að
hann kæmi til mín og bæði
mig að koma aftur. Ég þorði
ekki að tala við hann að fyrra
bragði. Að lokum var svo
komið að ég gat varla hugs-
að mér að vera í sama her-
bergi og hann. Alltaf þegar ég
sá hann þyrmdi yfir mig og
mér var flökurt.
Ég byrjaði á því að fara að
skokka á hverjum degi. Ég
tll llilllllliii ii liii
!.:*i»ti'ij»]ijj'"*;||
Myndir er svið-
sett af Hugleik
komst að því að það var besta
leiðin til þess að slaka á og
losna við flökurleikann.
Hann hafði alltaf sagt að
hann kynni betur við konur
sem hefðu eitthvert hold utan
á sér og að hans mati væri ég
fullkomin. Flökurleikinn og
skokkið gerðu það að verkum
að ég léttist um tíu kíló á
þremur mánuðum og ég var
að verða að engu.
Stuttu seinna fór hann að
hrósa mér fyrir hvað ég liti vel
út. Ég tók því þannig að
kannski væri hann loksins til-
búinn að fá mig aftur. Það var
ennþá erfiðara að gleyma
honum meðan hann hélt
áfram að gefa mér undir fót-
inn.
Ég trúði vinkonum mínum
fyrir raunum mínum. Þær
hlustuðu á mig gráta og hlust-
uðu á sömu sögurnar aftur og
aftur. Það var mikilvægt að
hafa einhvern að tala við. Mig
dreymdi hann stöðugt og
draumana reyndi ég að ráða
þannig að þeir væru að segja
mér að vera þolinmóð, að allt
yrði gott aftur. Ég skrifaði
dagbók og fyllti síðu eftir síðu
af minningum um hann.
Höfnunartilfinning er
hræðileg. Ég missti allt sjálf-
traust. Allt sem ég gerði,
gerði ég með það í huga að fá
hann aftur. Ég var ekki með
sjálfri mér. Hálfu ári eftir að
hann sleit sambandinu hitti ég
hann í veislu með annarri
konu. Ég fór heim alveg
eyðilögð. Það leið heilt ár
áður en ég hætti að hugsa um
hann daglega.
í dag myndi ég hugsa mig
tvisvar um áður en ég stofn-
aði til alvarlegs sambands. Ég
gæti ekki hugsað mér að
ganga aftur í gegnum svona
mikla sorg. Þegar ég lít til
baka finnst mér fáránlegt
hvað ég eyddi miklum tíma
og mikilli orku í að syrgja
hann. Hann var alls ekki þess
virði.
Vikan
15