Vikan


Vikan - 05.09.2000, Side 47

Vikan - 05.09.2000, Side 47
Þórunn Stefánsdóttir þýddi ur héðan ef þetta tekur svona mikið á þig.“ Hún heyrði ekki hvað hann sagði. Hún var einhvers stað- ar allt annars staðar, í fortíð- inni, í örmum hans, ekki hér í húsinu, heldur í skóginum, undir trjánum, á heitri sum- arnóttu. Hún lá með lokuð augun og andaði að sér ilm- inum af laufinu og grasinu. Hendur hans struku líkama hennar og hún fann kraftinn sem streymdi frá honum. Hún þrýsti sér að honum og óskaði þess eins að þau gætu legið þarna um alla eilífð. Tunglsljósið gældi við lík- ama þeirra eins og hljóðlátt vatn. Þau vissu af hættunni sem beið þeirra og hræðslan gerði ástaratlot þeirra inni- legri. Þau vissu að þetta gæti verið í síðasta sinn sem þau hittust. Astin var það eina sem skipti máli, en sú ást var brot- hætt vegna þess að dauðinn var rétt handan hornsins. Allt í einu breyttist myndin og það var eins og hún hefði verið slegin utan undir. Ein- hvern veginn vissi hún hvern- ig hún hafði séð hann næst. Það var daginn eftir þegar hann hefði verið fluttur nið- ur í þorpið af banamönnum sínum. Þeir heimtuðu að þorpsbúar segðu til hver hann væri, vildu vita hverjir hefðu falið hann og hótuðu refsiað- gerðum. Hún hafði séð þegar þeir fóru með hann í burtu, líkami hans var þakinn blóði. Annie hristi höfuðið og neyddi sig til að hætta að hugsa urn fortíðina. „Hvers vegna komstu með mig hingað?“ sagði hún. „Mig langar ekki til að muna, það er allt of sársaukafullt.“ „Þetta gerðist fyrir löngu, Annie. Það sem gerðist getur ekki lengur gert okkur mein,“ sagði hann blíðlega. „Segðu mér frá því sem þú mundir eft- ir rétt í þessu.“ Hún var þögul og síðan hvíslaði hún: „Við komum aftur hingað, eftir að hafa elskast í skóginum í síðasta sinn. Við komum hingað, í þetta hús...“ Hún fann að hann hlustaði af athygli. Hendur hans gældu við hana og hitinn frá þeim yljaði köldum líkama hennar. „Þú sagðir að þú vildir óska þess að við gætum eignast barn saman,“ sagði hún. Hún sá þetta allt fyrir sér. Hún sá andlit hans, heyrði rödd hans, og hana langaði að gráta vegna þess að hann var ekki lengur á lífi. En hann var á lífi. Hann var þarna hjá henni og hlustaði á það sem hún var að segja. Hún var alveg rugluð. Hún hristi höfuðið og hélt stamandi áfram. „En þú sagð- ir að það væri ekki hægt ... ekki meðan ástandið væri svona, það myndi gera mér líf- ið óbærilegt í þorpinu. Sveita- fólk hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum. Það hefði aldrei fyrirgefið mér. Þú sagðist ekki vilja gera mér það. Ef við lifð- um stríðið af ætlaðir þú koma aftur til baka og giftast mér.“ Hún stífnaði upp og greip andann á lofti. „Hvað er að?“ spurði Marc. Annie leit á hann, sneri sér við og leit í kringum sig. Marc fylgist með henni, fölur og spenntur. „Hvað er að?“ endurtók hann. Hún starði á viðarhlaðann undir glugganum. „Það var þarna ..." Hún byrjaði að draga trjábútana frá veggnum og eftir stutta stund gekk Marc að henni til þess að hjálpa henni. Þetta var erfitt verk en Annie tók varla eftir því. Fimm mínútum seinna kraup hún á kné og með skjálfandi hendi strauk hún fingrinum yfir stafina sem höfðu verið grafnir í trévegg- inn. Það voru upphafsstafir þeirra, A og M og undir þeim stóð, AÐ EILÍFU. Þeir voru þarna enn, hálfri öld seinna. Að eilífu, hugsaði hún. Var það þess vegna sem þau höfðu fæðst aftur? Höfðu sterkar til- finningarnar sem þau báru hvort til annars gert þau ei- líf? Marc kraup við hliðina á henni og starði á stafina. „Ó, Marc...