Vikan


Vikan - 05.09.2000, Page 52

Vikan - 05.09.2000, Page 52
Texti: Sigríður Víðis Jónsdóttir Það kemur mér svo sem ekkert við-en... -nokkur orð um slúður- „Enginn virðist hafa áhuga á slúðursögum - samt virð- ast allir njóta heirra." í hessum orðum felst nokkur sannieikur. Hvað hekkið hið til dæmis marga sem eru alltaf með nýjustu sögurnar úr Séð og Heyrt á hreinu en hvertaka fyrir að kaupa blaðiðP! Þeir lásu bað á biðstofunni hjá tannlækninum, segja heir. (Athyglisvert hversu oft menn burfa að láta laga í sér tennurnar.) Við erum jafn misjöfn og við erum mörg og að sjálf- sögðu slúðrum við mismikið. Sumir láta aldrei út úr sér styggðaryrði um annað fólk meðan aðrir virðast hrífast á kjaftasögum og slúðri. Fyrir há er ekkert meira spennandi en fréttir af náunganum. Krassandi sögur af hjónaskilnuðum, framhjáhaldi og hugsanlegri olettu virka eins og vítamínsprauta fyrir hena fólk sem lítur á næsta mann glampandi augum og hvíslar ísmeygilega: „Varstu búinn að heyra bað nýjasta...?“ Fiestir eru hó eínhvers staðar harna mitt á milli og sækjast svo sem ekkert sérlega eftir slúðursögum en finnst ekkert verra ef bær flénast inn í umræðurnar á annaðborð. Reyndar afar áhugavert! EðahvaðP Vit- um við ekki flest hvernig Jóna í næsta húsi hefur hað, að Siggi á horninu lemur hana Dísu og Magga í búðinni erkomin mánuðáleið...? Ert þú slúðurberi? -örstutt persónuleikapróf- D Frænka þín trúir þér fyrir því að hún haldi að maðurinn sem hún er búin að vera gift í tuttugu ár sé samkynhneigð- ur. Hún biður þig um að segja alls engum frá því. Þú bregst þannig við: A - Hvíslar þessu ofur lágt í eyra bestu vinkonu þinnar og segir að hún megi alls ekki bera söguna lengra. B - Þér finnst sagan svo ótrúleg að þú brennur í skinn- inu að segja einhverjum frá henni. Þú segir síðan vinun- um frá þessu við fyrsta tæki- færi en nefnir engin nöfn. C - Þú steinþegir og kannast ekki við neitt þegar frændi þinn spyr ofur lágt í næstu fermingarveislu hvort eitt- hvað gangi á hjá frænkunni og eiginmanninum. 0 Þú fréttir að sambýlismað- ur bestu vinkonu þinnar sé búinn að barna fyrrverandi kærustu sína. Þú bregst þannig við: A - Hlærð að þeim sem ber í þig slúðrið og spyrð hvort að hann hafi dottið á hausinn. Þú þekkir sambýlismanninn það vel að þú veist að hann myndi aldrei halda framhjá vinkonu þinni og að hann þol- ir ekki þessa fyrrverandi kær- ustu. B - Segist ekki trúa þessu en stenst ekki freistinguna að bera söguna áfram til vinnu- félaganna. Þú segir í lokin að þetta sé óstaðfest. C - Trúir sögunni varla en finnst hún ákaflega bitastæð. Þú nýtur þess að vera mið- punkturinn í kaffitímanum og hljóta óskipta athygli vinnu- félaganna. Á endanum ertu farinn að trúa sögunni. D Nýi maðurinn á skrifstof- unni í fyrirtækinu sem þú starfar hjá er einstaklega huggulegur. Þú hefur heyrt orðróm um að hann sé þrífrá- skilinn. Þú gerir eftirfarandi: A - Tekur þátt í umræðun- um urn málið á kaffistofunni næsta dag án þess þó að hafa bryddað upp á þeim. B - Ekkert. Þetta er hans mál og hverjum er líka ekki sama? C - Flettir manninum upp í þjóðskránni og skoðar síðan gömul íbúatöl til að komast að því hvaða konur þetta voru. □ Nágranni þinn sem er ný- fluttur í húsið við hliðina á þér 52 Vikan X

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.