Vikan


Vikan - 05.09.2000, Side 25

Vikan - 05.09.2000, Side 25
Flughræðsla er ein sú tegund fælni sem flestir þjást af. Þótt margir 'pjáist af flughræðslu frá barnæsku er þó algengt að henn- ar verði fyrst vart milli tvítugs og þrítugs, meðalaldurinn þegar hennar verður fyrst vart er 27 ár. Sálfræðingar og aðrir sem rann- saka sálarlíf manna telja að þetta stafi af því að á þeim árum fer fólk yfirleitt að gera sér grein fyr- ir eigin dauðleika og hversu við- kvæmt lífið sé. Það er einnig sér- kennileg staðreynd að hvers kon- ar fælni er mun tíðari meðal ungra kvenna en nokkurra ann- arra hópa. Sumir sálfræðingar hafa viljað skýra þetta með því að ungar konur hafi meiri tilhneig- ingu en aðrir til djúprar sjálf- skoðunar. Hraði og stress ýta undir kvíða og ótta Nicky Lidbetter, formaður Samtaka fælnisjúklinga (the National Phobics Society) í Bandaríkjunum skýrir þetta þannig: „Konur á þrítugsaldri nú á dögum eru alltaf á ferðinni. Starfsframinn, vinirnir, fjölskyld- an og makinn þurfa allir umönn- unar hennar við og það er alltaf mikið að gera. Kvíði og kvíða- tengdir sjúkdómar eiga auðvelt með að þróast við slíkar aðstæð- ur. Fyrir þrjátíu árum stofnuð- um við Samtök fælnisjúklinga og þá voru flestir meðlimirnir mið- aldra konur en í dag eru konur- nar á þrítugsaldri." Hraði nútímasamfélags og kröfurnar sem gerðar eru til fólks hafa vissulega áhrif á hversu við- kvæmt það er fyrir ótta og kvíða. Önnur skýring kann einnig að vera á aukningu alvarlegra fælnitilfella og því hversu algeng hún er meðal ungs fólks er að nú- tímafólk er yfirleitt viljugra að leita sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á en áður var. Fæstir eru tilbúnir til þess að láta óttann stjórna lífi sínu án þess að reyna að gera eitthvað til að sigrast á honum. Eins og samgöngum er nú háttað má líkja því við fötlun að þjást af svo heiftarlegri flug- hræðslu að viðkomandi treysti sér ekki til að ferðast milli landa. Ótti við köngulær eða skorkvik- indi getur ráðið því að ákveðinn hópur fólks getur ekki notið úti- vistar yfir sumartímann og þeir eru til sem ekki geta búið hærra en á fyrstu hæð. Hópur fólks ferðast aldrei í lyftu og aðrir geta ekki gengið inn í gluggalaus her- bergi. Fælni er erfitt vandamál að eiga við en alls ekki óyfirstígan- legt. Hægt er að fara á námskeið til að lækna flughræðslu og sú meðferð sem þar er veitt hefur reynst mjög árangursrík. Sál- fræðingar hafa beitt ýmsum að- ferðum til að hjálpa fólki að sigr- ast á fælni, meðal annars er not- uð dáleiðsla og kennd ákveðin slökunartækni sem nota má við aðstæður sem vekja ótta. Sumir þjálfa upp þol gegn því sem þeir hræðast, t.d. hefur lofthrætt fólk getað hækkað smátt og smátt þá hæð sem veldur þeim ótta að standa í með þv£ fikra sig stöðugt ofar í blokk eða á fjalli. Þeir sem eru hræddir við að vera í lyftu hafa getað gert það sama með því að lengja hægt og hægt þann tíma sem þeir eru í lokaðri lyftu. Þótt oft sé hægt að hlæja að því hversu algerlega óttinn getur náð tökum á manneskju sem haldin er fælni er þetta þó grafalvarlegt mál. Skelfingin er raunveruleg fyrir þeim sem er heltekinn henni og fólkinu líður oft mjög illa. Sálfræðingur nokkur var staddur á ráðstefnu í Þýskalandi. Lokadaginn var honum og starfsbræðrum hans boðið að skoða kirkju frá miðöldum í bænum þar sem ráðstefnan var haldin. Eftir að búið var að skoða kirkjuskipið, altarið og skrúðhúsið var þeim boðið að ganga upp í turninn. Gamall hriktandi tréstigi lá upp í turninn og sálfræðingnum leist ekki á að leggja á brattann því hann var ákaflega lofthræddur. Honum þótti hins vegar þegar upp var staðið meiri skömm að játa það fyrir kollegum sínum að hann hefði ekki getað læknað sjálfan sig af þessum barnalega ótta svo hann lagði af staö upp stigann ásamt hinum. Handriðið var gamalt og titraði ögn þegar komíð var við það og pílárar voru fáir og langt á milii. Sálfræðingurinn taldi stöðugt kjark í sjálfan sig í huganum og hét að líta ekki niður alla leiðina upp. Menn voru komnir talsvert hátt í stigann þegar sálfræðingnum varð á að líta niöur og sá þá gína við sér ginnungagap mik- ið milli trappnanna í stiganum. Þá var honum öllum lokið. Hann settist í stigann, greip traustataki um einn pílárann og þverneitaði að hreyfa sig þaðan. Það gekk sálfræðingur undir sálfræðings hönd við að reyna tala manninn til og fá hann til að standa á fætur og ganga niður en allt kom fyrir ekki. Að lokum tóku nokkrir traustlega vaxnir sálfræðingar sig til, slitu manninn af píláranum og báru hann niður stigann. Þegar jörðin tók að nálgast aftur fór að brá af sálfræðingnum lofthrædda og á annarri hæð bað hann félaga sína að láta sig niður. Hann stóð á stigapallinum svolitla stund, lagaði bindið og reyndi að horfast virðulega í augu við aðra gesti sem voru á leiö upp. Það gekk heldur illa því flestir höfðu orðið vitni að einhverj- um hluta af sneypuför hans niður og störðu með lítt dulinni forvitni á kappann. Vikan 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.