Vikan - 05.09.2000, Page 26
Ognvaldur kvenna
Krabbamein er ógnvaldur sem allir ótt-
ast. Leghálskrabbamein er næstal-
gengasta krabbameinið sem herjar á
konur og bað eina sem unnt er að
greina á forstigi með leit. Líkurnar á
bví að koma í veg fyrir leghálskrabba-
mein hjá konum eru bví mjög góðar ef
bær fara reglulega í skoðun.
S
Arið 1964 hóf
Krabbameins-
félag íslands
markvissa leit
að frumubreytingum í leg-
hálsi hjá íslenskum konum
í þeim tilgangi að greina
sjúkdóminn á forstigi. í
dag koma árlega um þrjá-
tíu þúsund íslenskar konur
í slíka leita annaðhvort hjá
Krabbameinsfélaginu, sér-
fræðingum eða um heilsu-
gæslustöðvar, en allar kon-
ur á aldrinum 20-69 ára eru
boðaðar í leghálskrabba-
meinsleit á tveggja ára
fresti. Greining sjúkdóms-
ins á forstigi hefur leitt til
þess að nýgengi leg-
hálskrabba hefur fallið um
67%. Dánartíðni þeirra
sem greinast með krabba-
mein í leghálsi hefur fallið
um 76% þar sem um tveir
þriðju hlutar þessara
kvenna greinast vegna leit-
arinnar svo fljótt að mein-
ið er ekkert farið að dreifa
sér út fyrir leghálsinn. Með
því að mæta reglulega til
skoðunar geta konur því
minnkað verulega hættuna
á því að fá leghálskrabba-
mein eða að deyja af völd-
um þessa sjúkdóms þar
sem umtalsvert meiri lík-
ur eru á að hægt sé að
lækna sjúkdóminn ef hann er greind-
ur nógu snemma.
Að sögn Kristjáns Sigurðssonar, yf-
irlæknis á Leitarstöð Krabbameinsfé-
lags íslands, greinast um 4% af þeim
sem koma í leit, eða um 1400 íslensk-
ar konur á ári, með frumubreytingar
sem geta með tímanum ef ekkert er
að gert leitt til leghálskrabbameins.
„Það er talið sannað að frumubreyt-
ingarnar stafi af veiru sem nefnist HPV
(Human papilloma virus) og smitast í
yfirgnæfandi meirihluta tilfella með
samförum.Fjórðungur kvenna á frjó-
semisaldri hefur þessa veiru í sér, en lít-
ill hluti þeirra greinist með forstigs-
breytingar. í flestum tilfellum vinnur
ónæmiskerfi líkamans á veirunni.
Kona sem mætir reglulega í skoðun
og aldrei hafa fundist neinar forstigs-
breytingar hjá er í mjög lítilli hættu að
fá leghálskrabbamein," segir Kristján.
Bóluefni gegn HPV-veirunni
Þeim konum sem greinast með leg-
hálskrabbamein fer sífellt fækkandi,
þökk sé leitinni. „I dag greinast í kring-
um 16-20 konur á ári. Flestar eru ein-
kennalausar og greinast með sjúkdóm-
inn á 1. stigi en þá er sjúkdómurinn
takmarkaður við leghálsinn. Þær sem
greinast á efri stigum eru í flestum til-
vikum konur sem ekki hafa mætt
reglulega í skoðun eða aldrei mætt.
Forstigsbreytingum hefur hins vegar
fjölgað, einkum meðal ungra kvenna,
en það er talið tengjast frjálsari kyn-
lífshegðun en áður. Það er því mjög
mikilvægt að ungar konur mæti í þessa
leit. Konur eru misduglegar að mæta,
sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu.
Það er einnig mikilvægt að þær konur
sem greinast með forstigsbreytingar
taki það alvarlega og fylgi fyrirmæl-
um um eftirlit og meðferð,“ segir
Kristján ákveðinn.
Nýlega var fundið upp bóluefni sem
hugsanlega er hægt að nota gegn HPV-
veirunni sem veldur frumubreytingum
í leghálsi. Það er skaðlaust og óhætt
að nota á manneskjur. „í bóluefninu er
mótefni gegn veirunni og það kemur í
veg fyrir að hún nái að valda skaða.
Fyrirhugað er að hér á landi fari af stað
rannsókn haustið 2001 sem er liður í
alþjóðlegri rannsókn á þessu bóluefni
og mun prófa hversu vel gengur að
nýta þetta bóluefni til þess að draga
úr áhættunni á smiti,“ segir Kristján.
26
Vikan
Texti: Unnur J ó h a n n s d ó tt i r