Vikan


Vikan - 05.09.2000, Side 21

Vikan - 05.09.2000, Side 21
Sá iiciftr:i‘kiii cr alltaf' bálrciAur út í allt oj> alla. Ilann innn ólijá- kva,niilcj>a fara aft hata |)ij* nicft tíinanum vegna hiiginvnda |)inna iini þaft livcrnij; saniband ykkar a‘tti aft vcra. stjórnsami bregst hart við þegar kemur að því að þú vilj- ir að hann geri eitthvað sem hann vill ekki. Hann mun að sjálfsögðu reyna að stjórna þér og hringir í þig á 20 mín- útna fresti til að sannfæra sig um að þú sért ekki með ein- hverjum öðrum. Hann myndi sannarlega vilja starfa með þér líka til að geta fylgst með þér allan sólarhringinn. Honum væri trúandi til að segja þér hverju þú ættir að klæðast, hvernig mat þú ættir að borða og meira að segja hvaða bæk- ur þú ættir að lesa. Grínistinn Þessi manngerð setur allt á svið fyrir konur. Hann held- ur að sé hann nógu fyndinn og skemmtilegur vilji konur sofa hjá honum og að þær muni koma til með að elska hann áður en yfir lýkur. A meðan flestir kunna að meta kímni- gáfu vina sinna eða elskhuga dugir húmorinn einn og sér ekki til að halda sambandi gangandi. Grínistinn er ÓÖf- uggur sem sést á þessari stöð- ugu þörf hans fyrir að vera í sviðsljósinu. Ef þú ert í sam- bandi við grínista mun það enda með því að þú sérð hann aðeins sem skemmtimaskínu og þú ferð að ætlast til þess að hann sjái þér alltaf fyrir ein- hverju til að hlæja að. Þú lít- ur ekki á hann sem mann sem þú gætir átt einlægt, náið og ástríðufullt samband við. Lúðinn Vandamál þessa náunga eru þau að honum líður bet- ur í návist tölva eða véla en fólks, sérstaklega kvenna. Hann er tryggur og um- hyggjusamur en þarf tilfinn- anlega að læra að vekja róm- antískar tilfinningar sínar. Lúðar geta yfirleitt ekki hald- ið uppi eðlilegum samræðum og hafa afneitað kynþörf sinni svo lengi að það tekur lang- an tíma að vekja hana upp. Ef þú ert með lúða í höndunum búðu þig þá undir mikla vinnu. „Þerapístínn" Þessi gaur heldur að ef hann geti leyst vandamál konu muni hún vilja sofa hjá honum. Hann lætur sem hann vilji bara platónskt samband við þig en í rauninni er hann að undirbúa rúmferð með þér. Hann reiknar dæmið þannig að hann fái kynlíf frá þér að launum fyrir góð ráð. Málið er bara að konur vilja ekki vera í nokkurs konar sjúklinga- eða skjólstæðinga- sambandi við elskhuga sína. Ef þú þarft á góðri ráðgjöf eða hjálp að halda talaðu þá við alvöru sálfræðing. Þrællinn Þessi maður heldur að öll jákvæð athygli sem hann fær frá konu sé merki um að hún sé á leiðinni í rúmið með hon- um. Hann mun gera allt fyrir konuna, elda matinn, hjálpa henni að færa til húsgögnin og meira að segja setja nýjar fúg- ur á milli flísanna í baðher- bergi hennar. Hann ályktar svo að þegar hún hrósar hon- um, segir hve mikill krúttmoli hann sé, ásamt öllum fórnun- um sem honum finnst hann hafa fært fyrir hana, muni hann óhjákvæmilega enda uppi í rúmi hjá henni. Stað- reyndin er sú að Konur fyrlrlíta menn með þrælslund þrátt fyrir að þær noti þá miskunn- arlaust til að hjálpa sér og finnist þeir nógu góðir til að þær eyði peningunum þeirra. Ef þú ert að leita að sálufé- laga mun gagnkvæm virðing aldrei ríkja á milli þín og þræls. Ef þú ert að leita að manni til að misnota er þetta hann. Sá nýfráskildi Samband við þennan gæja hefur aðeins vandamál í för með sér. Hann vantar bara tvennt frá þér; kynlíf 0B ÖXl þína til að gráta við á meðan hann notar þig til að annast um sig. Þegar þú ert í sambandi við mann sem er enn í sárum eft- ir skilnað mun hann líklega þjást af þunglyndi og efa- semdum um getu sína til að ná sér í aðra eiginkonu. Núna er hann bara í leit að kynlífi því það er orðið of langt síð- an hann svaf síðast hjá. Hann lítur á þig sem tímabundið kynlífstól á meðan hann jafn- ar sig eftir skilnaðinn. Hánösin Þessi er nískupúki af verstu gerð. Hann er haldinn svo mikilli þráhyggju að safna peningum að það hverfur öll rómantík ef hlutirnir kosta peninga. Að fara í bíó? Þú færð langan fyrirlestur um það hvað bíómiðar hafi hækkað í verði. Hann geng- ur ekki í tískufötum og hús- gögnin hans eru gatslitin og SjÚSkuð því honum finnst svo dýrt að kaupa sér ný. Til að gera þetta allt verra er líklegt að nánösin sé í vel launaðri vinnu og að hann leggi þau öll í banka til að vera viðbúinn næstu heimskreppu. Sá heiftrækni Þessi gaur er alltaf bálreið- ur. Hann hefur sterkar skoð- anir á öllu og öllum og hatar alltaf einhvern eða eitthvað. Ekki er hægt að tala við hann um stjórnmál því hann hatar alla stjórnmálamenn. Að biðja hann að koma út í ísbúð gengur ekki heldur því hann hatar ÍS. Hann mun óhjá- kvæmilega fara að hata þig með tímanum vegna hug- mynda þinna um það hvern- ig samband ykkar ætti að vera. Ertu niðurbrotin vegna allra ómögulegu mannanna sem voru taldir hér upp? Ekki vera það! Það er fullt af góð- um gæjum þarna úti og þar á meðal sá rétti fyrir þig. Vertu hress því nú ertu vopnuð nýrri þekkingu um þær mann- gerðir sem henta þér ekki. Þú munt ekki eyða tíma þínum í svona ömurlega „kannski- gaura“ og kemur mun fyrr auga á þá sem eru áhugaverð- ir. Vikan 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.