Vikan


Vikan - 05.09.2000, Page 46

Vikan - 05.09.2000, Page 46
fyrir fjölskyldunni. Það sem meira var, það sannfærði hana urn að hann væri ekki giftur. „A rnorgun," svaraði hann. „Þú kemur til með að falla flöt fyrir þeim og það verður ör- ugglega gagnkvæmt. Ekki þennan áhyggjusvip. Þú ert dauðþreytt, hallaðu þér aftur í sætinu, lokaðu augunum og hvfldu þig.“ Hún reyndi ekki að mót- mæla. Hann hafði rétt fyrir sér. Hún var dauðþreytt og undanfarið hafði hún haft lít- inn tíma til þess að slaka á og hvíla sig. Hún lokaði augun- um, hallaði sér aftur og lét hugann reika. Hún var á leiðinni til Jura. Henni til mikillar undr- unar leið henni eins og hún væri á leiðinni heim. Hún hafði í rauninni ekki átt heimili síðan hún var ellefu ára og pabbi henn- ar dó. Frá þeim degi hafði henni fundist hún vera ein í heiminum. Hún sofnaði og hana dreymdi græna skóga, græn engi, ferskt loft, villt blóm og hvíta fjallstoppa. Hún var viss um að hún myndi kannast við sig í Jura þótt hún væri að koma þangað í fyrsta sinn. Pabbi hennar hafði talað svo mikið staðinn þegar hún var lítil. Loftið varð kaldara þegar þau nálguðust svissnesku landamærin, himinninn var heiður og blár. Marc rétti henni peysu. „Ég er líka með náttföt handa þér,“ sagði hann. „Við verðum að kaupa handa þér tannbursta.“ „Þú hefðir átt að leyfa mér að ná í töskuna mína úr bíln- um.“ „Þú hefðir ekki komið með mér ef þú hefðir haft tíma til að hugsa þig um!“ „Af hverju eru karlmenn alltaf svona stjórnsamir?“ Hún stundi. „Phil og Dí verða áhyggjufull.“ „Þau þola mig ekki,“ sagði hann þurrlega. „Þau þekkja þig ekkert." „Þau eru dauðhrædd um að ég steli þér frá þeim.“ Hún gat ekki neitað því og varð undrandi á því að hann skyldi hafa áttað sig á því hvað þau voru að hugsa. Hann horfði á hana og glotti. „Það er líka einmitt það sem ég ætla mér að gera,“ sagði hann. Hún brosti og vissi að hún myndi láta sér það vel lynda. En viðvaranir Dí og Phil hljómuðu enn fyrir eyr- um hennar. Elskaði hann hana í raun og veru? Elskaði hann hana ein- göngu vegna frægðar hennar? Sólin var lágt á lofti þegar þau komu til þorpsins. Marc hægði á bflnum þegar þau óku fram hjá litlu skilti. Á því stóð „Auberge des Pécheurs11. „Þetta er gistihúsið,“ sagði Marc. „Þetta er vinsæll gisti- staður þeirra sem koma til þess að veiða í ánum.“ Hann ók eftir beinum vegi sem var vaxinn trjám báðum megin. Vegurinn lá að skóginum. „Hvert erum við að fara?“ spurði Annie og varð allt í einu dauðhrædd. „Myrkrið skellur á fyrr en varir.“ Marc beygði út af veginum og ók eftir mjóum, ómerkt- um stíg sem virtist liggja inn í dimman skóginn. „Nei,“ hrópaði Annie. Hún kannaðist við þennan stíg og vissi hvert þau voru að fara. Ekki fara með mig hingað!“ Hann greip um hönd henn- ar. „Ekki vera hrædd, chérie. Ég gæti þín.“ Hún opnaði hurðina um leið og hann stöðvaði bílinn. Hún stökk út og Marc hljóp á eftir henni og tók utan um hana. „Við hvað ertu hrædd? Hér er ekkert að óttast,“ sagði hann róandi. „Ég veit að það er allt þarna,“ sagði Annie titrandi „Mig hefur dreymt það ... ég veit að það er ennþá hræði- legra í raunveruleikanum. Þarna gerðist það allt. Ég get ekki afborðið að sjá það.“ Marc hélt henni þétt að sér. ,Hlustaðu Annie, hlustaðu á skóginn.'1 Skógurinn var fullur af lífi, það þaut í vindinum og brakaði í trjágreinun- um. Hún var bæði heilluð og skelfingu lostin. „Þú verður að treysta mér, sagði Marc biðjandi. ,Það eina sem ég fer fram á er að þú gangir upp stíginn ...“ „Sem liggur að húsinu,“ sagði Annie. „Ég veit hvert hann liggur. Þar er dimmt... ég hata húsið í draumnum... það er mannlaust, hann er farinn og kemur aldrei aftur." Sökn- uðurinn helltist yfir hana eins og í draumnum. „Ég er hérna,“ hvíslaði Marc og kyssti hana á kinnina. Hún þrýsti sér að honum eins og hún væri hrædd um að hann yrði tekinn frá henni aft- ur. „Ég er hrædd. Ég þori ekki að fara að húsinu. En ég veit ég verð að fara.“ „Þú verður að sjá húsið,“ sagði hann rólega. Þú verður að sjá það eigin augum til þess að fullvissa þig um að allt gerðist þetta í raun og veru.“ Leiðin lá upp á við og myrkrið varð svartara. Annie brá við minnsta hljóð og horfði varkár í kringum sig. Hún hrökk við þegar hún kom auga á húsið. „Það er nákvæmlega eins og ég man eftir því,“ sagði hún lágum rómi. Eins og ég man eftir því úr draumi, hugsaði hún með sjálfri sér. En af hverju mundi hún eftir hverju smáatriði, hvernig eldiviðnum var staflað upp við vegginn, hlerunum fyrir gluggunum, dyrunum, brunninum og rjóðrinu fyrir utan. Hún þekkti meira að segja garnla eikartréð í garðinum. Gæti Marc hafa dáleitt hana þannig að hana dreymdi jafnvel minnstu smáatriði? Annie horfði á dyrnar og það fór hrollur um hana. „Ég þori ekki inn! Ekki neyða mig til þess!“ „Ekki einu sinni með mér?“ Annie horfði í augu hans og andvarpaði. „Ef þú endilega vilt...“ Henni fannst hún geta allt með hann sér við hlið. „Hvar er lykillinn falinn?“ spurði Marc og Annie svaraði án þess að hugsa sig um. „Undir mottunni." Hún fölnaði upp. Hvernig í ósköpunum hafði hún vitað það? Marc beygði sig niður án þess að líta á hana. Þegar hann rétti úr sér aftur hélt hann á lyklinum í hendinni. Hvorugt þeirra sagði orð. Hann stakk lyklinum í skrána og opnaði dyrnar. Annie stóð á þröskuldinum. Á móti þeim kom lyktin af rakri mold. Inni var gamall tréstóll, gamalt rúm í einu horninu og ryðgaður kolaofn í öðru. Nokkur drykkjarmál stóðu á hillu á veggnum og diskar og sósukanna hengu á snaga undir hillunni. Viðar- stafli stóð upp við einn vegg- inn. Ekkert hafði breyst. Henni fannst sem hún hefði séð þetta í gær. Tár komu fram í augu henn- ar. Hún hallaði sér upp að veggnum og í hugann komu löngu gleymd andlit og minn- ingar þeim tengdar. Marc gekk til hennar og tók utan um hana. „Svona, ástin mín, ekki gráta. Við skulum koma okk-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.