“ Hún sneri sér að honum. „Þeir eru þarna ennþá.“ Hann horfði í augun á henni. „Það erum við líka, Annie. Ég elska þig,“ sagði hann. Rödd hans var rám og munnur hans leitaði hennar, heitur og krefjandi. Allar efasemdir hennar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Hún var sannfærð um hún hafði elskað þennan mann fyrir löngu. Hún elskaði hann jafn mikið núna og hún hafði elskað hann í öðru lífi. Dauð- inn hafði aðskilið þau en nú var þeim gefið annað tækifæri. Marc horfði í augun á henni. „Chérie ...“ hvíslaði hann. „Ég hef elskað þig svo lengi. Ég vissi að einhvern tíma myndi ég finna þig aft- ur. Eftir að ég sá myndina af þér og þekkti þig aftur komst ekkert annað að í huga mér en að hitta þig. Helst vildi ég þjóta til þín á stundinni en ég vissi að ég yrði að vera þolin- móður. Ég var svo hræddur um að þú myndir halda að ég væri brjálaður....“ „Ég var viss um að þú vær- ir það,“ sagði hún brosandi. „En núna trúir þú mér...?“ „Frá því að við hittumst hef ég smám saman verið að muna eftir því sem gerðist,“ viðurkenndi hún. „Ég vildi ekki trúa því... ég hélt að ég væri líka að verða brjáluð. En minningarnar voru svo raun- verulegar að ég vissi að þetta gat ekki verið ímyndun. Ég mundi eftir einhverju sem hafði raunverulega gerst.“ „Ég var alveg viss um að þú myndir muna það,“ sagði hann rámur. „Við munum brot úr eilífðinni sem koma og fara. En ég er alveg sannfærð- ur um að við tilheyrum hvort öðru. Við höfum fengið tæki- færi til þess að skapa okkur líf saman og til þess að eign- ast börnin sem við gátum ekki eignast áður.“ Hann horfði á hana áhyggjufullur. „Hvað er að?“ spurði Annie. „Ég gæti hvergi hugsað mér það líf annars staðar en í Frakklandi," sagði hann. „Hvað finnst þér um það? Við gætum ef til vill farið milliveg- inn, búið í Frakklandi hálft árið og í Englandi hálft árið. En..." „Ég gæti vel hugsað mér að búa í París," sagði hún. „Ertu búin að gleyma því að ég er líka frönsk? Og heimili mitt er þar sem þú ert. Við finnum einhverja lausn varðandi Dí og Phil. Það er engin ástæða til þess að hann hætti að vera umboðsmaður minn.“ „Alls ekki,“ sagði Marc. „Það er nóg fyrir mig að stjórna fyrirtækinu mínu. Það er allt í lagi með Phil, ég kann vel við hann. Ég er viss um að við leysum málin í mesta bróðerni. Hafðu engar áhyggjur, ástin mín.“ Hann kyssti hana léttum kossi á kinnarnar og augnlokin og hvíslaði: „Við erum saman, það er það eina sem skiptir máli.“ Hún faðmaði hann að sér og kyssti hann á móti. Hún hefði getað hugsað sér að standa í fanginu á honum í þessu litla, kalda húsi um alla eilífið en Marc var á annarri skoðun. „Það er orðið framorðið. Við skulum koma okkur á gistihúsið.“ Þau gengu út og héldu utan um hvort annað. Marc brosti til hennar og hamingjan skein úr andliti hans. „I kvöld þegar við fáum okkur að borða langar mig að heyra allt sem þú manst, Annie. Á morgun fer ég með þig til fjölskyldu minnar og segi þeim að loksins sé ég búin að finna konuna sem ég hef beðið eftir allt mitt líf og að ég ætli að giftast henni um leið og hún er búin að segja já.“ „Já,“ sagði Annie. SðGULOK

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.