Vikan


Vikan - 05.09.2000, Side 56

Vikan - 05.09.2000, Side 56
Þrautseigja og frumkvæði galdurinn við að fá góða vinnu gott starf. Aðrir sækja um hverja stöðuna á fætur annarri en ekkert gengur. í hverju skyldi munurinn liggja? Ætli þeir sem þurfa að sækja oft um séu verri starfs- kraftar en hinir eða er feril- skrá þeirra svona illa unnin? Svarið getur verið hvorugt þessara atriða og þótt sumir þurfi sannarlega að bæta við- talstækni sína og laga feril- skrána er það iðulega ekki upphaf og endir alls. Margir hika við að hringja og reka á eftir umsókn sinni eða að fara einfaldlega á draumavinnu- staðinn til að athuga hvort vanti fólk. Þeim finnst þetta einfaldlega frekja og ýtni sem kunni að verða til þess að eyðileggja möguleika þess á að fá vinnuna. Það er ekki rétt mat því sumir atvinnurek- endur vilja ekki aug- lýsa eftir fólki. Margir fá vinnu í gegnum kunningsskap og oft er það litið hornauga og talað um klíkuskap. Það kann að vera að málið sé ekki alveg svo einfalt því það er meiri fyrir- höfn en margan grun- ar að auglýsa eftir vinnukrafti og taka síðan í viðtöl hóp af fólki. Oft fer allur tími þess sem sér um starfs- mannahald í það eitt að yfirfara umsóknir og velja úr. Frá sjón- arhóli atvinnurekand- ans er ákveðinn vinnusparn- aður fólginn í því að einhver sem atvinnurekandinn þekk- ir og treystir bendi honum á og mæli með hugsanlegum starfsmönnum. Hjá Vinnumiðlun höfuð- borgarsvæðisins fengust þær Láttu uíta af pér, fyrstur kemur fyrstur fær Allir sem einhvern tíma hafa leitað að vinnu þekkja hversu miserfiðlega fólki gengur að fá starf. Sumir þurfa varla annað en að taka upp síma og þá býðst þeim Fátt er meira lýjandi en að leita að vinnu. Menn eyða löngum tíma í að útbúa um- sóknir og senda inn sam- kvæmt augiýsingum en stund- um gengur ekkert. flðrir hafa vinnu en bíða árum saman eft- ir stöðu- eða kauphækkun og finnst yfírmennirnír blindir á kosti beirra. Þegar bannig er ástatt er stutt í að sjálfs- traustið bregðist mönnum og beir fari að finna fyrir bung- lyndi. Hér á eftir fara nokkur góð ráð um hvernig megi hjálpa sjálfum sér áfram á vinnumarkaði, bæði begar són er um og eins eftir að vinna er fengin. upplýsingar að á námskeið- um hjá þeim væri fólk hvatt til að hafa samband og gera sem mest. „Við hvetjum þá sem eru á skrá hjá ráðningarskrif- stofum tii að minna á sig,“ segir Soffía Guðrún Agústs- dóttir náms- og starfsráðgjafi. „Fara á staðinn, hringja og vera virkir. Á sérstökum námskeiðum hér sem við köllum Vinnuklúbb er kennt að setja upp ferilskrá, farið í gegnum viðtalstækni og fólk hvatt til að vera duglegt að sækja um og bjóða fram vinnukrafta sína. Vitað er að ekki eru öll laus störf auglýst. Fyrir atvinnurekendur og starfsmannastjóra er oft mik- ið mál að auglýsa og fá inn fleiri tugi umsókna sem þarf að fara í gegnum. Opinber störf er hins vegar skylda að auglýsa. Fólk sem fer á stað- inn sýnir auðvitað ákveðinn dugnað og frumkvæði.“ Ekki er sopið kálið bótt í ausuna sé komið Þótt fyrir liggi fullkomin ferilskrá og meðmæli fyrri vinnuveitenda er engu að treysta. Stundum er það hreint og klárt happdrætti hverjir eru dregnir úr tæplega hundrað manna hópi. Góð ferilskrá liltekur þá kosti þína sem þú telur að muni nýtast í því starfi sem þú sækir urn og lýsir þér gagnort sem vinnu- krafti. Það þarf ekkert að hafa áhyggjur af því að mað- ur sé of sjálfumglaður því sannleikurinn er ekki mont. Mont er það að hreykja sér af einhverju en geta ekki stað- ið við stóru orðin. Tiltaktu einnig allt sem þú telur að geti komið þér að notum, eins og áhugamál sem sýna dugnað þinn og getu, verðlaun eða viðurkenningar sem þú hef- ur hlotið o.s. frv. Taktu sam- an skýra og skorinorða lýs- ingu á menntun þinni og fyrri störfum og láttu fylgja um- sögninni. Fáðu einnig skrifleg meðmæli frá fyrri vinnuveit- endum eða frá einhverjum sem gegnir ábyrgðarstöðu og þekkir þig persónulega og láttu fylgja. Settu umsóknina snyrtilega upp, notaðu svart eða blátt blek og gakktu frá umsókninni ásamt fylgiskjöl- um í plastmöppu. Áður en farið er í viðtal er gott að kynna sér eins og hægt er það fyrirtæki sem um ræð- ir og reyna einnig að afla sér upplýsinga um starfið. Það eykur sjálfstraust og einnig sér atvinnurekandinn að áhugi þinn á starfi er nægilega mik- ill til að þú nennir að hafa svo mikið fyrir því að koma vel út. Það er einnig sjálfsagt að vera upplitsdjarfur og rólegur. Taktu þéttingsfast í höndina á þeim sem í herberginu eru, kynntu þig og horfðu í augun á öllum áður en þú sest. Sértu einn þeirra sem verður mjög stressaður og feiminn undir svona kringumstæðum segðu þá einfaldlega frá því. Enginn getur tekið því illa þótt þú af- sakir það að þú hellir niður kaffi eða rekir þig í skrifborð- ið með því að segja: „Afsakið en ég verð alltaf hálfklaufa- leg þegar ég er feimin.“ Er brautin úti begar vinna er fengin? Eftir að starf er fengið gengur sumum vel að klífa metorðastigann og fá að því er virðist stöðu- og kaup- hækkanir fyrirhafnarlaust meðan aðrir verma botnsæt- in þrátt fyrir að þeir séu ágæt- ir starfskraftar. Margir hafa tilhneigingu til að slaka á og dæsa af feginleik þegar þeir 56 Vikan Texti: Steingerður Ste i narsdó11 i r

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.