Vikan


Vikan - 05.09.2000, Page 58

Vikan - 05.09.2000, Page 58
MtmrrmwLimimwí Ömurleg upplifun í Rúmeníu Fyrir 17 árum fór ég í Inter Rail ferðalag með lóhönnu sem var og er ennpá besta vin- kona mín. Við vorum aðeins tvítugar að aldrí en hóttumst færar í fiestan sjó. Við ferðuðumst til margra landa og má har nefna Ungverjaland, Tékkóslóvakíu, Tvrkland og Rúmeníu og skemmtum við okkur konunglega... eða har til við komum til Rúmen- íu. Við ferðuðumst á mjög auðveldan hátt, vorum hvor um sig með lítinn bakpoka sem innihélt aðeins hað allra nauðsynlegasta. Við sváfum á járnbrautarstöðuum eða í almenningsgörðum en stöku sinnum veittum við okkur hann munað að gista á ódýrum hótelum eða gistihúsum. Við vorum yfirleitt í tvo til fjóra daga í hverju landi en ætluðum bara að vera tvo í Rúmeníu. Þegar við komum hangað ákváðum við að byrja á bví að fara til Transylvaníu til að skoða Drakúlakastalann og seinni deginum ætluðum við síðan að eyða f Rúkarest, höfuðborginni. Okkur hafði uerið sagt að við mættum ekki missa af beirri upplifun að sjá draugakastalann fræga og við gátum varla beðið eftir að komast bangað. Jóhanna sagðist óska hess að hað kæmi brjálað veður með hrumum og eldingum til að magna áhrifin. Við biðum í marga klukkutíma eftir strætisvagní og loks kom lítil rúta sem átti að flytja okkur til kastal- ans. Ekki vildi betur til en svo að bað kuiknaði í rútunni og bílstjórinn fór að pata út í loftið og öskraði á okkur að fara út. Við hröðuðum okkur út úr rútunni ásamt tueímur öðrum farhegum og ákváðum að reyna að fara á puttanum á leiðarenda. Eftir langa mæðu kom kona akandi og stoppaði hún fyrir okkur. Við komumst loksins til kastalans en há var klukkan orðin fjögur og búið að loka honum fyrir ferðamönnum. Við hefðum getað grenjað af vonbrigðum. Jóhönnu varð að ósk sinni um draugalegt veður bví hað byrjuðu hrumur og eldingar og síðan kom hellirigning. Við hefðum gjarnan viljað vera inni í kastalanum og njóta áhrifa veðursins har, en að vera úti og rennblotna var ekki óskastaða hjá okkur. Við vorum svo heppnar að eftir klukkutíma göngu frá kastalanum gátum við húkkað okkur far til Rúkarest. Við ákváðum að splæsa á okkur gistingu á litiu gistihúsi og hlökkuðum til að skoða okkur um í höf uðborginni daginn eftir. í fangelsi Við vöknuðum hressar í bragði, borðuðum morgun- verð á gistihúsinu og skráðum okkur síðan út. Við leyfðum okkur sjaldan svona munað á ferðalagi okkar. Okkur fannst bara að við ættum það skilið eftir hrakfarirnar við Drakúlakastalann. Við kíkt- um í búðir, ekki til að kaupa neitt heldur var mjög áhuga- vert að skoða ótrúlega lélegt vöruúrval. Fatnaður sem var seldur í fatabúðum þarna var skelfilega ljótur og getur varla hafa verið í tísku nokkurn tíma, þvílíkt rusl sem hann var. Um kaffileytið vorum við orðnar glorhungraðar og fór- um í búð til að kaupa okkur mat. Við ætluðum að setjast inn í fallegan garð þarna í ná- grenninu og borða matinn okkar þar. Síðan var ætlunin að skoða okkur betur um því við vorum að fara úr landi næsta morgun. Þegar við komum út úr matvörubúð- inni gekk ég beint í flasið á lögreglumanni sem brosti kumpánlega til mín. Ég bað hann afsökunar á ensku og ætlaði að halda áfram. Allt í einu tók hann um brjóstin á mér og fór að stjúka þau. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast en eftir augnablik greip mig mikil reiði svo ég fór að berja hann, til skiptis með bakpokanum mínum og inn- kaupapokanum. Brosið hvarf af andliti hans og hann varð reiður líka. Ég argaði á hann á ensku, kallaði hann öllum illum nöfnum og hund- skammaði hann fyrir þennan 58 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.