Vikan


Vikan - 05.09.2000, Síða 48

Vikan - 05.09.2000, Síða 48
HÆTTU AD RIFAST og bvmo n nu smiihn Hefurðu áhyggjur af liui að hið hjonakornin rífist of mikiðP Það er ósköp eðlilegt að ykkur greini á um ýmsa hluti í daglegu lífi og umgengni en bað er sárt þegar sá ágreiningur endar alltaf í rifr- ildi. Þú getur huggað þið við það að þið eruð ekki eín í heimínum. Fjöldi hjóna og para eíga víð þetta sama vandamál að stríða. Fyrsta skrefið tíl þess að fækka rifrildum, og beina ágreinings- efnum í jákvæðan farveg, þar sem hægt er að finna lausnir sem báðir aðilar geta sætt síg við, er að viðurkenna vandamálið. ± __ú og maki þinn eruð ~ I ^einstök í heiminum, ■= ekkert annað tilfinn- != ingasamband er ná- » kvæmlega eins og ykkar. Þið ■o hafið því einnig þróað með ”5 ykkur einstakt hegðunar- 3 mynstur þegar kemur að sam- c ræðum um ágreiningsefni. Ef 13 til vill þrasið þið oft og ~ gleymið því svo, farið í fýlu 2 hvort út í annað í styttri eða h_ lengri tíma eða byggið hægt og sígandi upp vegg á milli ykkar svo að lítill neisti verð- ur fljótt að miklu báli og end- ar með löngum stormasöm- um rifrildum og fúkyrða- flaumi. En hvernig sem rifr- ildamynstur ykkar er, þá er eitt víst, að það er sársauka- fullt og niðurdrepandi. Það er ekki til nein algild töfralausn á vandanum. Eng- ir tveir eru eins. Við erum með ólíkan bakgrunn, höfum hlotið mismunandi uppeldi og orðið fyrir ólíkri lífs- reynslu. Persónuleiki okkar, tilfinningar, þarfir og þrár eru einnig misjafnar sem og þær væntingar sem við höfum til sambúðar og hjónabands. Það er því ósköp eðlilegt að við finnum fyrir togstreitu í eins nánum samskiptum og við erum í við maka okkar. Agreiningur getur í sjálfu sér oft verið jákvæður því hann gefur ykkur tækifæri til þess að ræða saman um það sem skiptir ykkur máli. Þannig lærið þið að þekkja hvort annað, þroska ykkur, styðja hvort annað og styrkja. En til þess að svo verði verða sam- ræðurnar að byggja ykkur upp en ekki rífa ykkur niður og enda með rifrildi. Með góðum vilja er það fyrrnefnda mögulegt. Helstu ágreiningsefnin En um hvað rífast hjón og sambúðarfólk? Rannsóknir hafa leitt í ljós að helstu ágreiningsefnin eru: • Fjármál: Hver borgar hvað? Hver ákveður hvernig við eyðum peningunum? Hvers vegna eigum við aldrei peninga? Hvers vegna eyðum við svona miklum peningum? • Kynlíf: Hvers vegna vill ann- ar aðilinn sofa oftar hjá en hinn? Hvað eigum við að gera þegar aðeins annað okkar langar til að elskast? Hvers konar getnaðar- varnir eigum við að nota? • Börn: Hversu mörg börn eigum við að eignast og hvenær? Ef við eigum stjúpbörn, hvernig tökum við á því? Hver á að aga börnin og hvern- ig? • Fjölskylda: Hvaða ætt- ingja eigum við að heimsækja, sérstak- lega um hátíðir eins og jólin? Hvað eigum við að gera þegar for- eldrar okkar fara að skipta sér af hjóna- bandinu eða uppeldi barn- anna? Hver á að sjá um aldraða ættingja og veika? • Heimilisstörf og umgengni: Hver á að elda matinn? Hver á að sjá um að taka til? Hver á að þvo og ganga frá þvottinum? Hvers vegna finnst öðrum aðilan- um að hinn gangi illa um og taki aldrei til eftir sig? • Uinna: Hversu miklum tíma eigum við að eyða í vinn- unni? Hvort okkar á að vera heima þegar börnin veikjast? Hvers vegna vinnur annað okkar svona mikið? Talar annar aðilinn alltaf/aldrei um vinnunna sína? Hvers vegna er ann- að okkar ekki í vinnu? • Frítími og áhugamál: Hvern- ig eigum við að verja frí- tíma okkar? Hve miklum tíma eigum við að eyða í áhugamál sem aðeins ann- ar aðilinn hefur? • Áfengisneysla: Hversu oft á að hafa áfengi um hönd og hversu mikið á að inn- byrða? Hvers vegna drekkur annað okkar svona mikið og verður leiðinlegt með víni? Þetta eru allt ágreiningsefni sem flest hjón og sambúðar- fólk þurfa að takast á við og þarfnast úrlausnar sem báðir aðilar í sambandinu geta sætt sig við. Slíkar lausnir detta ekki niður af himnunum. Það þarf að gefa sér góðan tíma til þess að ræða málin af yfirveg- un og skynsemi. Skammtímalausnir og langtímalausnir Það þolir enginn deilur og togstreitu langtímum saman. Fólk grípur því til ýmissa að- ferða til þessa að binda endi á rifrildi og spennu. Til þess notar það iðulega aðferðir sem endast í skamman tíma eins og að rjúka af vettvangi ósamkomulagsins, fara að sofa, breyta um umræðuefni þegar deilur liggja í loftinu, sýna yfirgang eða láta undan til þess að forðast frekari átök. Þessar skammtíma- lausnir einkennast af því að fólk reynir annað hvort að sýna yfirgang eða finnur til uppgjafar. Ásakanir eru mjög algengar og fólk fjarlægist jafnvel upphaflegt ágrein- ingsefni og fer að rífast um eitthvað óuppgert úr fortíð- inni. Þannig verður sambúð- arfólk, sem festist í fari skammtímalausna, oft eins og rispuð plata. Lausnir til langframa felast meðal annars í því að kryfja ágreiningsefnið og reyna nýj- ar leiðir til lausna. Þær krefj- ast þess að við hlustum án þess að grípa fram í, tökum tillit til óska hins aðilans, end- urskoðum eigin kröfur og séum tilbúin til að mætast á miðri leið. Slíkar langtímalausn- ir eru til þess fallnar að færa fólk nær hvort öðru því enginn tapar í deilun- um. Báðir aðilar hafa unnið að því að komast að sameiginlegri niður- stöðu og báðir fá ein- hverjar af upprunaleg- um kröfum sínum upp- fylltar. Þegar langtíma- Það þolir engínn deílur og tog- streitu langtímum saman. Fólk gríp- ur puí til ýmissa aðferða til pessa að binda endi á rífrildi og spennu. Tíl pess notar pað iðulega aðferðir sem endast í skamman tíma eins og að rjúka af uettuangi ósamkomu- lagsins, fara að sofa, breyta um umræðuefni pegar deilur liggja í loftinu, sýna vfirgang eða láta und- an til pess að forðast frekarí átök. 48 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.