Vikan


Vikan - 05.09.2000, Side 60

Vikan - 05.09.2000, Side 60
Líður illa í skólanum 0u Kæri Póstur. Ég er fimmtán ára og er að byrja í skól- anum aftur. Ég er búin að kvíða fyrir því í allt sumar og núna veit ég ekki hvern- ig ég á að fara að. Mér leiðist svakalega í skólanum og finnst mér ganga illa þar og ég veit að allir aðrir í kringum mig eru sömu skoðunar þótt þeir segi það ekki. Ég á tvær eldri systur, þeim hefur alltaf gengið vel í skóla og ég veit að ég er miklu minni námsmaður en þær. Um- sjónarkennarinn í bekknum mínum „horfir í gegnum mig“ og mér finnst ég eiginlega vera ósýnileg í skólanum því ég á fáa vini þar. Ég vil ekki hætta í skól- anum en ég vildi óska að mér liði ekki svona illa þar. Hvað get ég gert til að láta mér líða betur? A.K. Kæra A.K. Ég sé á bréfinu þínu að þú ert vel gef- in og hugsandi stúlka, en með alltof lágt sjálfsmat. Ég veit auðvitað ekki hvort þú býrð við stöðugan samanburð við syst- ur þínar (annaðhvort frá sjálfri þér eða öðrum) eða hvort eitthvað annað er að angra þig, en þú ert greinilega að draga sjálfa þig niður með því að telja þér trú um að þú sért eitthvað verri en aðrir. Skólinn er auðvitað ekki notalegur staður fyrir þá sem eru með minnimátt- arkennd og feimnir og þess vegna líður þér illa. Þú verður að brjóta þér leið út úr þessari einangrun með því að skoða sjálfa þig með jákvæðu hugarfari og hætta að bera þig saman við aðra (t.d. systur þínar). Þú ert sjálfstæð ung kona og nógu skýr til þess að leita þér hjálp- ar með því að skrifa þetta bréf og þess vegna ættir þú vel að geta komið auga á alla þína kosti - því þá hefur þú svo sann- arlega! Námshæfileikar hafa ekkert með það að gera hvernig þér reiðir af í lífinu. Það er styrkur þinn og lífsþróttur sem ræð- ur því og þú getur mótað þetta tvennt sjálf. Hafðu engar áhyggjur af því þótt þér finnist einhver „horfa í gegnurn þig“. Sumt fólk á erfitt með að gefa af sjálfu sér, sérstaklega þeim sem eru í stöðugri sjálfsvörn eins og þú. Ekki byggja líf þitt á því hvað öðrum finnst. ÞÚ ert sú mann- eskja sem skiptir mestu máli í þínu lífi og þú átt að vera góð við þá manneskju og láta hana njóta sann- mælis. Byggðu upp hæfileik- ana og ja- kvæðu þættina í fari þínu og hættu að hafa áhyggjur af vinsæld- um þínum. Þær koma af sjálfu sér þegar þú ert farin að skilja hversu einstök og frábær þú ert. Spurningar má senda til „Kæri Póstur“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. Rós Vikunnar að þessu sinni fær Guðný Tómasdóttir, Brúna- stöðum 73, en það eru tveir ungir menn sem senda henni þessar rósir með svohljóð- andi kveðju: Okkur langar að stinga upp á því að Guðný, frænka okkar, fái rós Vik- unnar. Hún er alltaf svo góð að passa okkur þegar mamma þarf að skreppa eitthvert, t.d. með stóra bróður til læknis, niður í bæ eða í klippingu. Alltaf er hún boðin og búin að gæta okkar bræðranna, enda erum við svo góð- ir og þægir. Með kærri kveðju og þökk, Arnar Máni og Daníel Freyr Rúnarssynir í Fróðengi 10 látið hlómin tala Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vikunnar? Ef svo er, hafðu þá samband við „Rós Vikunnar, Seljavegi 2,121 Reykjavík“ p \.s og segðu okkur hvers ^ .J[ vegna. Einhver heppinn verður fyrir valinu og tS§§í fær sendan glæsilegan £ I rósavönd frá GRÆNUM MARKAÐI. W' 60 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.