Vikan


Vikan - 05.09.2000, Side 40

Vikan - 05.09.2000, Side 40
Sætt í sumarbústaðinn eða eldhúsið heima Bakkabönd, diskaburrka og segulplata Hér er rautt aðalliturinn en ef eldhúsið er í öðrum lit má auðveldlega breyta litasamsetningunni. Tekönnurnar og bollana má hafa í bláu, gulu, appelsínurauðu eða hvaða öðrum lit sem vill. AIDAborðinn fæst einnig hvítur með hvítum kanti og diskaþurrkurnar fást í fleiri litum. Sleppa má blómunum á bakkabönd- unum og sauma tekönnur og bolla til skiptis. Bakkabönd: í bakkaböndin þarf u.þ.b. 2 metra af 7 sm breiðum AIDAborða og bakkabandahring. Saumið kross- saum og aftursting með DMC áróra- garni. Notið 2 þræði af 6. Saumið mynstrið tvisvar á hvort band. Diskaburrka: Diskaþurrkan er með íofnum AIDAkanti. Saumið krosssaum og aftursting með DMC áróragarni. Notið 3 þræði af 6. Saumið mynstrið út frá miðju og bætið einni tekönnu við til endanna. Alls verða þá sex tekönnur á þurrkunni. í segulplötuna þarf AIDAefnisbút, u.þ.b. 10x10 sm og þar til gerðan plastramma með segli aftan á. Saumið krosssaum og aftursting með DMC áróragarni. Notið 2 þræði af 6. Frágangur á segulplötu: Saumið tekönnu, pressið efnið vel. Notið plastlokið til að staðsetja myndina á miðju. Merkið með blýanti í kring- um hringinn og klippið út eftir lín- unni. Setið myndina í rammann, þá pappírinn sem fylgir og þrýstið síðan plastlokinu jafnt í með því að þrýsta yfir allan hringinn. Límið segulinn að síðustu aftan á plastrammann. Litir: 1 + 666 jólarauður 2 « 744 ljósgulur 3 o 910 emeraldgrænn 40 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.